"But aren't we forgetting the true meaning of Christmas? The Birth og Santa?" -- Bart Simpson
Ég fór að spá í það hversu auðveldara er fyrir börn að trúa á jólasveininn en Jesú. Fyrir það fyrsta hafa þau SÉÐ jólasveininn/sveinana. Það hjálpar svona pínulítið með trúverðugleikan. Í öðru lagi eru það kostirnir og gallarnir. Jesú vill að maður sé góður og trúi á hann, og mér sýnist sveinki vilja það líka. Jesús lofar þeim himnasælu sem taka á móti fagnaðarerindunu og haga sér vel, en vantrúum og syndurum verður kastað í brennandi loga helvítis hvaðan óma grátur og gnístan tanna. Jesú var aldrei sérlega materealískur nema síður væri. Jólaveininn hins vegar móti sælgæti og leikföngum, þó ekki geti hann toppað Jesú með himavistina. Aftur á móti er versta refsing jólasveinsins (allav. Santa Claus) að gefa ekki gjöf.
Staðan er því sú að ef barnið trúir á Jesú getur það mögulega grætt meira en frá jólasveininum. Kúrfan rís þar hærra hjá Sússa. Geri það það hins vegar ekki er það í djúpum skít, eða réttara sagt logum. Kúrfan myndi þá vísa niður. Á hinn bóginn þá versnar staða barnsins ekki við að fá ekki gjafir. Það heldur s.s. þvert á móti bara áfram á sömu beinu línunni á kúrfunni; óbreytt ástand, hefur hvorki meira né minna í höndunum en það hafði fyrir. Myndi ég því telja að það væri heilladrýgra að trúa á Sveinka. Maður hefur engu að tapa, en mögulega eitthvað að vinna.
Á hinn bóginn hafa íslensku jólaveinarnir auðvitað barnaát á ferilsskránni, þó þeir séu mögulega óvirkar barnaætur núna. Það er samt aldrei að vita nema að þeim taki að hungra til muna í kreppunni.
Þá nýfæddur Sveinki í jötunni lá
á jólunum fyrstu, það var dýrlegt að sjá
þá sveimuðu hreindýr á himninum hans
því hann var hér fæddur í líkingu manns
Engin ummæli:
Skrifa ummæli