þriðjudagur, desember 30, 2008

Gamla árið að líða...

...og ekki úr vegi að benda á óskalista John Pilger fyrir 2009; The good news for 2009, a seasonal wishlist

Lag dagsins: Gamlárspartý með Baggalút


Uppfært 13:16

Og því ekki að láta The Gun með Lou Reed fljóta með líka?

Stöðvið blóðbaðið á Gaza - Yfirlýsing frá FÍP


Hér á eftir fer yfirlýsing samþykkt af stjórn Félagsins Ísland-Palestína sunnudaginn 28. desember. Yfirlýsingin var birt daginn eftir og send til fjölmiðla, stjórnmálaflokka og félagasamtaka.


Grimmdarlegt framferði Ísraelshers gagnvart varnarlausum íbúum herteknu svæðanna á Gaza hefur náð nýju hámarki í fjöldmorðum síðustu daga. Með loftárásum árásarþyrla, orrustu- og sprengjuflugvéla hafa nú þegar 300 manns verið myrtir og árásirnar halda áfram. Um sjö hundruð manns hafa særst og búast má við að tala fallinna og særðra eigi eftir að hækka eftir því sem tekst að grafa fólk upp úr rústum heimila sinna og annarra bygginga. Konur og börn hafa ekki verið undanþegin í þessum grimmilegu árásum. Skortur er á lífsnauðsynjum, lyfjum og lækningatækjum, rafmagni og vatni. Aðstæður þessar sem fara stöðugt versnandi vegna umsáturs Ísraelshers um Gazaströnd gera hjálparstarfi og heilbrigðisþjónustu erfitt fyrir.

Samkvæmt yfirlýsingum ísraelskra ráðamanna er þetta aðeins byrjunin á nokkurra vikna herferð sem hefur lengi verið í undirbúningi og því fráleitt að skella skuldinni á fórnarlambið eins og reynt hefur verið í öðrum yfirlýsingum Ísraelsstjórnar. Heimasmíðaðar Qassam-flaugar andspyrnuhópa sem skotið hefur verið frá Gaza og inn í Ísrael eru tylliástæða fyrir þeim miskunnarlausu fjöldamorðum sem heimurinn horfir nú uppá. Það hafa 1-2 manns fallið á ári fyrir heimasmíðuðu flaugunum sem geta sannarlega valdið hræðslu í þeim byggðum sem þær ná til en eru, í samanburði við ísraelsku vígvélina, lítið meira en máttvana viðbrögð við ofurefli.

Hlé hafði verið í nokkra mánuði á skotum Qassam-flauga þegar gripið var til þeirra aftur i kjölfar árása Ísraelshers á Gaza kosninganóttina sem úrslit urðu kunn í forsetakosningum Bandaríkjanna og augu heimsbyggðarinnar beindust að. Það var einum og hálfum mánuði áður en vopnahléð rann út. Ísraelsstjórn hafði hvorki virt hernaðarhluta vopnahléssins og enn síður þann hluta þess sem átti að vera að aflétta umsátrínu. Þessu vopnahléi var því sjálfhætt.

Það var kaldranalegt að heyra utanríkisráðherra Íslands í Ríkisútvarpinu leggja fórnarlömb stríðsins og árásaraðalann að jöfnu með því að tala um deiluaðila sem báðir beri ábyrgð. Þó hafði hún áður lýst árásum Ísrelshers á Gazasvæðið sem óverjanlegum. Nær hefði verið að lýsa eindreginni samúð og stuðningi við hrjáða íbúa Gazasvæðinsins en helmingur íbúa þess eru flóttafólk sem mátt hefur bíða lausnar á sínum vanda í 60 ár. Íslenskum stjórnvöldum ber að krefjast þess af Ísraelsstjórn að hún láti af árásarstefnu sinni og fjöldamorðum á Gazasvæðinu, ella verði samskiptum við Ísraelsríki slitið þar til stjórnvöld þar í landi sýni vilja í verki til að fara að alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna og hætti þegar í stað öllu árásum á palestínska íbúa herteknu svæðanna.

Við krefjumst þess að Ísraelstjórn stöðvi fjöldamorðin á Gaza þegar í stað

Við krefjumst þess að umsátrinu um Gaza verði nú þegar aflétt

Við krefjumst þess að hernámi Ísraels á palestínsku landi linni

Við krefjumst þess að réttur palestínsku þjóðarinnar til sjálfsákvörðunar verði virtur

Við krefjumst þess að réttur flóttafólks til að snúa heim aftur verði virtur í samræmi við alþjóðalög um mannréttindi og mannúð.

Við krefjumst þess að samskiptum við Ísraelsstjórn verði slitið þar til Ísrael lætur af árásarstefnu sinni.
- Stjórn Félagsins Ísland-Palestína

Lag dagsins er hið ágæta It's a Shame með Mugison, af plötunni Mugiboogie. Læt textann fylgja hér, sem Mugi tileinkar baráttu Amnesty International:


Shame..
- on us thinking freedom of speech means
you can act like bitch
- on hope, a dangerous word, cause it can
take you beyond your reach
- on the Israelis for building that
ridiculous wall
- on us the fortunate ones for feeling so small
- on sexual terror against women, no matter
the excuse stop the abuse
- being so numb on all that suffering - just
try to put yourself in their shoes

Don't let those suckers play that game
doing bad things in your name
they want to try
to kill ... and then cry

Don't let them drag you into shame
doing bad things in your name
cause they want to try
to kill ... and then cry

Shame..
- on Americans for not being responsible for
the things they do
on the fundamentalists for not admitting
they really don't have a clue
- on those who promote fear and insecurity
just to stay in power
- on those killing in the name of humanity -
man you're a coward
- on the economy that's driving this world -
for it's fueled by slaves
- on those making weapons not realizing -
they're really digging somebody's grave

Don't let those suckers play that game
doing bad things in your name
they wanna try
to kill ... and then cry

Don't let them drag you into shame
doing bad things in your name
cause they wanna try
to kill ... and then cry


Ef þið eigið ekki plötuna, þá mæli ég með henni. Hún er æðisleg.

Útifundur til að mótmæla blóðsúthellingum á Gaza á Lækjartorgi, þriðjudag 30. desember kl. 16



Kröfur dagsins eru:
Stöðvið fjöldamorð Ísraelshers á Gaza
Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael

Ræðumenn verða:
María S. Gunnarsdóttir, formaður Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna
Ögmundur Jónasson, alþingismaður
Sr. Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur



Fundarstjóri:
Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands



Fundurinn er undibúinn af Félaginu Ísland-Palestína með stuðningi fjölmargra félagasamtaka
Fjölmennum! Sendum áfram á fjölskyldu & vini!

Látum erindið berast á Facebook.

sunnudagur, desember 28, 2008

Letter from Gaza

er mögnuð smásaga í bréfsformi eftir palestínska skáldið Ghassan Kanafani sem ég las fyrir nokkrum árum í smásagnasafninu hans; Men in the Sun og snart mig djúpt. Hún skírskotar því miður jafn mikið til dagsins í dag og þess tíma þegar hún var rituð, 1956. Þið getið lesið hana hér.

Af stríðinu á Gaza

They are bringing out the dead now
It's been a strange, strange day

--Nick Cave, Messiah Ward

It's Alright Ma (I'm Only Bleeding)
-- Bob Dylan


"Óverjandi aðgerðir" segir Ingibjörg Sólrún í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneytinu um hernað Ísraelshers á Gaza.

Nú þykir mér fagnarefni í sjálfu sér að Ingibjörg Sólrún fordæmi árásirnar. Það geri ég líka. Ég verð þó að spyrja: Er von að Hamas "segi sig frá vopnahléi" þegar Ísraelar virða það ekki?
Þvílíkur hryllingur. Hátt í 300 manns manns drepnir og 700 særðir á Gaza á EINUM SÓLARHRING. Eftir því sem kyrkingarólin er hert á Gaza mun róttækum öflum aðeins vaxa ásmegin. Með þessu áframhaldi munu aðeins fleiri falla á Gaza og Sderot í nágrenni.
Þó verður að segjast eins og er að enn hefur einn fallið af völdum eldflaugar versus 200 á einum degi á Gaza. Hlutföllin eru ekki sambærileg hjá andspyrnunni og hernámsliðinu. Að því sögðu myndi ég ekki óska neinum slíks, hvorki því sem fólkið á Gaza þarf að þola né í Sderot og nágrenni. Við myndum ekki vilja búa við hættu af eldflaugum, að vera drepin eða að húsunum okkar væri rústað eða einhverra sem við þekktum. Það sama má segja um fólkið á Gaza. Við myndum ekki vilja búa innikróuð í herkví, svipt nauðsynjum á borð við fullt og óheft aðgengi að vatni, rafmagni og matvælum og sæta sífelldum loft-og landárásum af hendi hernámsliðsins.
Það þarf vopnahlé en það þarf líka einbeittan friðarvilja, alvöru umræður en ekki innihaldslaust hjal. Það þarf að afnema hernámið, Palestínumenn þurfa að fá landsvæði fyrir sjálfstætt og lífvænlegt Palestínuríki (landamærin '67 eru lágmark, engin hreyfing Palestínumanna gæti farið fram á minna, Hamas hafa lýst sig reiðubúna að fallast á þau), nú, eða að allt landið væri eitt ríki þar sem allir væru jafn réttháir, leggja þarf niður landtökubyggðir og það þarf að virða rétt palestínskra flóttamanna.

Hér er yfirlýsing frá ísraelsku friðarsamtökunum Gush Shalom:

Bloodshed and suffering on both sides of the border could have been avoided.

It is possible to return immediately to the ceasefire, make it stronger and firmer.

The war in Gaza, the bloodshed, killing, destruction and suffering on both sides of the border are the vicious folly of a bankrupt government. A government which let itself be dragged by adventurous officers and cheap nationalist demagoguery, dragged into a destructive and unnecessary war which will bring no solution to any problem – neither to the communities of southern Israel under the rain of missiles nor to the terrible poverty and suffering of besieged Gaza.

On the day after the war the same problems will remain; with the addition of many bereaved families, wounded people crippled for life, and piles of rubble and destruction.

The escalation towards war could and should have been avoided. It was the State of Israel which broke the truce, in the ‘ticking tunnel’ raid on the night of the US elections two months ago. Since then the army went on stoking the fires of escalation with calculated raids and killings, whenever the shooting of missiles on Israel decreased.

The cycle of bloodshed could and should be broken. The ceasefire can be restored immediately, and on firmer foundations. It is the right of Israel to demand a complete end to shooting on its territory and citizens – but it must stop all attacks from its side, end completely the siege and starvation of Gaza’s million and half inhabitants, and stop interfering with the Palestinians’ right to choose their own leaders.

Ehud Barak’s declaration that he is stopping the elections campaign in order to concentrate on the Gaza offensive is a joke. The war in Gaza is itself Barak’s elections campaign, a cynical attempt to buy votes with the blood and suffering in Netivot and Sderot, Gaza and Beit Hanun. Also so-called peace seekers such as Amos Oz s who give this offensive their support and encouragement could not afterwards shrug off responsibility.


Palestínskar mannréttindahreyfingar fordæma einnig árásirnar

Uri Avnery, friðaraktívisti og meðstofnandi Gush Shalom skrifar stórgóða grein um frambjóðendurna í kosningunum til ísraelska þingsins, Knesset, hvað sameinar þá og hvað skilur að; Spot the Difference.

Lag dagsins: Messiah Ward með Nick Cave and The Bad Seeds af plötunni Abbatoir Blues, fyrri plötu tvíleiksins Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus.

Ljóðskáldið Adrian Mitchell lést nýlega og ég held að ég mnui rétt að við höfum lesið eitthvað eftir hann í ensku, að hann hafi verið eitt af mörgum beat-skáldum sem við lásum. Ég fann upplestur hans á hinu magnaða ljóði sínu "To whom it may concern" á netinu, fannst það í senn kunnuglegt og sýnist það eiga jafn vel við í dag og þá, í raun tel ég að það mætti eins skipta orðinu "Vietnam" út fyrir hvaða svæði sem er þar sem stríðsátök eiga sér stað:

Svipmynd úr Þorláksmessusöfnun

Klukkan er e-ð milli 17 og 18:00 á Þorláksmessu, ég er í neyðarsöfnun fyrir Palestínu ásamt 2 félögum. Kona nokkur kemur að og lítur yfir varninginn.

Kona (fýlulega): Hvað eruð þið að gera?
Við: Við erum safna til styrktar hjálparstarfi í Palestínu, og erum með margvíslegan varning í boði ( tökum fram einn kassann), þessi sápa hérna hefur t.a.m. verið að seljast mest hjá okkur, framleidd í flóttamannabúðum í Nablus á Vesturbakkanum, lyktar mjög vel og góð fyrir húðina...
Konan bíður þess ekki að við klárum setninguna heldur gengur burt án þess að kveðja og skilur okkur eftir hálf hvumsa.
Ég: Það var aldeilis að þessi strunsaði burt.
Hin jánka.
Þögn.

Ég: Hún var áreiðanlega zíonisti.


Blessunarlega skilst mér að það hafni safnast ágætlega þetta kvöld. Ekki veitir nú af.

föstudagur, desember 26, 2008

"But aren't we forgetting the true meaning of Christmas? The Birth og Santa?" -- Bart Simpson

Ég fór að spá í það hversu auðveldara er fyrir börn að trúa á jólasveininn en Jesú. Fyrir það fyrsta hafa þau SÉÐ jólasveininn/sveinana. Það hjálpar svona pínulítið með trúverðugleikan. Í öðru lagi eru það kostirnir og gallarnir. Jesú vill að maður sé góður og trúi á hann, og mér sýnist sveinki vilja það líka. Jesús lofar þeim himnasælu sem taka á móti fagnaðarerindunu og haga sér vel, en vantrúum og syndurum verður kastað í brennandi loga helvítis hvaðan óma grátur og gnístan tanna. Jesú var aldrei sérlega materealískur nema síður væri. Jólaveininn hins vegar móti sælgæti og leikföngum, þó ekki geti hann toppað Jesú með himavistina. Aftur á móti er versta refsing jólasveinsins (allav. Santa Claus) að gefa ekki gjöf.
Staðan er því sú að ef barnið trúir á Jesú getur það mögulega grætt meira en frá jólasveininum. Kúrfan rís þar hærra hjá Sússa. Geri það það hins vegar ekki er það í djúpum skít, eða réttara sagt logum. Kúrfan myndi þá vísa niður. Á hinn bóginn þá versnar staða barnsins ekki við að fá ekki gjafir. Það heldur s.s. þvert á móti bara áfram á sömu beinu línunni á kúrfunni; óbreytt ástand, hefur hvorki meira né minna í höndunum en það hafði fyrir. Myndi ég því telja að það væri heilladrýgra að trúa á Sveinka. Maður hefur engu að tapa, en mögulega eitthvað að vinna.
Á hinn bóginn hafa íslensku jólaveinarnir auðvitað barnaát á ferilsskránni, þó þeir séu mögulega óvirkar barnaætur núna. Það er samt aldrei að vita nema að þeim taki að hungra til muna í kreppunni.

Þá nýfæddur Sveinki í jötunni lá
á jólunum fyrstu, það var dýrlegt að sjá
þá sveimuðu hreindýr á himninum hans
því hann var hér fæddur í líkingu manns

Harold Pinter

Leiðinlegt þykir mér að lesa í fréttum að Harold Pinter sé látinn, á sjálfan aðfangadag, þó hann hafi vissulega náð háum aldri. Ég hef hvorki lesið né séð verk hans ennþá en Nóbelsræða hans, Art, Truth & Politics er mögnuð og að mínu mati skyldulesning.
Fari hann í friði.

fimmtudagur, desember 25, 2008

Gleðileg jól! :)

Mr. Garrison er alveg með þetta á hreinu

Í jólatiltektinni og svo sem bara yfirleitt er maður endalaust að reyna að finna rúm fyrir allt draslið sitt (ah, lúxusvandamál, hvar værum við án þeirra?). Þannig er mín reynsla alla vega. Hvað þá þegar nýtt bætist við. Ég samsama mig því mjög með þessu uppistandi meistara George Carlin:


og örfá orð um jólin:


Ég gæti svo eflaust skrifað langa ritgerð um hvers vegna George Carlin rokkar og hvers vegna Fox sýgur apa (allav.sem "fréttastöð, Simpsons var nú líka á Fox (og Fox var þá iðulega skotspónn húmorsins í Simpsons) en maður veit varla hvar maður ætti að byrja. Ætli sé ekki bara best að leyfa dæmunum að tala sínu máli.

Og megi fulltrúum NBC svelgjast á jólaölinu fyrir að láta taka Gumby Christmas Special með Eddie Murphy niður af youtube. Hnuss.

mánudagur, desember 22, 2008

Óskalisti og hjálparstarf

Uppfærði óskalistann minn frá því í fyrra og uppfæri áfram þegar mér dettur e-ð sniðugt í hug, þúst ef einhvern langar e-n tíma að gefa mér e-ð út af því hvað ég er ýktzó ógisslega frábó.

...

Ég minni á Þorláksmessusölu Íslands-Palestínu, sem verður á horni Laugarvegs og Klapparstígs. Þar verður til sölu ýmis varningur frá og tengdur Palestínu, svo sem ólífuolíusápa frá Nablus, keffiyeh klútar, hljómdiskurinn Frjáls Palestína o.fl. Ágóði rennur til hjálparstarfs á herteknu svæðunum. Síðustu ár hefur virkilega góð stemmning myndast kringum söluna og mikið fé safnast. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf og núna og það munar um allt.

Það myndi gleðja mig lang mest ef þið styðjið e-ð hjálparstarf, finnið ykkur e-ð gott málefni. Af nógu er að taka. Rauði krossinn, Amnesty, gefa blóð (það bráðvantar núna) o.s.fr.v. eða eins og segir í einkunarorðum Amnesty: Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.

...

Hér er lag í anda hátíðanna: Christmas Carol með Tom Lehrer.
Seinna lag dagsins er Old Shoes (& Picture Postcards) með Tom Waits, af fyrstu plötunni hans, Closing Time.

laugardagur, desember 20, 2008

Gott stöff

Það er til margt leiðinlegra en að lesa Stardust eftir Neil Gaiman og vera með góða tónlist á fóninum, en sem stendur er það Mother með Pink Floyd af plötunni The Wall, mögnuð tónleikaupptaka frá 1980:



Ég minni aðdáendur góðrar tónlistar og stuðs á að Andrea Jónsdóttir plötusnúðast á Ellefunni í kvöld.

fimmtudagur, desember 18, 2008

Mutha Uckers

... með Flight of the Conchords er lag dagsins að þessu sinni:

miðvikudagur, desember 17, 2008

Piparsveinasamloka Einars

Hráefni:

Ostur
Kjötálegg
Eðalsteik- og grillkrydd
4 brauðsneiðar
smjör
8 tómatsneiðar

1.Smyrjið tvær brauðsneiðar
2.Fattið að kjötáleggið er búið
3.Smyrjið 6 oststeiðum á hvora smurðu sneiðina fyrir sig
4.Fattið að tómaturinn er orðinn skemmdur
5. Hendið tómatnum
6.Fattið að grillkryddið er líka búið
7.Takið kryddið næst ykkur, kryddið vel sneiðarnar með því og vonið það besta. Reynist vera töfrakrydd, ég var heppinn.
8.Skellið vænum slurki af ítalskri hvítlauksblöndu út á
9. Brennið blöðruna á vinstri hendi ykkar á helvítis kryddinu
10. Öskrið af sársauka
11.Þvoið ykkur vandlega um hendurnar og þurkið
12.Setjið hinar brauðsneiðarnar ofan á þær smurðu, skellið í samlokugrill og grillið uns osturinn er vel bráðnaður
13. Brennið við brauðið því þið voruð að blogga um þetta og höfðuð grillið á of miklum hita
14. Takið úr grillinu, slökkvið á grillinu, látið á disk og borðið þetta bara samt, utan að fleygja kolviðbrenndri skorpunni.

Verði ykkur að góðu.

Ég sé ekki eftir neinu, geri hlutina á minn hátt og kaupi mér fokking bimma

Það vakti stækan viðbjóð hjá mér um daginn að heyra Non, Je Ne Regrette Rien ("Nei, ég sé ekki eftir neinu") með Edith Piaf notað í auglýsingu, fyrir bíla, minnir mig. Það er einmitt vegna þess hversu mikið ég held upp á lagið og söngkonuna, þetta lag sem endurspeglaði svo uppgjör söngvarans við líf sitt og var svo lýsandi og "súmmeríserandi", á svipaðan hátt og My Way var fyrir Frank Sinatra.
Djíses kræst, er ekkert heilagt lengur eða hvað? Var ekki nóg að hafa Rass og Megas í auglýsingu? Ef ég gæti sett boðorð þá yrði þetta eitt þeirra: "Þér skuluð ekki leggja tónlistarperlur við hégóma." og að veiðileyfi yrði sett á þá sem framkvæmdu slíka svívirðu. Látum vera með Megas og Rass sem sjálfir gældu við gullkálfinn, en þetta finnst mér vera argasta móðgun við minningu söngkonunnar og finnst mér að auglýsendurnir mættu skammast sín, draga auglýsinguna til baka og biðjast opinberlega afsökunar. Fyrir mér er þetta ekki svo mikið spurning um lög heldur siðferði og drengskap, hvort fólk hefur snefil af manndómi í sér.

Uppfært 18. desember kl. 21:15
Í gær sá ég svo Garúnar-Garúnar-senuna úr Djáknanum á Myrká notaða í auglýsingu, sem ég gat ekki séð að tengdist sögunni vitundar ögn.
Nú bíð ég þess bara að heyra "Móðir mín í kví kví" í bleyjuauglýsingu.

mánudagur, desember 15, 2008

Allir vildu Lilju kveðið hafa

Verst að hann hitti ekki.

...

Ég held líka að allir hefðu viljað kveða þessa Lilju, en hún er jafnframt lag dagsins:

sunnudagur, desember 14, 2008

Viðbjóður og eðalstöff

Landspítalafæðið fær mig til að hugsa til þessa atriðis úr Fóstbræðrum:



Lög dagsins: Big River með Johhny Cash:


og Road To Nowhere með Talking Heads:



Engin verðlaun eru veitt fyrir að giska á hvað mér þykir viðbjóður og hvað eðalstöff.

laugardagur, desember 13, 2008

"Það koma vonandi jól"

Nýja aðventulagið með Baggalúti er frábært. Þessir drengir eru snillingar.

Það sama má segja um aðventulagið þeirra frá 2006, en það hefur verið í mikilli spilun hjá mér; Sagan af Jesúsi:

föstudagur, desember 12, 2008

Heillaóskir

Ég óska Herdísi Egilsdóttur innilega til hamingju með Menningarverðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún var umsjónarkennarinn minn í Ísaksskóla, hún er einhver besti kennari sem ég hef átt og yndisleg manneskja að auki.
Sömuleiðis óska ég Andreu Jónsdóttur innilega til hamingju með Bjarkarlaufið. Andrea, þú ert æði. :)

Loks óska ég Evu norn til hamingju með frækilega frammistöðu í særingum og útburði, formælingar Gunnars í Krossinum og fyrir að vera almennt sá töffari sem hún er.
Meistarinn og Margaríta er annars æðisleg bók sem allir ættu að lesa.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Somebody up there likes me.




Já, sæll! Nú erum við að tala saman!
Jútjúb, ég elska þig.

miðvikudagur, desember 10, 2008

The party goes on

Magnað hvað þetta Fóstbræðramyndband getur verið táknrænt fyrir efnahagsundrið:

Og talandi það, þá mæli ég með nýju bókinni hans Hugleiks Dagssonar; Eineigði kötturinn Kisi og ástandið.

þriðjudagur, desember 09, 2008

Enter Santa...

Sum jólalög finnst mér býsna óhugnarleg. Santa Claus is Coming to Town er meðal þeirra. Skelli textanum hér:


You better watch out
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
He's making a list
And checking it twice;
Gonna find out Who's naughty and nice
Santa Claus is coming to town
He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake
He knows if you've been bad or good
So be good for goodness sake!
O! You better watch out!
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
Santa Claus is coming to town


Strax frá upphafi er textinn krípí: "You better watch out
You better not cry..."
"He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake..."
"...be good for goodness sake"!
Or else...
Ímyndið ykkur svo mjóróma telpurödd syngja þetta hægta capella (ef hryllingsmyndir hafa kennt mér eitthvað, þá er það hversu litlir krakkar og gamalt fólk geta verið krípí).

Mér finnst hér komið tilvalið efni fyrir Stephen King. Er þetta ekki farið minna óþægilega mikið á þessa tvo kumpána?





Og ef þetta snýst um að maður verði að vera góður eða að maður fái á baukinn, þá er þetta farið að minna á Drottinn allsherjar (eða ætti ég að segja allsHELJAR?) þegar hann er í mesta blóðþorstaskapinu og lætur rigna eldi brennisteini og halakörtum.
Eins og Samuel L. Jackson minnir okkur á:


Að maður minnist ekki á tilhugsunina um að hleypa gömlu skrautkprýddu hálftrölli (sem á minnst tólf sams konar systkini) með barnaát á sakarskrá og á framfæri virkar barnaætu og forynju (sbr. færslu mína Jólasveinar: Barnagælur og -fælur frá 2005), sem býður börnum að tylla sér á kné sitt og býður þeim leikföng og nammi nálægt börnunum sínum.
Hvað þá þegar viðkomandi er sagður bera nafn sem lýsi persónu hans vel og nafnið getur m.a. verið Giljagaur, Gluggagægir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Faldafeykir og Flórsleikir.

Ég verð hreinlega að spyrja: Er ég of dómharður? Eru jólasveinarnir kannski búnir að gjalda skuld sína við samfélagið? Mynduð þið t.d. hleypa börnunum ykkar nálægt þess konar gaur?




Err, never mind I asked. You freaky old bastards, you.

Lög dagsins:
Enter Sandman með Metallica

Dream Warriors með Dokken


og Tupelo með Nick Cave & The Bad Seeds

mánudagur, desember 08, 2008

Þá er ég á leið aftur í Læjartún að passa. Arnar er erlendis og hafði tölvuna meðferðis. Ég er að spá að taka mér Davíð Oddsson til fyrirmyndar og gefa út smásagnasafnið "Nokkrir góðir dagar án internetsins".

Lög dagsins: Scarborough Fair og Sounds of Silence með Simon and Garfunkel.

sunnudagur, desember 07, 2008

Hetjan mín

Ástkær amma mín, tónskáldið Jórunn Viðar, er níræð í dag. Í gær fór ég ásamt familíunni á forsýningu heimildamyndar um hana “Orðið tónlist” eftir Ara Alexander Ergis í Listasafninu. Yndisleg mynd, rétt eins og amma sjálf, sem snart mig djúpt. Myndin verður sýnd í sjónvarpinu núna í desember. Eftir það var teiti á Hólatorgi þar sem amma hélt algjörlega uppi fjörinu, lék á píanóið og við sungum og dönsuðum. Dásamlegt kvöld. Amma er alveg ótrúleg kona. :)
Í dag fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem heiðraði ömmu með flutningi á balletverki hennar, Eldi og flutti auk þess fyrstu sinfóníu Mahlers. Ég þakka aðstandendum fyrir frábæra tónleika.
Ég er alsæll og er satt að segja að rifna úr stolti. Ég óska þér enn og aftur til hamingju með afmælið, elsku besta amma mín. Mä du leva i hundrada är¨! :)

...

Amma deilir afmælisdegi með öðrum tónlistarmanni sem er í miklum metum hjá mér; Tom Waits. Skelli hér myndbandi þar sem hann tekur Cold Cold Ground af eðalplötunni Franks Wild Years á tónleikum:

...

Sjálfur Herra Rokk Íslands, Rúnar Júlíusson er látinn, og þykir mér missir af. Hann var í miklum metum hjá mér, ljómandi tónlistarmaður, drengur góður, sterkur persónuleiki og töffari með meiru.

Bill Maher þýðir rapp fyrir hvíta:


Smut með Tom Lehrer
.

og Who's Next

miðvikudagur, desember 03, 2008

Lag dagsins: Fool For Love með Sandy Rogers, sem hljómaði í kvikmyndinni Reservoir Dogs (uppáhalds Tarantino-mynd Andaktungsins, en ég eignaðist einmitt sándtrakkið um daginn).

Kl. 3 tek ég rútuna til Selfoss og fer þaðan í Lækjartún að passa frændsystkini mín. Gisti að öllum líkindum, býst við að vera kominn í bæinn seinni partinn á morgun.

Er sem stendur að lesa Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegut. Hún er góð.

þriðjudagur, desember 02, 2008

Hugleiðing um tungumál og kreppu

Gleðilegan nýliðinn fullveldisdag. Vonandi að það megi lifa áfram en verði ekki skellt á E-bay, sem mér virðist eiginlega vera stefnan núna.

Eitt þykir mér jákvætt við kreppuna, og það er hvernig áður sjaldheyrð orð verða nú algengari í daglegu tali. Orð á borð við "auðvald", "öreigar", borgarastétt", "arðrán", "stéttaskipting/barátta", "bylting", "kapítal", "proletariat" os.frv.
Í gær sat ég í Háskólatorgi og heyrði mann á næsta borði mæla þessi fleygu orð "Lýðræðið lýtur fána auðvaldsins".
Það þótti mér fallegt.

Ég fékk annars ærlegan kreppufíling í gær þar sem ég beið dúðaður í biðröð eftir að vera skömmtuð súpa (reyndar inni á Háskólatorgi, en hey!).

mánudagur, desember 01, 2008

Lag dagsins: You'll Never Walk Alone með Frank Sinatra.

laugardagur, nóvember 29, 2008

"Gerir ekkert til"

Um daginn heyrði ég e-k auglýsingu eða boost í útvarpinu sem hófst með Þorraþrælunum: "Nú er frost á fróni" o.s.frv., en síðan kom glaðhlakkalegt tilsvarið: "Það gerir ekkert til".
Eh, já. Einmitt. Segið það við fólkið sem þurfti að þreyja þorrann 1866, en Þorraþrællinn var saminn um hann og það harða tíðarfar sem ríkti þann vetur.

Tekið af vef Veðurstofunnar:

Sé tekið mark á fremur óvissum mælingum í Reykjavík er 1866 einnig hið kaldasta sem vitað er um á Akureyri.*

..

1865 til 1866 byrjaði ekki illa, meðalhiti í desember var nærri 2°C yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en mikil umskipti urðu þann 30. þegar gerði norðanátt með miklu frosti. Harðindin stóðu síðan linnulítið rétt fram yfir páska (sem voru 1. apríl). Veruleg kuldaköst gerði um vorið og framan af sumri en eftir fyrstu viku júlímánaðar þótti tíðarfar skárra.

Ekki beinlínis eins og einangrun húsa hafi verið e-ð til að hrópa húrra fyrir á þessum tíma eða að fólk hefði bara getað yppt öxlum, skrúfað upp í ofninum og skellt sér í saunu.

Annars merkilegt hvað lagið við Þorraþrælinn er kátt og hresst, miðað við frosthörkurnar og eymdina sem ljóðið lýsir. Nema að þetta sé e-k Schadenfreude eða masókismi?


*Hér er venjulegt letur í stað hornklofa, þar sem ég kann ekki að gera hornklofa á þessu lyklaborði. :P

fimmtudagur, nóvember 27, 2008

Lag dagsins: Black Peter með Grateful Dead.

Uppfært 16:23

Lag dagsins II: My Hero með Foo Figthers

sunnudagur, nóvember 23, 2008

Hausttónleikar Háskólakórsins

Á morgun, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. nóvember heldur Háskólakórinn hausttónlleika. Að þessu sinni flytjum við Messías eftir Friedrich Händel. Hljómsvetina skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran.

Miðaverð er 1500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum eða í gegnum kor@hi.is en 2000 krónur við dyrnar.

Þess má til gamans geta að í lok fréttatíma RÚV í kvöld var sjónvarpað frá æfingunni okkar í dag, þar sem við sungum Hallelujah.

...

Ég fór á tvenna frábæra tónleika um daginn, hjá Ungfóníu sem flutti fyrsta píanókonsert Brahms og Sinfóníu frá Nýja heiminum eftir Dvořák. Síðasta kaflann úr seinna verkinu þekkti ég af góðu úr kvikmyndinni Underground eftir Emir Kusturica. Píanóleikarinn þþótti mér líka sérlega góður.
Í gær fór ég svo á tónleika Vox Academica ásamt hljómsveit Jóns Leifs Camerata, sem fluttu Carmina Burana eftir Orff.
Einsöngvarar voru Þóra Einarsdóttir, Sópran Þorgeir J. Andrésson, Tenór og Alex Ashworth, Baritónn. Hákon "tumi" Leifsson stjórnaði. Að öðrum ólöstuðum var ég sérstaklega hrifinn af raddsviðinu hjá Þóru í Dulcissime og hjá Þorgeiri í Söng svansins á teininum.
Ég þekkti satt að segja bara fyrsta kaflann, O Fortuna en hef alltaf hrifist af honum. Þegar ég heyrði núna allt verkið flutt var ég yir mig hrifinn, af tónlistinni, flutningnum og kveðskapnum. Stórfenglegt verk og afbragðs flutningur. Fjallar um fallvaltleika og hverfulleik lífsins, breiskleika mannanna og lífsins lystisemdir. Mér fannst verkið sérlega viðeigandi í ástandinu og kærkomið. Ég þakka kærlega fyrir mig. :)

...

Ég fagna endurkomu Bastarðsins.

...

Á sunnudagskvöldi er ljúft að fá sér vænan tebolla, lesa góða bók og hlusta á Requiem eftir Mozart.

laugardagur, nóvember 22, 2008

Conviction (IV)

I like to get off with people,
I like to lie in their arms
I like to be held and lightly kissed,
Safe from all alarms.

I like to laugh and be happy
With a beautiful kiss,
I tell you, in all the world
There is no bliss like this.


-- Stevie Smith

fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Andaktungurinn gerði góð kaup um daginn þegar hann keypti sér fyrstu seríuna af Flight of The Conchords, en það eru einir uppáhalds þættirnir hans. Andaktungurinn hlakkar til næstu seríu og líst vel á þetta nýja lag, Ex Girlfriends, sem þeir taka hér á tónleikum:


Andaktungurinn vil fá Flight of the Conchords til Íslands.

Lag dagsins II: Mr. Brown með Bob Marley & The Wailers.

fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Tvö ljóð eftir Charles Bukowski

The Laughing Heart

your life is your life
don't let it be clubbed into dank submission.
be on the watch.
there are ways out.
there is a light somewhere.
it may not be much light but
it beats the darkness.
be on the watch.
the gods will offer you chances.
know them.
take them.
you can't beat death but
you can beat death in life, sometimes.
and the more often you learn to do it,
the more light there will be.
your life is your life.
know it while you have it.
you are marvelous
the gods wait to delight
in you.


...


Roll The Dice

If you're going to try, go all the
way.
otherwise, don't even start.

if you're going to try, go all the
way.
this could mean losing girlfriends,
wives, relatives, jobs and
maybe your mind.

go all the way.
it could mean not eating for 3 or 4 days.
it could mean freezing on a
park bench.
it could mean jail,
it could mean derision,
mockery,
isolation.
isolation is the gift,
all the others are a test of your
endurance, of
how much you really want to
do it.
and you'll do it
despite rejection and the worst odds
and it will be better than
anything else
you can imagine.

if you're going to try,
go all the way.
there is no other feeling like
that.
you will be alone with the gods
and the nights will flame with
fire.

do it, do it, do it.

all the way
all the way.

you will ride life straight to
perfect laughter, its
the only good fight
there is.


Hér flytja Tom Waits og Bono hvor sitt ljóðið:

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Vopnahlésdagur og kór

Á meðan ég mundi eftir afmælisdegi Vonnegut (nokkuð helgur dagur fyrir mér) þá var það ekki fyrr en daginn eftir að ég las að nú væru liðin 90 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar, 11. 11. 1918, kl. 11. Vonnegut fæddist sumsé á sama degi sex árum síðar. Þetta var skelfilegasti hildarleikur sem menn höfðu upplifað fram að því, sbr. orð Gunnars Gunnarsonar skálds síðar um hann:
"...þessi styrjöld á næstu grösum bylti um koll vaknandi trausti mínu til framtíðar og forsjónar, sneri með hrottagalsa ærðra undirdjúpa dýrðaróði lífsins í djöflasæringu ...Sál mín varð sem sviðið land, saurgað fúlum valköstum, hver urinn akur minnti mig á skotplægða mold, mengaða nýsundurtættum mannahræjum. Mér blæddi inn."

Menn óskuðu þess að þetta væri síðasti viðlíka hildarleikurinn en bæði Gunnar og Vonnegut lifðu aðra styrjöld, Vonnegut lifði það að vera hermaður í henni, vera tekinn til fanga í Dresden og vera þar þegar Dresden var jöfnuð við jörðu, en um það skrifaði hann frægustu bókina sína, meistaraverkið Slaughterhouse Five. Amma mín fæddist á lokaári heimsstyrjaldarinnar og slapp heim til Íslands ekki löngu áður en seinna stríð skall á, en hún var í tónlistarnámi úti í Berlín. Hún varð einu sinni nánast of sein í próf þar sem gatan sem hún ætlaði að fara yfir var lokuð vegna skrúðgöngu þar sem í voru Hitler og Mussolini. Þar sá hún þá báða.

Þegar Vonnegut fæddist minntust Bandaríkjamenn loka fyrri heimsstyrjaldarinnar sem Armistice Day. Á sjálfum deginum 1918 var svörtum fánum flaggað í Reykjavík, þegar þjóðfánar blöktu í flestum öðrum löndum, þar sem spænska veikin geisaði á Íslandi.
Seinna var Armistice Day breytt í Veteran's Day, og var Vonnegut ekki par hrifinn af því, sem von var. Á meðan fyrri dagurinn minnti fólk á hrylling stríðsins var hægt að nota þann seinni til að ala á frekari hermennsku. Vonnegut segir um þetta í lok formálans að Breakfast of Champions:

"...I will come to a time in my backwards trip when November eleventh, accidentally my birthday, was a sacred day called Armistice Day. When I was a boy, and when Dwayne Hoover was a boy, all the people of all the nations which had fought in the First World War were silent during the eleventh minute of the eleventh hour of Armistice Day, which was the eleventh day of the eleventh month.
It was during that minute in nineteen hundred and eighteen, that millions upon millions of human beings stopped butchering one another. I have talked to old men who were on the battlefields during that minute. They have told me in one way or another that the sudden silence was the Voice of God. So we still have among us some men who can remember when God spoke clearly to mankind.

...

Armistice Day has become Veterans' Day. Armistice Day was sacred. Veterans' Day is not.
So I will throw Veterans' Day over my shoulder. Armistice Day I will keep. I don't want to throw away any sacred things.
What else is sacred? Oh, Romeo and Juliet, for instance. And all music is."


...

Þann 24. og 25. þessa mánuðar heldur Háskólakórinn tónleika í Neskirkju, þar sem við flytjum Messías eftir Händel. Hljómsveitina munu skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran. Miðaverð er 1500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum eða í gegnum kor@hi.is en 2000 krónur við dyrnar.
Meðal annars sem við flytjum er lag Gunnsteins Ólafssonar, stjórnandans okkar við ljóð Steins Steinarrs, Landsýn 26.5.1954. Ég er í senn hrifinn af ljóðinu og laginu og birti það fyrra hér (þið verðið að koma á tónleikana til að heyra lagið, hehe):

Landsýn
26.5.1954


Ísland, minn draumur, mín þjáning, mín þrá,
mitt þróttleysi og viðnám í senn.
Þessi vængjaða auðn með sín víðerni blá,
hún vakir og lifir þó enn.

Sjá, hér er minn staður, mitt líf og mitt lán,
og ég lýt þér, mín ætt og mín þjóð.
Ó, þú skrínlagða heimska og skrautklædda smán,
mín skömm og mín tár og mitt blóð.

-- Steinn Steinarr

þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Allt í nafni frjálshyggju og frelsis*

Er von að ég spyrji mig hvað bókafélaginu Uglu gengur til þegar það gefur út í sömu seríu bækurnar “Íslamistar og naívistar, “Ranghugmynd Richards Dawkins” og “Dýrmætast er frelsið”. Þessum bókum virðist síður vera ætlað að opna upplýsta málefnalega umræðu heldur en að ala á afturhaldi, paranoju og kreddum. E-r stokkfreðinn afturhaldspoki skrifar e-a dellubók, svo hann er þýddur og honum hampað þarna eins og hann væri Múhameð spámaður. Þetta kemur manni þó kannski minna á óvart þegar maður spáir í því að sama útgáfa gefur út Þjóðmál. Það er ekki laust við að mér fljúgi í hug orð Georgs Bjarnfreðarsonar í Næturvaktinni í garð Hannesar Hólmsteins: “Forheimska alþýðunnar er ykkar styrkur!”
En svona í alvöru talað: “Vuut the fugg?”

Ég keypti mér um daginn bókina “Löstur er ekki glæpur” eftir Lysander Spooner. Gefið út af Andríki. Sýnist bókin forvitnileg. Spooner færir rök fyrir því að á meðan lestir manns skaða ekki náungann, og á meðan sá fyrrnefndi sé sjálfráða, þá ætti ekki löggjafinn ekki að refsa fyrir slíka lesti eins og glæpur væri.
Nú segir hins vegar í lokaorðum formála útgefanda (leturbreytingar mínar): “Flest mannleg hegðun er með einum eða öðrum hætti úthrópuð sem löstur um þessar mundir. Allt frá sælgætisáti til klámfíknar og tóbaksnautnar. Heilsupostular, umhverfissinnar, femínistar og aðrir umvöndunarmenn eiga mestan þátt í þessu. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja annað en að slíka menn skorti umburðarlyndi gagnvart hegðun annara. Þeir mega tala sig hása gegn hvaða hegðun sem er. Það er þeirra réttur. Vandinn liggur í því að menn freistast til að leiða þennan skort á umburðarlyndi í lög. Gegn því hefur sjaldan verið mikilvægara að sporna".

Það var og. Ú á vondu femínistana sem vilja ekki leyfa okkur að rúnka okkur í friði yfir klámi því þeir hafa áhyggjur af því að konur séu lítillækkaðar og undirokaðar. Ú á umhverfishippa og trjáfaðmara. Ú á helvítis fasistana sem vilja fá að vera í friði fyrir tóbaksreik.

*Smá Bubbavísun

Lag dagsins: Boom Boom úr Flight of the Conchords:


Einn eftirlætis rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut, (höfundur Slaughterhouse Five, Cat's Cradle, Sirens of Titan, Breakfast of Champions, Mother Night o.fl.) hefði orðið 86 ára í dag, hefði hann lifað. Það er mikill missir af honum en gott að eiga verk hans að, bæði í ræðu og riti. Ég mun ævinlega finna til væntumþykju og þakklætis í garð Kurt Vonnegut og leyfi honum að eiga lokaorðin:

"If you want to take my guns away from me, and you’re all for murdering fetuses, and love it when homosexuals marry each other, and want to give them kitchen appliances at their showers, and you’re for the poor, you’re a liberal. If you are against those perversions and for the rich, you’re a conservative. What could be simpler?"

Vonnegut endaði síðustu bókina sína sem var gefinn út meðan hann lifði; A Man Without a Country, með ljóðinu Requiem:

Requiem

When the last living thing
has died on account of us,
how poetical it would be
if Earth could say,
in a voice floating up
perhaps
from the floor
of the Grand Canyon,
“It is done.”
People did not like it here.


"Hello, babies. Welcome to Earth. It's hot in the summer and cold in the winter. It's round and wet and crowded. At the outside, babies, you've got about a hundred years here. There's only one rule that I know of, babies—God damn it, you've got to be kind." -- Elliot Rosewater í God Bless You, Mr. Rosewater

mánudagur, nóvember 10, 2008

Lag dagsins: The Beautiful People með Marilyn Manson

föstudagur, nóvember 07, 2008

Rahm Israel Emmanuel

Fyrst nafni minn spurði mig um viðhorf mín til Rahm Israel Emmanuel, tilvonandi starfsmannastjóra í Obama-stjórninni (ég hef tekið eftir því hversu sjaldan millinafnið hans er notað í fréttum, I wonder why) þá hef ég allav. lesið að hann hafi stutt Íraksstríðið og hann er dyggur stuðningsmaður AIPAC. Í samræmi við það virðist hann líka gjarn á að skella skuldinni á Palestínumenn eða leiðtoga þeirra, fremur en hernámsliðið. Krafan um að Palestínumenn láti af hryðjuverkum er fáránleg á meðan engin sambærileg krafa er gerð til hernámsveldisins Ísraels, að þeir láti að ríkishryðjum í garð Palestínumanna. Hann var sjálfboðaliði í IDF í Persaflóastríðinu og var viðriðinn fjármálaskandal (tekið af Wikipedia):
Emanuel held a seat on the quasi-governmental Freddie Mac board, which paid him $231,655 in director’s fees in 2001 and $31,060 in 2000. During the time Emanuel spent on the board, Freddie Mac was plagued with scandal involving campaign contributions and accounting irregularities.[32]
A 2006 Chicago Tribune article raised speculation regarding a possible connection between Emanuel's Congressional election success and convicted former Chicago water department boss Don Tomczak.[32]
USA Today reported in late January 2007 that Emanuel failed to disclose that he was an officer of a family charity, a violation of law requiring members of Congress to report non-profit leadership roles. The charity does not ask for outside donations and is funded by Emanuel and his family.[33]


Þetta er svona það helsta sem ég er gagnrýninn á hann fyrir, miðað við það sem ég hef lesið. Fyrir framboð hafði Obama oft lýst yfir samúð með málstað Palestínumanna en fór að hljóma mun AIPAC-sinnaðri þegar leið á kosningabaráttuna. Ég vonaði að þetta væri týpískur pólitískur sleikjuskapur, enda er það pólitískt sjálfsmorð að gagnrýna Ísrael í Bandaríkjunum, en nú er ég ekki svo viss, "mér ógna þau vinda ský" eins og gamli þulurinn sagði.

Obama lofar "breytingum", en þegar lýtur að málefnum Mið-Austurlanda hljómar þetta fremur eins og meira af því sama. Kreddufesta og skilyrðislaus stuðningur við Ísraelsríki, án þess að reynt sé að takast á við rót vandans og tryggja sjálfsögð mannréttindi fólksins á svæðinu mun ekki færa því frið.

Heilbrigðisstefna Emmanuels hljómar hins vegar ekkert illa og gott að hann er pro-choice, virðir rétt kvenna til fóstureyðinga.

Ég er sammála Einari; Við fengum alla vegana ekki Palin sem næstráðanda. Tilhugsunin um Söruh Palin sem næst-eða hæstráðanda er óhugnarleg...
Rétt eins og tilhugsunin um 8 ár af forsetatíð Bush yngri.

...

Ég tek svo undir með Colin; það er mikil synd að heimafylki hans California ásamt Arizona og Florida hafi kosið gegn því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.

...

Lag dagsins: Won't Get Fooled Again með The Who (þetta myndband er úr The Kids Are Alright):

...

Ég er farinn í Bandcamp í Hlíðardalsskóla yfir helgina með Háskólakórnum, þar sem við munum æfa Messías eftir Händel og svalla, sumbla og svolast þess á milli. Ég er þegar búinn að upphugsa skemmtiatriði sem ég samdi mestmegnis á kóræfingunni í gær (Ví fyrir mér! Fyrir þá sem sáu til: Þetta er ástæðan fyrir párinu og pukrinu hjá mér í gær). Það er svo sem týpískt að ég fái andann yfir mig á óþægilegasta tíma (þegar ég þarf að vera að einbeita mér að söngnum) svo ég hripaði niður það sem ég gat á meðan þetta gutlaði enn ferskt í kollinum.
. Í millitíðinni mæli ég eindregið með The Colber(t) Repor(t) og The Daily Show.

Góða helgi.

þriðjudagur, nóvember 04, 2008

Af forsetakosningum í Bandaríkjunum

Í nótt eru kosningar í Bandaríkjunum og maður hefur blendnar tilfinningar, að ekki sé sagt að maður sé pólitísk taugahrúga, þegar maður spáir í hversu mikið er í húfi. Ég trúi að eftir langa valdasetu Bush & félaga þyrsti bandarísku þjóðina og umheiminn í breytingar. En spurningin er hvernig þær eiga að verða. Eins og maðurinn sagði, þá er mun auðveldara að vita hverju maður er á móti heldur en hvað maður aðhyllist. Það þyrfti gagngerar breytingar á kerfinu úti eins og heima til þess að ástandið gæti batnað.
John McCain er herskár og forpokaður íhaldsskarfur og Sarah Palin, well, 'nuff said. Það get ég helst sagt McCain til ágætis að hann tekur eindregna afstöðu gegn pyntingum, talar enda af reynslu, hafandi verið pyntaður í Víetnam.
Obama hefur sjarma og lofar ýmsum breytingum en ég er skeptískur. Clinton hafði líka sjarma sem gerði honum kleyft að komast upp með ýmis myrkraverk. Í dag muna flestir helst eftir Lewinsky-málinu, búið og basta. Af orðum Obama og gjörðum að dæma sé ég ekki fram á miklar breytingar. Obama hefur t.d. gefið í skyn að hann væri reiðubúinn að láta varpa sprengjum á Pakistan, hann vill aukinn hernað í Afghanistan og gekk skrefinu lengra en flestir í sleikjuskap við AIPAC. Þó að hann þræti fyrir það, þá er framboð hans styrkt af auðvaldinu.

Tveir af eftirlætis dálkahöfundunum mínum hafa fylgst náið með kosningabaráttunni, ísraelski friðaraktívistinn Uri Avnery og ástralski fréttamaðurinn John Pilger.

John Pilger er gagnrýninn á frambjóðendur og kerfið. Hann tekur Obama fremur á orðum hans og gjörðum hingað til. Það er sannarlega vert að rifja upp greinar hans; Obama, the prince of bait-and switch,In the great tradition, Obama is a hawk,From Kennedy to Obama: Liberalism's Last Fling ogThe Dance Macabre of US-style Democracy

Uri Avnery hefur einnig fylgst vel með, ekki síst vegna þeirra áhrifa sem kosningarnar gætu haft á Ísrael og samskipti Palestínumanna og Ísraela, og skrifað áhugaverðar greinar þar sem hann íhugar framboð Obama og möguleg áhrif þess á átökin í Mið-Austurlöndum. Hann er bjartsýnni en Pilger, en e.t.v. glámskyggn. Avnery telur ekki mikið að marka kosningaloforð, flest sé þetta tal til að krækja í atkvæði sem víðast og það sé eðlismunur á McCain og Obama, en Pilger telur þá í heildina hluta af sama kerfi. Avnery sleppir þó ekki gagnrýni á Obama, t.d. á AIPAC-sleikjuskapinn. Það er líka vel þess virði að skoða greinar Avnery ( í tímaröðini nýjasta til elsta); Our Obama, King of the Planet, A Knight on a Grey Horse, Satan's Counsel, No, I Can't og Two Americas.

E-n veginn óttast ég að Pilger hafi rétt fyrir, þó ég voni að Avnery hafi rétt fyrir sér, í ljósi þess að Obama er sterkur kandídat. Það er spurning hversu maður dæmir menn eftir orðum þeirra fyrir kosningar. Í raun er ómögulegt að vita það fyrr en eftir kosningar, á endanum eru það auðvitað verkin sem tala. Eða eins og Sókrates sagði: "Það eina sem ég veit er að ég veit ekki neitt", allav. ekki á þessu stigi. Allt getur gerst. Ég minni líka á að úrslitin eru engan vegin ljós á morgun, talning getur dregist, það getur verið endurtalið og ámóta kosningasvindl getur átt sér stað og þegar Bush náði völdum, sökum meingallaðs kerfis, véla og klækjabragða til að útiloka að fólk geti kosið og fá atkvæði ógild með skriffinnsku. Loks á svo hæstirréttur eftir að kveða upp úrskurð sinn.

Það er gömul saga og ný að fólkið sem ég myndi vilja sjá ná valdastöðum nær þeim sjaldnast, eða þá ekki háum. Þannig studdi ég t.d. helst Þriðju leiðina í forsetakosningunum í Palestínu, sem Dr. Mustafa Barghouti fór fyrir. Hann hefur mér löngum þótt vera rödd skynseminnar í deilunni. Af þeim sem nú eru í framboði til forseta í Bandaríkjunum líst mér líklega best á Jerry White og Bill Van Auken sem fara fyrir Socialist Equality Party. Stephen Colbert fór í grínframboð í einu fylki og dró framboð sitt seinna til baka, en hefði hann haldið framboðinu til streitu hefði ég pottþétt kosið hann, hefði ég mátt kjósa. Ég minni þó kjósendur í Marvel-heiminum á að hann er enn í framboði þar. Ég hefði einnig stutt Jon Stewart, hefði hann gert alvöru úr því að fara í framboð. Khalil Bendib gat ekki orðið forseti þar sem hann er ekki fæddur í Bandaríkjunum, en hann hefði eflaust orðið fínn forseti. Hann var með slagorð eins og “The prez with the fez” og “The pen is funnier than the sword”. Noam Chomsky myndi líka eflaust seint bjóða sig fram í núverandi kerfi, verandi fremur hallur til anarkisma, plús það að ég hugsa ekki að hann hefði áhuga á því, en hann ætti minn stuðning vísan. Vel þætti mér líka að sjá Paul Krugman sem fjármálaráðherra.

...

Maður fær víst ekki alltaf það sem maður vill. *dæs*

Þá er alltaf gott og hressandi að fylgjast með umfjöllun Jon Stewart í The Daily Show um forsetaframboðin. Við það má bæta að ég hef oft heyrt fólk tala um að menn á borð við Spaugstofukarlana hafi gengið of langt í gríninu sínu á kostnað valdamikils fólks í samfélaginu. Þeir gagnrýnendur ættu að kynna sér hvernig grínistar taka á sínu valdaliði í Bandaríkjunum. Það er gjörsamlega tekið í nefið, allav. í bestu þáttunum, t.d. The Daily Show, South Park og The Colber(t) Repor(t). Í samanburði er þessi gagnrýni hreinlega hlægileg, það er alla jafna farið stimamjúkum silkihönskum um valdaliðið hér heima og því þykir jafnvel oft upphefð að birtast í Spaugstofunni, en ég held ekki að valdaliðið útí í Bandaríkjunum sé sérlega hrifið af því að vera dregið sundur og saman í háði í The Daily Show.
Besti pólítíski grínistinn hér heima finnst mér vera Halldór Baldursson. Gott að hafa e-n sem sýnir smá tennur. Hann hlífir heldur engum og gerir ekkert upp á milli manna pólitískt þegar kemur að góðu háði.

Lög dagsins eru Elected með Alice Cooper:


og America með Rammstein


Að endingu vona ég að kjósendur hafi kynnst sér framboðin og kosið eftir sinni bestu samvisku.
Vel gerir sá sem lifir í voninni.

mánudagur, október 27, 2008

Nóg að gera hjá einkalífvörðum

Þeim hefði verið nær að leita beint til undirritaðs. Undirritaður hefur góða reynslu af lífvörslu fyrir Geir Haarde og Davíð Oddson, í samstarfi við Pascal Klaus og Þóri Hrafn Harðarson. Undirritaður gefur því kost á sér og selur þjónustu sína hæstbjóðanda.

OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar

í Iðnó í kvöld, mánudaginn 27. október kl. 20:00

Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.

- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.

- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.

- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.

- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.

Fyrirkomulag
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver): Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.

Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær þrjár mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga.

Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.

Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.

F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).

...

Lag dagsins: Styttur bæjarins með Spilverki þjóðanna

miðvikudagur, október 22, 2008

For all of you pissed off people out there...

...er lag dagsins I Hate People með Anti-Nowhere League.
Sjáið hvort ykkur líði ekki aðeins betur á eftir.

[Félagið Ísland-Palestína] Sjálfboðaliðar í Palestínu - Opinn fundur í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 23. okt‏óber kl. 20:00

Sumarið 2008 störfuðu 5 íslenskir sjálfboðaliðar á Vesturbakkanum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Þrír unnu með palestínsku læknishjálparnefndunum (PMRS) og tveir hjá Project Hope. Sjálfboðaliðarnir munu deila reynslu sinni á opnum fundi í Háskóla Íslands (Árnagarði, stofu 311), fimmtudaginn 23. október 2008. Fundurinn hefst kl. 20.00. Fjölmennum! Látum orðið berast. Allir velkomnir.

Dagskrá:
Stefán Ágúst Hafsteinsson, læknanemi, fjallar um sögu Palestínu og ástandið á Vesturbakkanum.
Yousef Ingi Tamimi, stjórnmálafræðinemi, ræðir núverandi ástand og áhrif þess á ungt fólk.
Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Project Hope
Einar Teitur Björnsson, læknanemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Palestínsku læknahjálparnefndunum (PMRS)
Gunnar Pétursson, hjúkrunarnemi, segir dæmisögur af fólki sem hann kynntist á meðan á dvöl hans stóð.

þriðjudagur, október 21, 2008

David Icke

Hvernig á ég að geta tekið mann alvarlega sem heldur fram kenningum um að fjöldi eðlumenna frá stjörnukerfinu Draco séu búsett á jörðinni séu ráði í raun lögum og lofum, þar eð fjöldi frægs fólks og nánast allir þjóðarleiðtogar eru eðlumenni skv. kenningum hans, þ.á.m. Drottningarmóðirin heitin breska to George H.W. Bush, Hillary Clinton, Harold Wilson, og Tony Blair?
Ég bara spyr.

Tekið af Wikipediu:

Reptilian humanoids

In 1999, Icke wrote and published The Biggest Secret: The Book that Will Change the World, in which he identified the extraterrestrial Prison Warders as reptilians from the constellation Draco.[25]They walk erect and appear to be human, living not only on the planets they come from, but also in caverns and tunnels under the earth. They have cross-bred with humans, which has created "hybrids" who are "possessed" by the full-blooded reptilians.[26] The reptiles' hybrid reptilian-human DNA allows them to change from reptilian to human form if they consume human blood. Icke has drawn parallels with the 1980s science-fiction series V, in which the earth is taken over by reptiloid aliens disguised as humans.
According to Icke, the reptilian group includes many prominent people and practically every world leader from Britain's late Queen Mother to George H.W. Bush, Hillary Clinton, Harold Wilson, and Tony Blair. These people are either themselves reptilian, or work for the reptiles as what Icke calls slave-like victims of multiple personality disorder: "The Rothschilds, Rockefellers, the British royal family, and the ruling political and economic families of the U.S. and the rest of the world come from these SAME bloodlines. It is not because of snobbery, it is to hold as best they can a genetic structure — the reptilian-mammalian DNA combination which allows them to 'shape-shift'."[4]
In Tales From The Time Loop and other works, Icke states that most organised religions, especially Judaism, Christianity, and Islam, are Illuminati creations designed to divide and conquer the human race through endless conflicts. In a similar vein, Icke believes racial and ethnic divisions are an illusion promoted by the reptilians, and that racism fuels the Illuminati agenda.


Óhugnarlegt hversu margir kaupa svona vitleysu. Það sama má segja um Vísindakirkjubullið. Hafandi fengið þennan nasaþef af kenningum Icke, þá finnst mér dálítið út úr kú að sjá myndir með kenningum hans í annars afbragðs hillu heimildamynda á Laugarásvídeó. Ef ég gerði mynd þar sem ég héldi því fram að Óli lokbrá og Strumparnir hyggðu á heimsyfirráð, myndi hún þá líka lenda þarna?

Spáum aðeins í hagfræði!!!

Las rétt í þessu eftirfarandi póst sem mamma framsendi á mig:

Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.

Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.

Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.

Hefðuð þið keypt í Landsbankanum, Glitni eða Kaupþing væru 0 kr. eftir

Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.

Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna !


Lög dagsins: She's So Hot úr Flight of The Conchords:


og Frodo, Don't Wear The Ring, úr sama þætti:

mánudagur, október 20, 2008

Þessi póstur var uppfærður og lagfærður eilítið 14:08, þriðjudaginn 21. október.*

Rowan Atkinsson sem íhaldsmaður, fjallandi um innflytjendur:


Sagan vill oft gleyma miklum snillingum, eins og Monty Python sýnir okkur:



Uppfært 19:37

Mikið hefur verið rætt undanfarið um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gjarnan eins og það sé töfralausn sem muni nú redda okkur úr skuldafeninu. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um kvaðirnar sem því myndi fylgja. Lesið endilega grein Þórarins Hjartarsonar um þær á Egginni, hún nefnist Náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er dauði.
Bankar eru nota bene ekki góðgerðarfyrirtæki, bankanum þínum er, almennt séð, sama um þig. Tilgangur banka er að græða peninga. Ég segi ekki að inni á milli geti ekki leynst hugsjónafólk eða að hinn almenni starfsmaður get iekki verið greiðvikinn, ég er fremur að tala um þá sem eru í valdastöðum í bankanum, forystuna og bankann sem heild, The Borg, mætti kannski kalla það. Fyrir hvern hugsjónamann eru allav. tíu sem hafa þá hugsjón æðsta að láta bankanum áskotnast meira fé, það er tilgangurinn með bankanum og er það því jafnan í fyrsta sæti.
Eins mun Alþjóðagjadeyrissjóðurinn ekki veita lán án skilyrða. "Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn."
Þegar Íslendingar hafa fengið þá hörðu lexíu í hausinn að bankanum þeirra hér heima er sama um þá, þá er lítil ástæða til að búast við meiri rausnarskap erlendis frá.

Sjóðurinn vill þannig gefa Bretum sjálfdæmi um skilyrði lánsins. Skv. því sem Og: skv. því sem Ragnar Ögmundsson sagði í Silfri Egils voru Bretar að heimta af okkur 4 þúsund milljarða króna. Það er víst helmingur af öllum þeim ótryggðu skuldum sem erlendir bankar og vogunarsjóðir hafa lánað íslenskum fjárglæframönnum vegna fjárfestinga, einkum í Bretlandi. Breska kapítalið vill fá sitt. Ef slíkar drápsklyfjar leggjast á íslenska ríkissjóðinn og skattgreiðendur myndi vera búið með íslenskt sjálfstæði, auk þess sem lífskjör í landinu skerðast hrapalega um ófyrirséða tíð. Slíkir eru þá skilmálar þessa illræmda sjóðs.
Það er alkunna að fyrsta boðorð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að opna lönd og hagkerfi fyrir frjálsu flæði alþjóðlegs fjármagns. Næstu boðorð eru svo niðurskurður opinberra geirans, einkavæðing og hallalaus fjárlög.
skrifar Þórarinn.

Doddi veit hvað hann syngur þegar hann mælir með stöffi við mig. Hann mælti nýlega með því að ég kynnti mér Paul Krugman. Krugman fékk svo Nóbelinn í Hagfræði fyrir skömmu. Það þykir mér gleðiefni og hyggst kynna mér karlinn betur.

Ég finn fyrir því þessa daganna að ég vildi að ég hefði fylgst betur með í Viðskiptafræði í 6. bekk MR. Þegar ég lagði mig eftir því gat mér gengið sæmielga og fékk þokkalegt á lokaprófi, en hugur minn var ekki sérlega spenntur fyrir þessu, kannski var það antí-kapítalistinn í mér eða e-ð. ég man ekki hvort það var Sverrir eða Ármann Jakobsson sem mun hafa sagt "Ég trúi ekki á ósýnilegu höndina eða aðra drauga" og hefur það kannski ráðið för hjá mér. Á hinn bóginn; "Know Your Enemy" eins og Rage Against The Machine minna okkur á. Andri snær orðaði þetta líka ágætlega í heiti á kafla í Druamalandinu; "Stundum þarf að skilja leiðinlega hluti". Ég myndi gjarnan vilja hafa betri skilning og þekkingu á ástandinu heldur en ég hef, orsökum, núvernadi ástandi og því sem gæti verið í vændum. Spurning hvor bróðir minn geti lánað mér Principles of Economics og þá hvort ég fari eitthvað að glugga í hana aftur.

*So sue me.

þriðjudagur, október 14, 2008

Króna

þú nærð ekki upp í nefið á mér
fyrir grátstaf í kverkunum

því ég er útskrifaður
andlegur öryrki
úr iðnaði og verslun

en ég á krónu á himni
sem hnígur við sjóndeikdarhring

í karlsvagni strætisins
ek ég vetrarbrautina
heim í myrkrið


-- Jónas E. Svafár, Geislavirk tungl, 1857.

...

Lög dagsins eru á ný úr Flight of The Conchords:

I'm Not Crying


Bret, You've Got It Going On

mánudagur, október 13, 2008

Jon Lajoie gefur ráð sem geta komið sér vel í kreppunni:

Sambandi, ég verð að ná sambandi...

Vígði símann við hátíðlega athöfn í gær. Ég er því aftur ínáanlegur í sama gamla númerið, s.s. 862 9167.
Hiphiphúrra fyrir því.

Lag dagsins: Leggy Blonde úr Flight of the Conchords sem Murray (Rhys Darby) flytur ásamt Jermaine og Bret.

laugardagur, október 11, 2008

Lag dagsins: Gleðibankinn með Icy:


Uppfært 20:38

Lag dagsins II er High Hopes með Pink Floyd, af plötunni The Division Bell:

Malbik

Undir hundruðum járnaðra hæla
dreymdi mig drauminn um þig
sem gegnur eitt haustkvöld
í hljóðum trega
dúnléttum sporum
hinn dimmleita stig,
dúnléttum sporum veg allra vega
og veizt að ég elska þig.


-- Steinn Steinarr

föstudagur, október 10, 2008

"Ísland rampar á barmi gjaldþrots, Reykjavík er að sökkva í sæ, Vatnajökull bráðnar æ hraðar, ósonlagið þynnist, lögreglan stendur ráðþrota, skattborgarar krefjast svara: "Ræð ég ekki hvort ég borga í lífeyrissjóð?" - "Viljiði þagga niður í þessari konu!"... Tvíhöfði, étur spillinguna innan frá.."

...

Ég minni á mótmæli vegna efnahagsástandsins við Seðlabankann kl. 12 á morgun,

...

Ég hef verið að hlusta mikið á tónlist úr Tarantino-myndum undanfarið og lög dagsins eru Little Green Bag með George Baker og Stuck In The Middle með Stealers Wheel, sem öll hljómuðu í Reservoir Dogs.
Það er samt pínu erfitt að hugsa sér ekki afskorið eyra, bensín og sadistatvist þegar maður heyrir það seinna.

Einnig Girl, You'll Be a Woman Soon í flutningi Urge Overkill og Son of a Preacher Man með Dusty Springfield sem hljómuðu í Pulp Fiction

Að auki lög af bjórsöngvadiskunum með Onkel Tom Angelripper.
Gleðilega Októberfest! Hér flytur Franz Lang Ein Jodler Hör i gern:


Allr saman nú: Eins, zwei, gsuffa!

Live Wire; Telephone Thing

Síma keypti' ek
síðla gærdags
Sambandsleysi
sveinsins rofið
á Frónarfoldu
því fagni lýður
Verð þó fyrst símkort
til vígslu að kaupa
*

*Sem ég hyggst gera samdægurs. Nú er ég hins vegar farinn í háttinn.

Í tilefni af fréttunum: Live Wire með AC/DC og

Telephone Thing með The Fall.


Ég minni svo á mótmælin við Seðlabankann kl. 12 í dag.

Cup of tea, darling?

Mér finnst óttalega fyndið að fjármálaráðherra Bretlands skuli heita Darling. Poor old bugger. Það minnir mig óhjákvæmilega á Captain Darling í Blackadder:



Og talandi um fyndin nöfn, þá er hér klassíker með Rowan Atkinson:

fimmtudagur, október 09, 2008

Lag dagsins: Back in the USSR með Bítlunum.

Ég og bróðir minn erum vanir að skrifa á töfluna í vinnunni hvað gerðist markvert á þeim vinnudegi þetta og þetta árið. Dagurinn í dag er sérlega viðburðaríkur. Á þessum degi:

Árið 1003 steig Leifur Eiríksson á land í Ameríku.
Árið 1940 fæddist tónlistarmaðurinn, Bítilinn og mannréttindabaráttumaðurinn John Lennon.
Árið 1944 fæddist einn allra fremsti bassaleikari rokksins, John Alec Entwistle í The Who.
Fæddist Sharon Osbourne, athafnakona og eiginkona Ozzy.
Árið 1967 var Ernesto "Che" Guevara tekinn af lífi í Bólivíu.
1964 Fæddist kvikmyndaleikstjórinn Guillermo del Toro (Pan's Labyrinth, Hellboy I & II)
Árið 1969 Fæddist tónlistarkonan PJ Harvey.
Árið 1974 lést iðnjöfurinn Oskar Schindler. Áætlað er að hann hafi bjargað um 1200 gyðingum frá helförinni.
Árið 1986 var söngleikurinn The Phantom of the Opera eftir Andrew Lloyd Webber frumsýndur.

Lag dagsins nr. 2 er Gimme Some Truth John Lennon. Læt textann fljóta með:

Gimme Some Truth

I'm sick and tired of hearing things
From uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth
Just gimme some truth

I've had enough of reading things
By neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth
Just gimme some truth

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
Money for dope
Money for rope

I'm sick to death of seeing things
From tight-lipped, condescending, mama's little chauvinists
All I want is the truth
Just gimme some truth now

I've had enough of watching scenes
Of schizophrenic, ego-centric, paranoiac, prima-donnas
All I want is the truth now
Just gimme some truth

No short-haired, yellow-bellied, son of Tricky Dicky
Is gonna mother hubbard soft soap me
With just a pocketful of hope
It's money for dope
Money for rope

Ah, I'm sick to death of hearing things
from uptight, short-sighted, narrow-minded hypocrites
All I want is the truth now
Just gimme some truth now

I've had enough of reading things
by neurotic, psychotic, pig-headed politicians
All I want is the truth now
Just gimme some truth now

All I want is the truth now
Just gimme some truth now
All I want is the truth
Just gimme some truth
All I want is the truth
Just gimme some truth


Lag dagsins III er My Generation með The Who. Hér taka þeir það í Marque Blub árið 1967:


Gerið sjálfum ykkur greiða og skellið á einhverri góðri Bítlaplötu á fóninn (nú, eða diski í spilarann/ipod/whatever) svo sem Revolver, Abbey Road eða The White Album og/eða gæðaplötu með The Who á borð við Quadrophenia, Who's Next, Live at The Isle of Whight Festival 1970 og/eða Live at Leeds.
Það ætla ég að minnsta kosti að gera.

miðvikudagur, október 08, 2008

Því fáninn rauði okkar merki er...

Það var nú annars fallegt af strákunum að hugsa til félaga Pútíns á 56 ára afmælinu hans.

Lag dagsins: Baby, You Can Drive My Car með Bítlunum.

og rússneski þjóðsöngurinn, sem ég hlýði þessa stundina andaktugur á:


Bróðir Pútin,
óskabarnið
- hvenær kemur þú?
Er nóttin ekki orðin nógu löng,
þögnin nógu þung,
þorstinn nógu sár,
hungrið nógu hræðilegt,
hatrið nógu grimmt?
Hvenær...?*



*Með dýpstu virðingu fyrir Jóhannesi úr Kötlum

mánudagur, október 06, 2008

Að sigra heiminn...

Það er ekki laust við að íslenska útrásarævintýrið fá mig til að hugsa til sígilds ljóðs Steins Steinars:

Að sigra heiminn

Að sigra heiminn er eins og að spila á spil
með spekingslegum svip og taka í nefið.

(Og allt með glöðu geði
er gjarna sett að veði.)

Og þótt þú tapir, það gerir ekkert til,
því það er nefnilega vitlaust gefið.

Glymur dansur í höll, dans sláið í ring - Týr á Nasa

Týr voru rosalegir. Alltaf gaman á tónleikum með þessari frábæru sveit, en mér reiknast að ég hafi nú verið forfallinn aðdáandi í 6 ár (tíminn flýgur). Hvernig er annars ekki hægt að fíla færeyskt þjóðlagavíkingaþungarokk? :D Týr tóku auðvitað Orminn langa, Hail To the Hammer og Reginn smið en einnig snilldarlög á borð við Ramund hin unge, The Edge, The Rune (af fyrstu plötunni), Dreams, Ragnarok, Valkyrjan, og eitthvað fleira af þriðju og nýju plötunni, þekkti allav. Sinklars visa (ég hef lítið sem ekkert hlustað á 3ju plötuna og aðeins nýlega heyrt eitthvað af nýjustu plötunni, gætu reyndar hafa tekið e-ð fleira af Eric the Red, langt síðan að ég hlustaði á sum lögin). Þeir enduðu svo með The Wild Rover. Helst að ég saknaði Excavation, Ólavs Riddararósar og How Far To Aasgard, en ég var þó meira en sáttur.
Stemmningin var gífurleg og lét undirritaður sitt ekki eftir liggja þar sem hann slammaði, vikivakaðist og rokkaði af sér hausinn framarlega við sviðið í góðra vina hópi, en þarna voru t.d. Jón Guðni, Bjölli, Vésteinn bróðir, Ari og Bessi, Kristján. Colin og vinkona hans.
Dark Harvest fannst mér líka frábærir, Mammút líka, Severed Crotch voru fínir. Ég missti af Perlu. Allt í allt var þetta frábært kvöld.

Ég hef verið að leita að nýju plötunni með Tý, sem heitir Land, en hvergi getað fundið hana í plötubúðum. Það finnst mér fúlt, því það sem ég hef heyrt rokkar feitt.

Lög dagsins eru að sjálfsögðu með Tý:

Excavation, af plötunni How Far To Aasgard

The Edge, af plötunni Eric the Red:

Reginn Smiður, af sömu plötu:


Sinklars Visa, af plötunni Land:

fimmtudagur, september 25, 2008

Lag dagsins: Hairless Heart með Genesis, af plötunni The Lamb Lies Down On Broadway.

miðvikudagur, september 24, 2008

I read the news today, oh boy...

Now that you know who you are, what do you want to be?
And have you traveled very far? far as the eye can see

-- Baby You're a Rich Man með Bítlunum

Fáir tónlistarmenn hafa veitt mér þvílíka sálu- og hugarfró eins og Bítlarnir. Ég elska Bítlana ofurheitt, þeir eru ein eftirlætis hljómsveitin mín. Það eru mér því mikil vonbrigði að lesa að Paul McCartney sé staðráðinn í að halda tónleika í Ísrael þrátt fyrir beiðni frá ýmsum palestínskum og alþjóðlegum samtökum auk einstaklinga um að hann láti það ógert, vegna þeirrar rasísku aðskilnaðarstefnu sem þar ríkir og þeirra mannréttindabrota sem Palestínumenn sæta, og er ég þá ekki síst að hugsa um sveltið á Gaza. Þetta er maðurinn sem samdi Blackbird og Let It Be (ásamt fjöldamörgum öðrum lögum, auðvitað) Ég hef alltaf tengt Bítlana mannréttindum, friði og ást, tónlist þeirra, eins og Kurt Vonnegut orðaði það, lætur manni líða aðeins betur með tilveruna (svo er allav. með mig) svo það er sérlega leiðinlegt að heyra þetta. Á hinn bóginn; The song remains the same. Bítlarnir eru jafn æðisleg hljómsveit fyrir því. Ég vona bara að Paul McCartney muni sjá af sér og spá í hvað er að gerast þarna og að hann muni hugleiða alvarlega hvort hann vilji vera bendlaður við þetta á nokkurn hátt.

Ýmsir aðrir listamenn hafa tekið skýra afstöðu gegn rasisma og mannréttindabrotum í Ísrael, m.a. Roger Waters, lengst af forsprakki Pink Floyd. Hann flutti tónleika sína til, sem upphaflega áttu að vera í Tel Aviv, að beiðni palestínskra listamanna og ísraela sem neita herþjónustu. Waters hefur fordæmt hernámið og hann ferðaðist um hernumdu svæðin til að sjá ástandið með eigin augum. Hann var einn af stofnmeðlimum War On Want, sem berst gegn aðskilnaðarmúrnum í Palestínu og hann skrifaði sjálfur frægar línu sína úr Another Brick In The Wall pt. II á múrinn: "We don't need no thought control."

Lög nýs dags: Fly On A Windshield/Broadway Melody Of 1974 með Genesis, af plötunni The Lamb Lies Down On Broadway.

og Dancing Out With the Moonlit Knight með sömu sveit, af plötunni Selling England By The Pound. Hér tekur sveitin lagið á tónleikum sjötíuogeitthvað.


Einnig Hammer to Fall með Queen:

For we who grew up tall and proud/In the shadow of the mushroom cloud/convinced our voices can't be heard/we just wanna scream it louder and louder and louder

þriðjudagur, september 23, 2008

Lög dagsins: Love - Building On Fire með Talking Heads
og
I Can't Dance með Genesis
Minnugur þess þegar ég tók seinna lagið í karaókí í skipinu á leið til Finnlands árið 2006, sællar minningar. Ég átta mig ekki alveg á því hvernig ég komst svona hátt þá, sérstaklega eftir bjórdrykkju... :)

föstudagur, september 19, 2008

A-Team og Adam West



Fyrir hönd aðdáendaklúbbs Mr. T mótmæli ég því að nú sé í sniðum endurgerð á The A-Team þar sem Ice Cube ku munu fara með hlutverk Barrakusar í stað gamla góða Mr. T.
Eftir því sem ég best veit var ekki haft samband við Mr. T og vil ég minna aðstandendur myndarinnar á það að T er einskis manns flón og að maður getur ekki stafað “A-Team” án T.




Ég samgleðst Adam West, hinum eina og sanna Batman með áttræðisafmæli hans í dag. Hann lengi lifi!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.