laugardagur, nóvember 29, 2008

"Gerir ekkert til"

Um daginn heyrði ég e-k auglýsingu eða boost í útvarpinu sem hófst með Þorraþrælunum: "Nú er frost á fróni" o.s.frv., en síðan kom glaðhlakkalegt tilsvarið: "Það gerir ekkert til".
Eh, já. Einmitt. Segið það við fólkið sem þurfti að þreyja þorrann 1866, en Þorraþrællinn var saminn um hann og það harða tíðarfar sem ríkti þann vetur.

Tekið af vef Veðurstofunnar:

Sé tekið mark á fremur óvissum mælingum í Reykjavík er 1866 einnig hið kaldasta sem vitað er um á Akureyri.*

..

1865 til 1866 byrjaði ekki illa, meðalhiti í desember var nærri 2°C yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en mikil umskipti urðu þann 30. þegar gerði norðanátt með miklu frosti. Harðindin stóðu síðan linnulítið rétt fram yfir páska (sem voru 1. apríl). Veruleg kuldaköst gerði um vorið og framan af sumri en eftir fyrstu viku júlímánaðar þótti tíðarfar skárra.

Ekki beinlínis eins og einangrun húsa hafi verið e-ð til að hrópa húrra fyrir á þessum tíma eða að fólk hefði bara getað yppt öxlum, skrúfað upp í ofninum og skellt sér í saunu.

Annars merkilegt hvað lagið við Þorraþrælinn er kátt og hresst, miðað við frosthörkurnar og eymdina sem ljóðið lýsir. Nema að þetta sé e-k Schadenfreude eða masókismi?


*Hér er venjulegt letur í stað hornklofa, þar sem ég kann ekki að gera hornklofa á þessu lyklaborði. :P

1 ummæli:

Vésteinn sagði...

Það kaldasta á Akureyri, skv. mælingum í Reykjavík? Jahhá. :/

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.