Hausttónleikar Háskólakórsins
Á morgun, mánudaginn 24. og þriðjudaginn 25. nóvember heldur Háskólakórinn hausttónlleika. Að þessu sinni flytjum við Messías eftir Friedrich Händel. Hljómsvetina skipa hljóðfæraleikarar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands og einsöngvarar eru Sibylle Köll mezzosópran, Hlöðver Sigurðsson tenór, Valdimar Hilmarsson baritón og Þórunn Marinósdóttir sópran.
Miðaverð er 1500 krónur í forsölu hjá kórmeðlimum eða í gegnum kor@hi.is en 2000 krónur við dyrnar.
Þess má til gamans geta að í lok fréttatíma RÚV í kvöld var sjónvarpað frá æfingunni okkar í dag, þar sem við sungum Hallelujah.
...
Ég fór á tvenna frábæra tónleika um daginn, hjá Ungfóníu sem flutti fyrsta píanókonsert Brahms og Sinfóníu frá Nýja heiminum eftir Dvořák. Síðasta kaflann úr seinna verkinu þekkti ég af góðu úr kvikmyndinni Underground eftir Emir Kusturica. Píanóleikarinn þþótti mér líka sérlega góður.
Í gær fór ég svo á tónleika Vox Academica ásamt hljómsveit Jóns Leifs Camerata, sem fluttu Carmina Burana eftir Orff.
Einsöngvarar voru Þóra Einarsdóttir, Sópran Þorgeir J. Andrésson, Tenór og Alex Ashworth, Baritónn. Hákon "tumi" Leifsson stjórnaði. Að öðrum ólöstuðum var ég sérstaklega hrifinn af raddsviðinu hjá Þóru í Dulcissime og hjá Þorgeiri í Söng svansins á teininum.
Ég þekkti satt að segja bara fyrsta kaflann, O Fortuna en hef alltaf hrifist af honum. Þegar ég heyrði núna allt verkið flutt var ég yir mig hrifinn, af tónlistinni, flutningnum og kveðskapnum. Stórfenglegt verk og afbragðs flutningur. Fjallar um fallvaltleika og hverfulleik lífsins, breiskleika mannanna og lífsins lystisemdir. Mér fannst verkið sérlega viðeigandi í ástandinu og kærkomið. Ég þakka kærlega fyrir mig. :)
...
Ég fagna endurkomu Bastarðsins.
...
Á sunnudagskvöldi er ljúft að fá sér vænan tebolla, lesa góða bók og hlusta á Requiem eftir Mozart.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli