fimmtudagur, desember 25, 2008

Gleðileg jól! :)

Mr. Garrison er alveg með þetta á hreinu

Í jólatiltektinni og svo sem bara yfirleitt er maður endalaust að reyna að finna rúm fyrir allt draslið sitt (ah, lúxusvandamál, hvar værum við án þeirra?). Þannig er mín reynsla alla vega. Hvað þá þegar nýtt bætist við. Ég samsama mig því mjög með þessu uppistandi meistara George Carlin:


og örfá orð um jólin:


Ég gæti svo eflaust skrifað langa ritgerð um hvers vegna George Carlin rokkar og hvers vegna Fox sýgur apa (allav.sem "fréttastöð, Simpsons var nú líka á Fox (og Fox var þá iðulega skotspónn húmorsins í Simpsons) en maður veit varla hvar maður ætti að byrja. Ætli sé ekki bara best að leyfa dæmunum að tala sínu máli.

Og megi fulltrúum NBC svelgjast á jólaölinu fyrir að láta taka Gumby Christmas Special með Eddie Murphy niður af youtube. Hnuss.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.