miðvikudagur, október 22, 2008

[Félagið Ísland-Palestína] Sjálfboðaliðar í Palestínu - Opinn fundur í Háskóla Íslands, fimmtudaginn 23. okt‏óber kl. 20:00

Sumarið 2008 störfuðu 5 íslenskir sjálfboðaliðar á Vesturbakkanum á vegum Félagsins Ísland-Palestína. Þrír unnu með palestínsku læknishjálparnefndunum (PMRS) og tveir hjá Project Hope. Sjálfboðaliðarnir munu deila reynslu sinni á opnum fundi í Háskóla Íslands (Árnagarði, stofu 311), fimmtudaginn 23. október 2008. Fundurinn hefst kl. 20.00. Fjölmennum! Látum orðið berast. Allir velkomnir.

Dagskrá:
Stefán Ágúst Hafsteinsson, læknanemi, fjallar um sögu Palestínu og ástandið á Vesturbakkanum.
Yousef Ingi Tamimi, stjórnmálafræðinemi, ræðir núverandi ástand og áhrif þess á ungt fólk.
Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Project Hope
Einar Teitur Björnsson, læknanemi, segir frá reynslu sinni sem sjálfboðaliði hjá Palestínsku læknahjálparnefndunum (PMRS)
Gunnar Pétursson, hjúkrunarnemi, segir dæmisögur af fólki sem hann kynntist á meðan á dvöl hans stóð.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.