miðvikudagur, desember 17, 2008

Piparsveinasamloka Einars

Hráefni:

Ostur
Kjötálegg
Eðalsteik- og grillkrydd
4 brauðsneiðar
smjör
8 tómatsneiðar

1.Smyrjið tvær brauðsneiðar
2.Fattið að kjötáleggið er búið
3.Smyrjið 6 oststeiðum á hvora smurðu sneiðina fyrir sig
4.Fattið að tómaturinn er orðinn skemmdur
5. Hendið tómatnum
6.Fattið að grillkryddið er líka búið
7.Takið kryddið næst ykkur, kryddið vel sneiðarnar með því og vonið það besta. Reynist vera töfrakrydd, ég var heppinn.
8.Skellið vænum slurki af ítalskri hvítlauksblöndu út á
9. Brennið blöðruna á vinstri hendi ykkar á helvítis kryddinu
10. Öskrið af sársauka
11.Þvoið ykkur vandlega um hendurnar og þurkið
12.Setjið hinar brauðsneiðarnar ofan á þær smurðu, skellið í samlokugrill og grillið uns osturinn er vel bráðnaður
13. Brennið við brauðið því þið voruð að blogga um þetta og höfðuð grillið á of miklum hita
14. Takið úr grillinu, slökkvið á grillinu, látið á disk og borðið þetta bara samt, utan að fleygja kolviðbrenndri skorpunni.

Verði ykkur að góðu.

1 ummæli:

Vésteinn sagði...

Hahahahaha!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.