miðvikudagur, nóvember 15, 2006

The Rolling Stones - No Expectations (Rock & Roll Circus, 1968)



Ég hef legið mikið yfir Rolling Stones-myndböndum á youtube undanfarið, enda sveitin í sérlegu uppáhaldi hjá mér. Bendi ég þá sérstaklega á þetta myndband þar sem þeir flytja No Expectations í Rock and Roll Circus 1968. Þetta var í síðasta sinn sem Brian Jones lék með þeim á sviði og slide-gítarleikur hans er sérstaklega fallegur, samspil hans og Keith Richards strömmandi á kassagítarinn frábært, að öðrum ólöstuðum. Allir eru góðir.

Mér finnst í senn eitthvað tregafullt, fallegt, og kúl við Brian í þessu myndbandi. Kyrrlátur og hljóður og spilandi þessa unaðslegu tóna. Kannski er það vitneskjan um það sem koma skyldi, auk þess sem þetta fallega lag er auðvitað tregafullt í sjálfu sér. Brian var kominn í mikla neyslu á þessum tíma, það voru erfiðleikar í bandinu og í einkalífinu. Hann lést ári seinna. Þykir manni þá þeim mun vænna að sjá þá leika svona vel saman, að á síðustu tónleikunum sínum með The Rolling Stones fúnkeraði Brian enn sem hljóðfæraleikari, lék óaðfinnanlega og bandið allt lék vel saman.

“Brian was incredibly young when he died. I look at pictures of my wife and myself at Brian’s funeral and I just think, ‘Bloody hell’. We were so young.”
--Charlie Watts

R.I.P. Brian.

Ég held sérlega upp á eftirfarandi línu í laginu:

Our love was like the water
That splashes on a stone
Our love is like our music
Its here, and then its gone

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.