sunnudagur, desember 28, 2008

Af stríðinu á Gaza

They are bringing out the dead now
It's been a strange, strange day

--Nick Cave, Messiah Ward

It's Alright Ma (I'm Only Bleeding)
-- Bob Dylan


"Óverjandi aðgerðir" segir Ingibjörg Sólrún í yfirlýsingu frá Utanríkisráðuneytinu um hernað Ísraelshers á Gaza.

Nú þykir mér fagnarefni í sjálfu sér að Ingibjörg Sólrún fordæmi árásirnar. Það geri ég líka. Ég verð þó að spyrja: Er von að Hamas "segi sig frá vopnahléi" þegar Ísraelar virða það ekki?
Þvílíkur hryllingur. Hátt í 300 manns manns drepnir og 700 særðir á Gaza á EINUM SÓLARHRING. Eftir því sem kyrkingarólin er hert á Gaza mun róttækum öflum aðeins vaxa ásmegin. Með þessu áframhaldi munu aðeins fleiri falla á Gaza og Sderot í nágrenni.
Þó verður að segjast eins og er að enn hefur einn fallið af völdum eldflaugar versus 200 á einum degi á Gaza. Hlutföllin eru ekki sambærileg hjá andspyrnunni og hernámsliðinu. Að því sögðu myndi ég ekki óska neinum slíks, hvorki því sem fólkið á Gaza þarf að þola né í Sderot og nágrenni. Við myndum ekki vilja búa við hættu af eldflaugum, að vera drepin eða að húsunum okkar væri rústað eða einhverra sem við þekktum. Það sama má segja um fólkið á Gaza. Við myndum ekki vilja búa innikróuð í herkví, svipt nauðsynjum á borð við fullt og óheft aðgengi að vatni, rafmagni og matvælum og sæta sífelldum loft-og landárásum af hendi hernámsliðsins.
Það þarf vopnahlé en það þarf líka einbeittan friðarvilja, alvöru umræður en ekki innihaldslaust hjal. Það þarf að afnema hernámið, Palestínumenn þurfa að fá landsvæði fyrir sjálfstætt og lífvænlegt Palestínuríki (landamærin '67 eru lágmark, engin hreyfing Palestínumanna gæti farið fram á minna, Hamas hafa lýst sig reiðubúna að fallast á þau), nú, eða að allt landið væri eitt ríki þar sem allir væru jafn réttháir, leggja þarf niður landtökubyggðir og það þarf að virða rétt palestínskra flóttamanna.

Hér er yfirlýsing frá ísraelsku friðarsamtökunum Gush Shalom:

Bloodshed and suffering on both sides of the border could have been avoided.

It is possible to return immediately to the ceasefire, make it stronger and firmer.

The war in Gaza, the bloodshed, killing, destruction and suffering on both sides of the border are the vicious folly of a bankrupt government. A government which let itself be dragged by adventurous officers and cheap nationalist demagoguery, dragged into a destructive and unnecessary war which will bring no solution to any problem – neither to the communities of southern Israel under the rain of missiles nor to the terrible poverty and suffering of besieged Gaza.

On the day after the war the same problems will remain; with the addition of many bereaved families, wounded people crippled for life, and piles of rubble and destruction.

The escalation towards war could and should have been avoided. It was the State of Israel which broke the truce, in the ‘ticking tunnel’ raid on the night of the US elections two months ago. Since then the army went on stoking the fires of escalation with calculated raids and killings, whenever the shooting of missiles on Israel decreased.

The cycle of bloodshed could and should be broken. The ceasefire can be restored immediately, and on firmer foundations. It is the right of Israel to demand a complete end to shooting on its territory and citizens – but it must stop all attacks from its side, end completely the siege and starvation of Gaza’s million and half inhabitants, and stop interfering with the Palestinians’ right to choose their own leaders.

Ehud Barak’s declaration that he is stopping the elections campaign in order to concentrate on the Gaza offensive is a joke. The war in Gaza is itself Barak’s elections campaign, a cynical attempt to buy votes with the blood and suffering in Netivot and Sderot, Gaza and Beit Hanun. Also so-called peace seekers such as Amos Oz s who give this offensive their support and encouragement could not afterwards shrug off responsibility.


Palestínskar mannréttindahreyfingar fordæma einnig árásirnar

Uri Avnery, friðaraktívisti og meðstofnandi Gush Shalom skrifar stórgóða grein um frambjóðendurna í kosningunum til ísraelska þingsins, Knesset, hvað sameinar þá og hvað skilur að; Spot the Difference.

Lag dagsins: Messiah Ward með Nick Cave and The Bad Seeds af plötunni Abbatoir Blues, fyrri plötu tvíleiksins Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus.

Ljóðskáldið Adrian Mitchell lést nýlega og ég held að ég mnui rétt að við höfum lesið eitthvað eftir hann í ensku, að hann hafi verið eitt af mörgum beat-skáldum sem við lásum. Ég fann upplestur hans á hinu magnaða ljóði sínu "To whom it may concern" á netinu, fannst það í senn kunnuglegt og sýnist það eiga jafn vel við í dag og þá, í raun tel ég að það mætti eins skipta orðinu "Vietnam" út fyrir hvaða svæði sem er þar sem stríðsátök eiga sér stað:

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.