föstudagur, desember 12, 2008

Heillaóskir

Ég óska Herdísi Egilsdóttur innilega til hamingju með Menningarverðlaun Jónasar Hallgrímssonar. Hún var umsjónarkennarinn minn í Ísaksskóla, hún er einhver besti kennari sem ég hef átt og yndisleg manneskja að auki.
Sömuleiðis óska ég Andreu Jónsdóttur innilega til hamingju með Bjarkarlaufið. Andrea, þú ert æði. :)

Loks óska ég Evu norn til hamingju með frækilega frammistöðu í særingum og útburði, formælingar Gunnars í Krossinum og fyrir að vera almennt sá töffari sem hún er.
Meistarinn og Margaríta er annars æðisleg bók sem allir ættu að lesa.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.