Ingólfur Shahin, félagi minn í Íslandi-Palestínu er núna staddur í Líbanon, en þangað fór hann til að taka þátt í hjálparstarfi og flytja fregnir af ástandinu. Í kvöldfréttum Rásar 2 í kvöld verður rætt við hann gegn um síma, þar sem hann les pistil um það sem hefur fyrir augu hans borið. Við gerðum með okkur það samkomulag að ég tók að mér að þýða pistlana úr ensku, sem hann les svo aftur yfir og hagræðir þar sem honum þykir við hæfi, sendir svo NFS, sem prófarkales á ný. Fleiri pistlar eru svo væntanlegir, en hann verður úti í þrjár vikur.
Til gamans má geta að það reyndist rétt til getið hjá mér að Ingólfur væri bróðir Hebu, sem var bekkjarsystir mín í Hagaskóla, og bað ég hann fyrir kveðju.
mánudagur, ágúst 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli