mánudagur, desember 22, 2008

Óskalisti og hjálparstarf

Uppfærði óskalistann minn frá því í fyrra og uppfæri áfram þegar mér dettur e-ð sniðugt í hug, þúst ef einhvern langar e-n tíma að gefa mér e-ð út af því hvað ég er ýktzó ógisslega frábó.

...

Ég minni á Þorláksmessusölu Íslands-Palestínu, sem verður á horni Laugarvegs og Klapparstígs. Þar verður til sölu ýmis varningur frá og tengdur Palestínu, svo sem ólífuolíusápa frá Nablus, keffiyeh klútar, hljómdiskurinn Frjáls Palestína o.fl. Ágóði rennur til hjálparstarfs á herteknu svæðunum. Síðustu ár hefur virkilega góð stemmning myndast kringum söluna og mikið fé safnast. Sjaldan eða aldrei hefur verið jafn mikil þörf og núna og það munar um allt.

Það myndi gleðja mig lang mest ef þið styðjið e-ð hjálparstarf, finnið ykkur e-ð gott málefni. Af nógu er að taka. Rauði krossinn, Amnesty, gefa blóð (það bráðvantar núna) o.s.fr.v. eða eins og segir í einkunarorðum Amnesty: Enginn getur gert allt en allir geta gert eitthvað.

...

Hér er lag í anda hátíðanna: Christmas Carol með Tom Lehrer.
Seinna lag dagsins er Old Shoes (& Picture Postcards) með Tom Waits, af fyrstu plötunni hans, Closing Time.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.