sunnudagur, desember 07, 2008

Hetjan mín

Ástkær amma mín, tónskáldið Jórunn Viðar, er níræð í dag. Í gær fór ég ásamt familíunni á forsýningu heimildamyndar um hana “Orðið tónlist” eftir Ara Alexander Ergis í Listasafninu. Yndisleg mynd, rétt eins og amma sjálf, sem snart mig djúpt. Myndin verður sýnd í sjónvarpinu núna í desember. Eftir það var teiti á Hólatorgi þar sem amma hélt algjörlega uppi fjörinu, lék á píanóið og við sungum og dönsuðum. Dásamlegt kvöld. Amma er alveg ótrúleg kona. :)
Í dag fórum við á tónleika Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna sem heiðraði ömmu með flutningi á balletverki hennar, Eldi og flutti auk þess fyrstu sinfóníu Mahlers. Ég þakka aðstandendum fyrir frábæra tónleika.
Ég er alsæll og er satt að segja að rifna úr stolti. Ég óska þér enn og aftur til hamingju með afmælið, elsku besta amma mín. Mä du leva i hundrada är¨! :)

...

Amma deilir afmælisdegi með öðrum tónlistarmanni sem er í miklum metum hjá mér; Tom Waits. Skelli hér myndbandi þar sem hann tekur Cold Cold Ground af eðalplötunni Franks Wild Years á tónleikum:

...

Sjálfur Herra Rokk Íslands, Rúnar Júlíusson er látinn, og þykir mér missir af. Hann var í miklum metum hjá mér, ljómandi tónlistarmaður, drengur góður, sterkur persónuleiki og töffari með meiru.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.