I read the news today, oh boy...
Now that you know who you are, what do you want to be?
And have you traveled very far? far as the eye can see
-- Baby You're a Rich Man með Bítlunum
Fáir tónlistarmenn hafa veitt mér þvílíka sálu- og hugarfró eins og Bítlarnir. Ég elska Bítlana ofurheitt, þeir eru ein eftirlætis hljómsveitin mín. Það eru mér því mikil vonbrigði að lesa að Paul McCartney sé staðráðinn í að halda tónleika í Ísrael þrátt fyrir beiðni frá ýmsum palestínskum og alþjóðlegum samtökum auk einstaklinga um að hann láti það ógert, vegna þeirrar rasísku aðskilnaðarstefnu sem þar ríkir og þeirra mannréttindabrota sem Palestínumenn sæta, og er ég þá ekki síst að hugsa um sveltið á Gaza. Þetta er maðurinn sem samdi Blackbird og Let It Be (ásamt fjöldamörgum öðrum lögum, auðvitað) Ég hef alltaf tengt Bítlana mannréttindum, friði og ást, tónlist þeirra, eins og Kurt Vonnegut orðaði það, lætur manni líða aðeins betur með tilveruna (svo er allav. með mig) svo það er sérlega leiðinlegt að heyra þetta. Á hinn bóginn; The song remains the same. Bítlarnir eru jafn æðisleg hljómsveit fyrir því. Ég vona bara að Paul McCartney muni sjá af sér og spá í hvað er að gerast þarna og að hann muni hugleiða alvarlega hvort hann vilji vera bendlaður við þetta á nokkurn hátt.
Ýmsir aðrir listamenn hafa tekið skýra afstöðu gegn rasisma og mannréttindabrotum í Ísrael, m.a. Roger Waters, lengst af forsprakki Pink Floyd. Hann flutti tónleika sína til, sem upphaflega áttu að vera í Tel Aviv, að beiðni palestínskra listamanna og ísraela sem neita herþjónustu. Waters hefur fordæmt hernámið og hann ferðaðist um hernumdu svæðin til að sjá ástandið með eigin augum. Hann var einn af stofnmeðlimum War On Want, sem berst gegn aðskilnaðarmúrnum í Palestínu og hann skrifaði sjálfur frægar línu sína úr Another Brick In The Wall pt. II á múrinn: "We don't need no thought control."
Engin ummæli:
Skrifa ummæli