Rahm Israel Emmanuel
Fyrst nafni minn spurði mig um viðhorf mín til Rahm Israel Emmanuel, tilvonandi starfsmannastjóra í Obama-stjórninni (ég hef tekið eftir því hversu sjaldan millinafnið hans er notað í fréttum, I wonder why) þá hef ég allav. lesið að hann hafi stutt Íraksstríðið og hann er dyggur stuðningsmaður AIPAC. Í samræmi við það virðist hann líka gjarn á að skella skuldinni á Palestínumenn eða leiðtoga þeirra, fremur en hernámsliðið. Krafan um að Palestínumenn láti af hryðjuverkum er fáránleg á meðan engin sambærileg krafa er gerð til hernámsveldisins Ísraels, að þeir láti að ríkishryðjum í garð Palestínumanna. Hann var sjálfboðaliði í IDF í Persaflóastríðinu og var viðriðinn fjármálaskandal (tekið af Wikipedia):
Emanuel held a seat on the quasi-governmental Freddie Mac board, which paid him $231,655 in director’s fees in 2001 and $31,060 in 2000. During the time Emanuel spent on the board, Freddie Mac was plagued with scandal involving campaign contributions and accounting irregularities.[32]
A 2006 Chicago Tribune article raised speculation regarding a possible connection between Emanuel's Congressional election success and convicted former Chicago water department boss Don Tomczak.[32]
USA Today reported in late January 2007 that Emanuel failed to disclose that he was an officer of a family charity, a violation of law requiring members of Congress to report non-profit leadership roles. The charity does not ask for outside donations and is funded by Emanuel and his family.[33]
Þetta er svona það helsta sem ég er gagnrýninn á hann fyrir, miðað við það sem ég hef lesið. Fyrir framboð hafði Obama oft lýst yfir samúð með málstað Palestínumanna en fór að hljóma mun AIPAC-sinnaðri þegar leið á kosningabaráttuna. Ég vonaði að þetta væri týpískur pólitískur sleikjuskapur, enda er það pólitískt sjálfsmorð að gagnrýna Ísrael í Bandaríkjunum, en nú er ég ekki svo viss, "mér ógna þau vinda ský" eins og gamli þulurinn sagði.
Obama lofar "breytingum", en þegar lýtur að málefnum Mið-Austurlanda hljómar þetta fremur eins og meira af því sama. Kreddufesta og skilyrðislaus stuðningur við Ísraelsríki, án þess að reynt sé að takast á við rót vandans og tryggja sjálfsögð mannréttindi fólksins á svæðinu mun ekki færa því frið.
Heilbrigðisstefna Emmanuels hljómar hins vegar ekkert illa og gott að hann er pro-choice, virðir rétt kvenna til fóstureyðinga.
Ég er sammála Einari; Við fengum alla vegana ekki Palin sem næstráðanda. Tilhugsunin um Söruh Palin sem næst-eða hæstráðanda er óhugnarleg...
Rétt eins og tilhugsunin um 8 ár af forsetatíð Bush yngri.
...
Ég tek svo undir með Colin; það er mikil synd að heimafylki hans California ásamt Arizona og Florida hafi kosið gegn því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.
...
Lag dagsins: Won't Get Fooled Again með The Who (þetta myndband er úr The Kids Are Alright):
...
Ég er farinn í Bandcamp í Hlíðardalsskóla yfir helgina með Háskólakórnum, þar sem við munum æfa Messías eftir Händel og svalla, sumbla og svolast þess á milli. Ég er þegar búinn að upphugsa skemmtiatriði sem ég samdi mestmegnis á kóræfingunni í gær (Ví fyrir mér! Fyrir þá sem sáu til: Þetta er ástæðan fyrir párinu og pukrinu hjá mér í gær). Það er svo sem týpískt að ég fái andann yfir mig á óþægilegasta tíma (þegar ég þarf að vera að einbeita mér að söngnum) svo ég hripaði niður það sem ég gat á meðan þetta gutlaði enn ferskt í kollinum.
. Í millitíðinni mæli ég eindregið með The Colber(t) Repor(t) og The Daily Show.
Góða helgi.
2 ummæli:
Kannski getur þú misst sveindóminn í ferðinni ef heppnin er með!
Voða fyndinn.
Skrifa ummæli