þriðjudagur, desember 09, 2008

Enter Santa...

Sum jólalög finnst mér býsna óhugnarleg. Santa Claus is Coming to Town er meðal þeirra. Skelli textanum hér:


You better watch out
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
He's making a list
And checking it twice;
Gonna find out Who's naughty and nice
Santa Claus is coming to town
He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake
He knows if you've been bad or good
So be good for goodness sake!
O! You better watch out!
You better not cry
Better not pout
I'm telling you why
Santa Claus is coming to town
Santa Claus is coming to town


Strax frá upphafi er textinn krípí: "You better watch out
You better not cry..."
"He sees you when you're sleeping
He knows when you're awake..."
"...be good for goodness sake"!
Or else...
Ímyndið ykkur svo mjóróma telpurödd syngja þetta hægta capella (ef hryllingsmyndir hafa kennt mér eitthvað, þá er það hversu litlir krakkar og gamalt fólk geta verið krípí).

Mér finnst hér komið tilvalið efni fyrir Stephen King. Er þetta ekki farið minna óþægilega mikið á þessa tvo kumpána?

Og ef þetta snýst um að maður verði að vera góður eða að maður fái á baukinn, þá er þetta farið að minna á Drottinn allsherjar (eða ætti ég að segja allsHELJAR?) þegar hann er í mesta blóðþorstaskapinu og lætur rigna eldi brennisteini og halakörtum.
Eins og Samuel L. Jackson minnir okkur á:


Að maður minnist ekki á tilhugsunina um að hleypa gömlu skrautkprýddu hálftrölli (sem á minnst tólf sams konar systkini) með barnaát á sakarskrá og á framfæri virkar barnaætu og forynju (sbr. færslu mína Jólasveinar: Barnagælur og -fælur frá 2005), sem býður börnum að tylla sér á kné sitt og býður þeim leikföng og nammi nálægt börnunum sínum.
Hvað þá þegar viðkomandi er sagður bera nafn sem lýsi persónu hans vel og nafnið getur m.a. verið Giljagaur, Gluggagægir, Bjúgnakrækir, Gáttaþefur, Faldafeykir og Flórsleikir.

Ég verð hreinlega að spyrja: Er ég of dómharður? Eru jólasveinarnir kannski búnir að gjalda skuld sína við samfélagið? Mynduð þið t.d. hleypa börnunum ykkar nálægt þess konar gaur?
Err, never mind I asked. You freaky old bastards, you.

Lög dagsins:
Enter Sandman með Metallica

Dream Warriors með Dokken


og Tupelo með Nick Cave & The Bad Seeds

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.