föstudagur, september 30, 2005

Við þetta má svo bæta að mig dreymir um að eiga her af fljúgandi öpum, à la Galdrakarlinn í Oz. "Fly, my pretties! Fly!" Uns erfðavísindunum tekst að láta draum minn rætast verð ég víst bara að láta mig dreyma...

Klukk, stund sannleikans er runnin upp (og lesendur bíða með öndina í hálsinum)
Doddalingur klukkaði mig. Jamm, maður var farinn að halda að maður yrði skilinn útundan í klukkæðinu sem hefur tröllriðið bloggheimunum. Það mun eiga að nefna 5 staðreyndir um sjálfan sig, helst persónulegar. ég hef bætt um betur og nefni 8 (brave or what?!) ;). Þær eru mispersónulegar en flestar held ég að séu síður á allra vitorði. Dæmi svo hver fyrir sig hversu safaríkt þetta þykir.

1)
Don't cry
Don't raise your eye
It's only teenage wasteland
(The Who)
Ég hef, ótrúlegt en satt, ekki alltaf þótt eins überkúl og kynæsandi og ég er í dag (in my mind!). Mér var strítt í gegn um barnaskóla og í gaggó. Átti ca. 2-3 vini´í Vesturbæjarskóla, þar af höfum við Doddi verið bestu vinir í 12 ár. Ég var lagður í einelti í Hagaskóla. Þeir sem ekki stríddu manni skildu mann út undan eða sóttust ekki eftir að umgangast mann. Það skánaði í níunda og tíunda bekk, ég fór að sækja Frostaskjól og vingaðist við fólkið sem þar starfaði. Það er samt spurning hvort hægt sé að tala um að ég hafi eignast raunverulega vini í Hagaskóla. Í besta falli félaga, kunningja. Ég var alltaf utanveltu og hornreka. Doddi var þá fluttur og kominn í annan skóla, en við hittumst eftir megni.

Svo kom MR. Maður fór þá líka að byggja sig upp.
Maður getur alltaf byggt sig upp og bætt sig, en um leið verður maður að vera maður sjálfur.
Í MR var maður viðurkenndur, og gat fengið að vera maður sjálfur án þess að verða fyrir aðkasti fyrir það eitt. Allir voru auðvitað að taka út þroska, og voru viðmótsþýðari, jákvæðari og málefnalegri fyrir vikið. Varð það eins með mig. Þar kynntist ég mörgu góðu fólki. Ásamt bekkjarfélögum held ég að stór vendipunktur í félagslífinu hafi verið að ég fór í Herranótt og kórinn. Flestir mínir félagar úr MR voru þar. Maður eignaðist góða vini, félaga og kunningja. Auk þess kynntist ég Kidda og Möggu í Hallanum, og yndislegra fólki getur maður varla kynnst. Ýmsir segja að menntaskólaárin séu bestu árin manns.Ég get að mörgu leiti tekið undir það. Margar af mínum bestu minningum eru úr MR. Atburðir eins og Krítarferðin, tolleringin, Morfís og gangaslagurinn líður engum úr minni sem það hefur upplifað. Kennararnir í MR ekki heldur. Kór-og herranæturstarfið, partýin, ferðirnar..., dimmisssio.... Starfið í listafélaginu var líka skemmtilegt og lærdómsríkt að ógleymdu Fiðluballinu, sem er tvímælalaust skemmtilegasta ball sem ég hef farið á á allri skólagöngunni í MR.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar. Hvað gamla eineltið varðar, þá rakst ég um daginn á ónefndan fyrrum skólafélaga úr Hagaskóla. Hafði hann verið duglegur í að hafa mig að skotspón í skóla, án þess að vera sá versti. Hann heilsaði mér og bað mig fyrirfram afsökunar á hvernig hann hefði komið fram við mig í Hagaskóla. Sagði hann að ef það væri eitthvað sem hann gæti gert til að bæta mér þetta upp þá skyldi ég láta hann vita, hvenær sem væri. Mér datt ekkert í hug, sagði honum að hafa ekki áhyggjur af þessu.Ég var djúpt snortinn af þessu. Auðvitað fyrirgaf ég honum. Hann hafði sýnt það hugrekki og drengileik að biðja mig óumbeðinn afsökunar. Það væri óskandi að fleiri sýndu slíkan drengskap.

2)Ég held að ég gæti ekki lifað án tónlistar. Ég er gífulegur tónlistarunnandi og hrífst algjörlega af tónlist sem höfðar til mín. Tónlist er enda sú list sem nær beinast til tilfinninga manns. Ég ólst upp við klassíska tónlist, Jórunn systir spilaði svo fyrir okkur bræðuna popptónlist þegar hún fór me ðokkur í bíltúr, ég fór að fíla þungarokk í gegn um Véstein ogThe Friday Rockshow á VH1. Tommy Vance var skilgreiningin á svalleika. Ýmsir aðrir höfðu svo áhrif, maður fór að viða meira að sér og nú er svo komið að mér líkar flestar tónlistarstefnur. Ekki svo að segja að ég gleypi við hverju sem er, get verið helvíti selektívur. Fer meira eftir hljómsveitum, flytjendum og lögum. Lágmarkskrafa er melódía. Þannig hef ég t.d. aldrei geta fílað hardkor að ráði. Ég hef næmt tóneyra og greyni t.d. hljóðfæri í sundur við hlustun og man lög nákvæmlega eins og ég heyri þau. Mér hefur hins vegar aldrei tekist almennilega að læra nótur. ég hef verið í nokkrum kórum og hef unun að því að syngja. Stend mig oft að því að syngja þegar ég hef haldið að enginn væri nálægur. Syng líka oft í sturtu. Sérlega neyðarlegt ef maður er úti á gangi og heldur að maður sé einn, er með lag í höfðinu, byrjar að humma uns maður beljar hvellum rómi: IT’S THE EYYYEE OF THE TIGER, IT’S THE THRILL OF THE FIGHT!!! Uppgötvar svo að maður var ekki einn á götunni og gerir sig að fífli.

3) Ég er yngstur af 5 systkinum. Það vita ekki margir að ég átti annan bróður, Einar Véstein, sem lést 5 ára í bílslysi áður en við Vésteinn fæddumst. Við bræður heitum í höfuðið á honum. Eins vita fæstir að ég á hálfsystur. Hún heitir Arnhildur, og er 39ára. Dóttir pabba. Hingað til höfum við ekki hist oft, jafnvel liðið ár á milli, en höfum nýverið verið að bæta úr því. Arnhildur er afskaplega góð og skemmtileg systir og því um að gera að halda sambandi. Auk þess er Jórunn systir mín, 36 ára og Vésteinn bróðir minn sem er 24 ára (1980-módel).

4) Ég á bangsa, sem hvílir í rúminu mínu. Hann gaf Mossi mér í jólagjöf, og hefur hann komið í góðar þarfir, hehe. Þar eð Mossi og Íris krússímússast talsvert þegar maður er með þeim (og eflaust meira þegar maður er ekki með þeim ;) fékk bangsinn nafnið Mússi.
Hvað bangsa varðar, þá voru fyrstu bangsarnir sem ég eignaðist hundar. Stórisnati og Litlisnati. Eftir það hétu nánast allir bangsarnir mínir einhverju nafni sem endaði á –snati. Jafnvel Bangsasnati. Ég var afar frumlegur í nafngiftum, þegar ég var lítill.

5) Ég hef varla verið mikið eldri en 5 ára gamall samdi ég mitt fyrsta leikrit. Það hét Ríkharður konungur. Fékk ég nokkra aðstoð hjá föður mínum og bróður við tæknilega útfærslu leikritsins, man t.d. ekki eftir að ég hafi kunnað að lesa og skrifa þegar þetta var. Í stystu máli er Ríkharður Englandskonungur á siglingu, í leit að Íslandi, sem hann hafði heyrt getið, ásamt Ármóði, þræl sínum. 3 norskir njósnar brugga launráð og segja Noregskonungi frá. Birtist hann þá og ætlar að hindra framgöngu Ríkharðs. Ríkharður hneppir Noregskonung í fangelsi. Lýkur þá sögunni.
-Segið svo að maður hafi ekki verið bráðþroska barn.

6) Ég er eflaust yngsti Íslendingurinn til að hafa klifið Bjarnarfellsskriður. Þær voru áður sagðar ófærar mönnum en þó hefur faðir minn verið leiðsögumaður í Fjörðum á hverju ári og þá farið þessar ferðir, ergo: ef maður er vel útbúinn, í góðum hóp og fótviss, e r fremur séns að maður geti farið þar um. Ég var níu ára þegar ég fór fyrst Bjarnarfellsskriður.

7) The Who er eflaust uppáhalds rokkhljómsveitin mín.

8) One more for the road. Mér þykir iðulega illa lyktandi matur góður. Ég er vitlaus í hvítlauk, gráðost og hákarl. Merkilegt, hvað daunillur matur getur verið góður. Ég er einnig mjög sólginn í þorramat. Mysa hefur mér hins vegar aldrei þótt góð.

That’s all folks. Kannski eitthvað fleira seinna. :)

Ég klukka Möggu, Atla, Snæbjörn, Mossa og Helga.

miðvikudagur, september 28, 2005

Masters of War (Bob Dylan)

Come you masters of war
You that build all the guns
You that build the death planes
You that build the big bombs
You that hide behind walls
You that hide behind desks
I just want you to know
I can see through your masks

You that never done nothin'
But build to destroy
You play with my world
Like it's your little toy
You put a gun in my hand
And you hide from my eyes
And you turn and run farther
When the fast bullets fly

Like Judas of old
You lie and deceive
A world war can be won
You want me to believe
But I see through your eyes
And I see through your brain
Like I see through the water
That runs down my drain

You fasten the triggers
For the others to fire
Then you set back and watch
When the death count gets higher
You hide in your mansion
As young people's blood
Flows out of their bodies
And is buried in the mud

You've thrown the worst fear
That can ever be hurled
Fear to bring children
Into the world
For threatening my baby
Unborn and unnamed
You ain't worth the blood
That runs in your veins

How much do I know
To talk out of turn
You might say that I'm young
You might say I'm unlearned
But there's one thing I know
Though I'm younger than you
Even Jesus would never
Forgive what you do

Let me ask you one question
Is your money that good
Will it buy you forgiveness
Do you think that it could
I think you will find
When your death takes its toll
All the money you made
Will never buy back your soul

And I hope that you die
And your death'll come soon
I will follow your casket
In the pale afternoon
And I'll watch while you're lowered
Down to your deathbed
And I'll stand o'er your grave
'Til I'm sure that you're dead

Já, og síminn minn er týndur. Ef einhver þarf að ná í mig, þá er það heimasíminn eða tölvupóstur (sjá að ofan).

Sögulegur dagur í dag. Þennan dag árið 1066 réðst Vilhjálmur af Normandí inn í England. Síðan þá hefur ekki orðið nein sigursæl innrás í England. Áhrifin urðu einnig gífurleg á menningu og tungumál.

mánudagur, september 26, 2005

Í gær, þegar ég leit í spegil, rann upp fyrir mér að ef ég safnaði yfirskeggi og hökutoppi væri ég ekki svo ósvipaður Trotsky í útliti.

Heimspekilegar og tilvistarlegar vangaveltur mínar um daginn leiddu mig einnig að eftirfarandi niðurstöðu. Það má segja að ég sé ein heild. En eins má segja að ég skiptist í nokkra hluta, eða sjálf. Það er minn innri maður, hið andlega og svo er hið líkamlega. Auk þess á ég mér rafrænt sjálf sem lifir sjálfstæðu lífi á þessu bloggi. Ergo: Ég er þríeinn.

Í gær, þegar ég leit í spegil, rann upp fyrir mér að ef ég safnaði yfirskeggi og hökutoppi væri ég ekki svo ósvipaður Trotský í útliti.

Heimspekilegar og tilvistarlegar vangaveltur mínar um daginn leiddu mig einnig að eftirfarandi niðurstöðu. Ef það má segja að ég sé ein heild þá má eins til sanns vegar færa að ég skiptist í hluta, eða sjálf sem mynda þessa heild. Það er minn innri maður, hið andlega og svo er hið líkamlega. Auk þess á ég mér rafrænt sjálf sem lifir sjálfstæðu lífi í blogginu mínu. Ergo: Ég er þríeinn.

sunnudagur, september 25, 2005

Lag dagsins: „The Loom of the Land“ með Nick Cave And The Bad Seeds. Gullfalleg og rómatínsk rökkurballaða sem mér finnst flottasta lagið á Henry's Dream og tvímælalaust eitt allra flottasta lag þeirra. öll platan er annars fantagóð. Sérlega gott að hlusta á þetta lag við kertaljós þegar myrkrið er skollið á, á stjörnubjartri nótt.

Planið næstu klukkutímanna er að leggjast til svefns og hrjóta eins og sögunarverksmiðja í Brasilíu.

Palestínsku samtökin Al-Aqsa Martyrs segja að vopnahé milli Ísarelsmanna og Palestínumanna sé lokið , í kjölfar loftárásar Ísraelshers á Gaza. Ég vona og bið að það muni ekki verða að veruleika. Ef menn ná ekki gagnkvæmum sáttum, sem myndi þýða að báðir legðu niður vopn og að Ísraelsher bakki frá Vesturbakkanum, óttast ég að ný intifada breiðist út.

laugardagur, september 24, 2005

NB: Afsakið misskilninginn með frumsýninguna á Corpse Bride. Dagsetninginn sem ég nefndi var frumsýning í Bandaríkjunum. Ég veit ekki hvenær hún verður frumsýnd hér heima, en það er vonandi ekki langt í það.

Mamma er kominn heim frá Englandi. Gaman að því. Úti keypti hún kvikmyndina Metropolis eftir Fritz Lang frá 1927. Þessi sígilda mynd er eitt helsta meistaraverk kvikmyndasögunnar. Eins keypti hún La Rêgle du jeu eftir Jean Renoir. Ég hef ekki séð hana enn en líst mjög vel á hana. Loks keypti mamma Henry's Dream með Nick Cave and the Bad Seeds. Það er góð plata.


Jórunn systir mín hefur búið í nokkur ár í Svíþjóð ásamt Arnari mági mínum og Börnum þeirra, Valla og Katrínu. Það er því sérlega ánægjulegt að þau séu núna flutt heim.

Lag dagsins: Papa won't Leave you, Henry með Nick Cave and the Bad Seeds

fimmtudagur, september 22, 2005

Á morgun verður nýja myndin hans Tim Burton; Corpse Bride frumsýnd. 19-aldar gotneskt rómantík, virðist ætla að verða bæði tragísk og gamasöm. Þetta er brúðumynd með tækni a la The Nightmae Before Christmas, stop-motion tekník. Hún er í svipuðum anda og Edward Scissorhands, Sleepy Hollow og The Nightmare before Christmas. Johnny Depp og Helena Bonham Carter ljá aðalpersónunum raddir sínar. Með öðrum orðum; meistari Burton að gera það sem hann gerir best. Og engir apar, hehe! Djöfull hlakka ég til að sjá hana. Trailerinn má nálgast Hér er trailer. Lofar góðu. :)

Annað gott; 29. september hefst Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík. Sama dag setur Nemendaleikhúsið upp sýninguna Forðist okkur, eftir Hugleik Dagsson. Góð tíð í vændum.

mánudagur, september 19, 2005

Gamli góði Uri Avnery varð 82ggja ára um daginn. Ég óska honum til hamingju með það. Ég hef alltaf borið mikla viðingu fyrir Avnery, og hann er eftirlætis dálkahöfundurinn minn. Meistari Avnery er enn virkur aktívisti þrátt fyrir háan aldur, hann hefur aldrei látið undan síga í baráttu fyrir friði milli Palestínumanna og Ísraela, sem hann hefur varið þorra lífs síns í. Nýjasta grein hans nefnist Who murdered Arafat Hér veltir hann fyrir sér vafasömum opinberum skýringum á fráfalli Arafats, að enginn fótur virðist vera fyrir þeirri staðhæfingu að Arafat hafi látist úr alnæmi, (eins og dagblöðin vilja öll ýja að) heldur bendi öll einkenni til þess sama, að honum hafi verið byrlað eitur. Hann veltir fyrir sér hverjir kynnu að hafa staðið að slíku morði og hverjir myndu hafa hagnast á því.

Í seinni greininni í dálkinum fjallar hann um för sína og friðaraktívista til þorpsins Bil’in á Vesturbakkanum. Þar hefur verið vikuleg mótmælaganga gegn aðskilnaðarmúrnum, sem sölsar til sín gífurlegan hluta lands frá palestínumönnum og skiptir þorpinu í tvennt. Ísraelsher hertók Bi’lin, bannaði mótmælagönguna, girti af svæðið og setti á útgöngubann. Þrátt fyrir það hafa mótmæli farið fram, 200 manna hópurinn sem Avnery var þátttakandi í, komst til Bi’lin en urðu fyrir barðinu á harkalegu ofbeldi af hálfu hermanna.

Á Heimasíðu Gush Shalom er einnig sagt frá því að Gush Shalom bauð hollenska píanómeistaranum Jacob Allegro Wegloop að koma til til Bil’in og leika fyrir friði og á móti hernáminu. Hafði hann áður fengið hugmyndina um að leika fyrir friði í Ísrael. Wegloop Hann er langtíma stuðningsmaður Gush Shalom. Hann lék tónverk eftir Bach og Chopin og fólk þyrptist að til að fylgjast með. Þetta hefur verið áhrifaríkt og mér þykir þetta mjög falleg leið til að lýsa afstöðu og sýna málefni stuðning.

mánudagur, september 12, 2005

Í myrkri Edengarðsins
fann ég þig liggjandi
stúlkuna undir klöppinni
ég þurfti að kafa í dýpstu iður
uns ég fann þig
vanginn þinn var fölbleikur
og ég vildi ferma hvíta höndina
hún var ísköld og mjúk á yfirborðinu
en hörð að innan, eins og þú sjálf
og innst inni varstu tóm

þú starðir á mig tómu augnaráði
brostir til mín, frosnu brosi
svo tennurnar lýstu í myrkrinu
og ég fylltist náhrolli
og illur daunn steig upp og fyllti vit mín
gat verið að ég hefði vakið þig af Þyrnirósarsvefninum
eftir fegurðarblund í hundrað ár?
Ég flúði í dauðans ofboði
nú geng ég milli stofanna
og sérfræðingar telja mig stórfenglegt viðfangsefni
en enn man ég nafn þitt;
Nekrófilía

sunnudagur, september 11, 2005

BókmenntahátíðNú er bókmenntahátíð hafin í Reykjavík. Er það vel. Þá verð ég eins og lítið barn í sælgætisverslun. Ég elska að fara á bókmenntahátíðina og góða upplestra yfirleitt, og finnst hreinasta unun að sitja um kvöld í Iðnó og hlýða á þetta mikla andans fólk, margir þeirra meðal fremstu rithöfunda í dag, lesa úr verkum sínum. Maður hrífst með, það er eitthvað sem talar til manns, hugmyndaflugið og hughrifin fara af stað, innlifun og samkennd, þegar best lætur og maður fyllist einhverjum innbæstri. Svo er annað mál hvort maður getur nýtt hann. Oft finnst manni eitthvað bergmála frá manni sjálfum, eða umhverfi sem maður kannast við, og maður óskar þess að geta tjáð hugmyndir sínar og tilfinningar á jafn áhrifamikinn hátt. Já, mér þætti gott að vera rithöfundur eða ljóðskáld en veit að ef það yrði einhvern tíman, yrði ég eflaust sjálfur harðasti gagnrýnandinn á verk mín. Það rifjast einnig upp fyrir mér þegar við pabbi sáum Seamus Heaney og Liam O’Flynn í fyrra, það var sannarlega áhrifamikil stund. Skemmtilegt um hversu auðugan og fjölbreyttan garð er að grisja, en oftast hefur hver höfundur eitthvað að segja manni Í kvöld hlýddi ég á Javier Cercas lesa úr Stríðsmönnum Salamis, Vilborgu Dagbjartsdóttur, sem las úr ljóðabók sinni, Fiskar hafa enga rödd, Ólafur Gunnarsson las úr Tröllakirkju, Margaret Atwood las ljóð og prósa og Karin Wahlberg las úr skáldsögu sinni sem ég því miður veit ekki hvað heitir. Eftir upplesturinn keypti ég mér Stríðsmenn Salamis og Fiskar hafa enga rödd og fékk þær áritaðar. ég hlakka til að hefja lestur þeirra. Ég er staðráðinn í að reyna að komast á jafn marga viðburði og ég get, á meðan á hátíðinni stendur.

Einhverntíman tuttugasta hefst svo Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Ég er þegar orðinn afar spenntur fyrir henni. Ef ég þekki sjálfan mig rétt, mun ég eflaust setjast að í bíóinu. Svefn? Hver þarf svefn? Í bland við myndirnar er svo gaman ef leikstjórar og leikarar ræða við áhorfendur um verkin og svara spurningum áhorfenda.

Hvað bíó áhrærir langar mig núna bæði að sjá Broken Flowers og Charlie and the Chocolate Factory. Bæíið líka í eftirvæntingu eftir The Corpse’s Bride. Þá gæti ég vel hugsað mér að sjá Narníu-myndina þegar hún kemur, enda hef ég lesið allar bækrunar og hef verið aðdáandi frá unga aldri. Loks hlakka ég sérlega til að sjá Bjófskviðu, þegar hún kemur. Búinn að sjá stutt myndbrot og þau voru vægast sagt flott.

laugardagur, september 10, 2005

Lag dagsins: „Shelter from The Storm“ með Bob Dylan, af plötunni Blood On The Tracks.

föstudagur, september 09, 2005

Lög dagsins: „Brain Damage“ og „Eclipse“ af plötunni Dark Side of the Moon með Pink Floyd. Geðveik lög (bókstaflega, í fyrra tilvikinu), og magnaður texti. Uppáhaldslögin mín á plötunni.

fimmtudagur, september 08, 2005

Ég er núna búinn með ca. einn fjórða af The Grapes of Wrath, eftir John Steinbeck. Það er góð bók og mér líkar þeim mun betur við hana sem á líður. Ég er svo sem ekki viss um að ég væri tilbúinn að mæla með henni fyrir alla. Sagan er ekkert léttmeti,getur virkað dálítið þung á köflum, ég var dálítinn tíma að komast inn í hana og stundum þarf maður að hafa sig við að halda þræði og beita ímyndunaraflinu. Á það sérlega við ef hún er lesin á ensku. Stíll Steinbecks er mjög sérstakur og kannski ekki við allra hæfi. Hann lýsir öllu af mjög mikilli nákvæmni, frá umhverfi til útlits fólksins en hægt og hægt fær maður sympatíu með fólkinu og atburðunum. Einnig er bygging kaflanna nokkuð mismunandi eftir því hvað hann tekur fyrir, bæði að lengd og formi. Það verður ekkki annað sagt að hann reyni að varpa eins fjölbreyttri og greinagóðri mynd af ástandinu, umhverfinu og fólkinu og auðið er. Hann tengir líka stóra atburði við einstaklinginn. Það er mikil ádeila og reiði í bókinni í bókinni en einnig finnur maður fyrir húmanisma og mikilvægi samstöðu. Fyrir þá sem ekki þekkja gerist þessi bók á kreppuárunum og lýsir því þegar uppskerubrestur verður í Oklahóma og eigendur landsins, bankar og lánastofnanir rústa húsum ábúendanna, reka þá af landinu og senda á vonarvöl. Samhliða heildarmyndinni rekur Steinbeck sögu einnar fjölskyldunnar, Joad-fjölskyldunnar auk fyrrum prestisins, Jim Casy. Allt fólkið neyðist til að selja búslóðina fyrir notaða bílgarma og leggur í langferð um þjóðveg 66 til Kaliforníu, þar sem er búið að lofa gulli og grænum skógum. ég birti hér klausu sem mér fannst afar áhrifarík, eftir að fólkið hefur, með blæðandi hjarta þurft að selja allt sem það átti:

Maybe we can start again in the new rich land – in California, where the fruit grows. We’ll start over.
But you can’t start. Only a baby can start. You and me – why, we’re all that’s been. The anger of a moment, the thousand pictures, that’s us. This land, this red land, is us; and the flood years and the draught years and the dust years are us. We can’t start again. The bitterness we sold to the junk man – he got it all right, but we have it still. And when the owner men told us to go, that’s us; and when the tractor hit the house; that’s us until we’re dead. To California or any place – every one a drum major leading a parade of hurts, marching with our bitterness. And some day – the armies of bitterness will all be going the same way. And they’ll all walk together and there will be a dead terror from it.

Faðir minn skrifaði góða grein um fyrirhugaðar framkvæmdir við byggingu Siglufjarðarganga í gegn um Héðinsfjörð, og birtist hún í umræðunni á bls. 40 í Morgunblaðinu, laugardaginn 3. september. Hann bendir á að fyrir helming þess fés sem nú á að verja í göng gegn um Héðinsfjörð mætti leggja göng undir Siglufjarðarskarð. Fyrir sama fé mætti svo leggja göng gegn um Siglufjarðarskarð og önnur í gegn um Vaðlaheiði, eins og hann leggur til. Hann minnist einnig á framtíðarvonir Siglufjarðar, en atvinnuvegur er ótryggur vegna snjóflóðahættu. Auk þess sem fyrirhuguð göng gegn um Héðinsfjörð myndu raska friðsæld Héðinsfjarðar og Hvanndala bendir pabbi á sérstöðu þessara staða staðanna og einstaka mannlífssögu.

miðvikudagur, september 07, 2005

Nú hef ég kippt letri síðunnar aftur í lag, skellt teljaranum inn og er aftur kominn með haloscan-kommentakerfi. Öll gömlu kommentin þurrkuðust því miður út. Mér þykir sálfum fyrir því og bið lesendur afsökunar. Ég veit ekki afhverju þetta bölvaða drasl þarf alltaf að þurrka út gömul komment við template-breytingar. Hvimleiður andskoti. En ég er hvort sem er ekki að fara að breyta kommentakerfinu aftur, svo tjáið ykkur að vild. Ég þakka bróður mínum fyrir hjálpina.

Davíð Oddson er búinn að segja af sér og er hættur í stjórnmálum. Það er aldeilis. Nú er ég síður en svo mikill fylgismaður hans, en vissulega undarlegtilfinning að hann sé að hætta. Hann hefur verið ráðherra frá því að maður var patti og verið í stjórmálum þarna frá því áður en maður man eftir sér eða var fæddur. Misjafn ferill með góðu og slæmu, eins og gerist á löngum ferli. Ég fer ekki að mér finnst gott að hann sé ekki lengur í stjórn í ljósi margra ákvarðanna og stefnu sem hann og fyrrum ríkisstjórn hans hafa haldið á lofti og ég er aldeilis andsnúinn. Það er einnig tímabært. Hann hefur setið lengi við völd. Hann og Halldór hefðu raunar átt að sjá sóma sinn í að segja af sér eftir að upplýst var að þeir höfðu blekkt þjóðina þegar þeir skýrðu frá hvernig staðið var að stuðningnum við stríðið í Írak. Maður spyr sig samt líka hvað taki við. Hvernig munu íslensk stjórmál líta út eftir breytta ráðherrastöðu, nýjan formann Sjálfstæðisflokksins og hvernig og hvort Sjálfstæðisflokkurinn muni standast þetta. Davíð hefur verið andlit þessa flokks og óskoraður leiðtogi í áraraðir. Hann hefur orðið samnefnari fyrir flokkinn, hvort maður fílar flokkinn hefur mikið verið tengt hvort maður fíli Davíð og hefur það bæði náð til hans sem stjórnmálamanns og persónu hans. Hann hefur verið allt í öllu í flokknum og sameiningartákn í margra augum. Hann er umdeildasti stjórmálamaður á Íslandi og sá sem hefur verið lengst í stjórn. Hvað sem mönnum finnst um hann verður ekki af honum skafið að hann kann (oftast nær) að koma fyrir og hefur sinn sjarma. Sjarma sem mér finnst t.d. núverandi forsætisráðherra ekki búa yfir. Hvað nýja stöðu hans sem bankastjóra varðar, get ég ekki sagt að það komi mér sérlega á óvart. Bankastjórar koma iðulega úrt röðum þingmanna og mætti segja að kerfið sjái um sína. Eins settist hann ekkert í helgan stein eftir að hann sagðist ætla að hætta sem forsætisráðherra. Það verður spennandi að fylgjast með áframhaldinu. Maður vonar að ástandið muni fremur batna en vernsa en veit svo sem ekkert enn. Það er bara að bíða og sjá. Alla vegana fram að næstu kosningum.

Meira af náttúruhamförum í New OrleansÞað nístur mann að sjá fréttirnar frá New Orleans. Sérstaklega þessar fréttir frá Fox. Aldrei hefði ég búist við að Fox, af öllum stöðvum, myndi segja svo nákvæmlega frá og og vera með annað eins ákall til fólks. Fólki var haldið í Super Dome og það mátti ekki fara þaðan. Því var sagt að það myndi fá hjálp þar en það fékk enga. Það þurfti mat, vatn og rafmagn. Geraldo Rivera sýnir manni blákaldan raunveruleikann, að þetta fólk þurfti að þola hreinasta helvíti og hann er, skiljanlega, í miklu uppnámi. Blessunarlega mun fókinu núna hafa verið hleypt úr byggingunni.
Það er eðlilegt að manni hitni í hamsi. Maður hlýtur að spyrja sig, hver djöfulinn sé verið að að hugsa. Hví var fólki haldið inni, hvers vegna fékk það ekki hjálp, hvers vegna gripu stjórnvöld ekki strax í taumana? Hvers vegna biðu þau 4 daga áður en nokkur hjálp barst? Enn er fjöldi fólks sem hefur ekki fengið nokkra hjálp og hefur ekki fengið að yfirgefa borgina. Hvað á það að þýða að láta ríka borgara New Orleans ganga fyrir að fá að yfirgefa borgina? Hvern djöfulinn á það að gagnast fólki að George Bush mæti á svæðið eða Rumsfeld? Hefði þeim ekki verið nær að koma fólkinu strax til bjargar? Hefði þeim ekki verið nær að leggja meira fé til varnar borgarinnar áður en flóðbylgjan skall á, í stað þess að skera niður fé til þess?
Fólkið þarf allt að fá mat, vatn, drykk og það þarf að fá heilbrigðisþjónustu. Það þarf áfallahjálp. Það þarf að finna allt fólkið, grafa látna og það þarf fé til uppbyggingar New Orleans. Það er nauðsynlegt að leggja mikið fé í að bæta varnir borgarinnar, svo þetta endurtaki sig ekki. Fólkið þarf að fá lífsviðurværi á ný. Ætti þetta ekki að vera brýnara en að bæta einhverja fjárans ímynd? Ætti þetta ekki fremur að vera forgangsatriði heldur en að senda þungvopnaðar fjöldasveitir á staðinn, sem „hika ekki við að skjóta á þá sem trufla störf eða ræna“?
Þúsundir hafa látist og dáið og fólk er enn að deyja. Eins og Nagin borgarstjóri benti á, er fullt af tíkarsonum sem eru tilbúnir að nýta sér neyð náungans en þorri fólksins er bara að reyna að lifa af. Ef það fær ekki lífsnauðsynjar, verður það að ræna þeim. Hann benti líka á að dágóður fjöldi þeirra sem hafa brotist inn eru eiturlyfjafíklar, sem fá ekki eiturlyfin sín og geta ekki fjármagnað neysluna. Þetta er martröð. Ég held að fyrrnefnd atriði ættu að ganga fyrir þeirri lausn að „skjóta bara á þá að vild“. Ég held að síðarnefnda „lausnin“ sé ekki að fara bæta ástandið og leysi ekki nein vandamál.
Væri íslensku ríkisstjórninni ekki eins nær, í stað þess að gera hosur sínar grænar fyrir Sameinuðu þjóðunum fyrir ógrynni fjár, að verja þeim sömu peningum í staðinn til hjálpar þessu nauðstadda fólki? Hvar er hjálpin frá íslenska ríkinu? Við á Íslandi getum líka lagt okkar að mörkum.
Maður trúir varla ríkisstjórn Bandaríkjanna. Maður trúir varla heldur Sameinuðu þjóðunum. Ef forsetadruslan getur ekki sjálf andskotast til að veita nægu fé til aðstoðar fórnarlömbum og til uppbyggingar, ef hann var tilbúinn að sitja aðgerðalaus dögum saman og ef hann getur ekki andskotast til að biðja Sameinuðu þjóðirnar um aðstoð, eiga þá Sameinuðu þjóðirnar bara að sitja með hendur í vösum á meðan íbúar New Orleans lepja dauðann úr skel? Hvort skiptir meira máli, skriffinska eða mannslíf?

Hóst, snörl, hnerri. Hrorrr... grynt, mumle...

þriðjudagur, september 06, 2005

Nú er mér skapi næst að taka sleggju og mölva þennan helvítis prentara og helvítis tölvudrasl mélinu smærra og dansa síðan stríðsdans yfir hræinu. Þolinmæði mín gagnvart tölvuveseni er ekki mikil. Ég get ekki prentað neitt út og skjalið með glærunum sem ég vildi prenta er of stórt til að senda með e-mail. Og ég varð að bíða í ca. kortér áður en hotmail gat náðarsamlegast tjáð mér það. Nú er bara að sjá hvort sé opið á Þjóðarbókhlöðunni og hvort ég megi prenta út þar. Sérlega skemmtilegt í ljósi áðurnnefnds kvefs míns. Grrrrr....

Þá er skólinn hafinn aftur. Það svo sem ágætt. Úrvinda skólanemar ýmist ganga eða hlaupa í skólann með sultardropa á nefi, og rogast með skólatöskur sínar sem ætla mætti að í væru múrsteinar. Þetta á allt ágætlega við mig. Eftir sólríka sumardvöl í Svíþjóð og Danmörku hefur mér og áhlotnast hið indæla íslenska nefkvef, með gamla góða hálsslíminu. Ó, hvað ég hafði saknað þess. Gott ef ég er ekki að fá hita líka. Jolly good show, what! Á þessari önn er ég skráður í Breskar bókmenntir I, Breska menningarsögu, Enska hljóðfræði, almenn málvísindi og ritþjálfun. Það verður sumsé nóg að gera. Af þessu líst mér best á bókmenntirnar og menningarsöguna, þó svo að ég viti að það mun einnig krefjast vinnu og heilabrota en ég stóð mig þó best í menningarsögu og bókmenntum í vor og hafði mestan áhuga á því. Hvað hitt varðar verður maður víst að taka það súra með því sæta, þó ekki sé laust við að manni hrjósi nokkuð hugur við því. Auðvitað mun ég reyna að nálgast þetta með jákvæðu hugarfari og standa mig en þá gæti alveg þurft að læra eins og Ödipus.
Í bókmenntum erum við núna að lesa William Blake. Mörg mögnuð ljóð eftir hann. Það minnti mig líka á bráðfynda myndasögu úr Calvin and Hobbes. Ég fann hana hins vegar einungis í smáu formatti á netinu. Ég birti því textann hér fyrir neðan, til hægðarauka þeim sem eiga erfitt með að lesa svo smátt letur.

PANEL 1: Calvin (over the sleeping Hobbes): "'Tiger! Tiger! Burning bright,
In the forests of the night."

PANEL 2: Calvin: "Blake wrote that. Apparently the tiger was on fire. Maybe
his tail got struck by lightning or something."

PANEL 3: Calvin: "Flammable felines--what a weird subject for poetry." (Hobbes
stirs)

PANEL 4: Hobbes (awake but still reclining): "This is why I try to sleep through most of the day."

Eins er ég sérlega hrifinn af þessum fyrstu ljóðlínum „Augires of Innocence“ og fer vel á að bæta þeim við tilvitnanirnar hér til hægri;
To see a world in a grain of sand and heaven in a flower, hold infinity in the palm of your hand, and Eternity in an hour.

sunnudagur, september 04, 2005

Setningu helgarinnar heyrði ég í gær þegar ég brá mér í sund í Vesturbæjarlaug. Á miðju sundi á ystu sundbrautinni synti lítill pottormur undir mig. ég stöðva sundið og lít til móðurinnar, miðaldra konu og glotti með öðru munvikinu. Glott sem átti það þýða eitthvað á borð við ,Hoho, þetta er nú ungt og leikur sér” eða „strákar verða strákar“. Móðirinn segir þá við drenginn (feitletrun skotið inn af mér): „Hringur, þú mátt ekki gera þetta. Maðurinn þarf að synda.
Ahh, that felt good. :)

Náttúruhamfarir í New OrleansMaður veit varla hvað maður á að segja. Nú hafa mestu hörmungar af völdum náttúruhamfara í sögu Bandaríkjanna dunið yfir New Orleans.
Hér er magnað Viðtal við Ray Nagin, borgarstjóra New Orleans. þar sem fer ekkert í kring um hlutina heldur talar hann hreint út og lýsir því martraðarástandi, glundroða og örvæntingu sem ríkir í New Orleans og gagnrýnir harðlega aðgerðaleysi stjórnvalda í Washington.

föstudagur, september 02, 2005

Enn einn öflug grein frá meistara Avnery á heimasíðu Gush Shalom. Dear Settlers heitir hún. Eflaust ein öflugasta grein sem ég hef séð eftir hann í langan tíma. Í þessu opna bréfi ávarpar hann landtökumennina, Yesha-ráðið, fjölmiðla, Sharon forsætisráðherra, sáttasemjara og Prófessor Yeshayahu Leibowitz heitinn á eftirminnilegan hátt.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.