mánudagur, október 06, 2008

Glymur dansur í höll, dans sláið í ring - Týr á Nasa

Týr voru rosalegir. Alltaf gaman á tónleikum með þessari frábæru sveit, en mér reiknast að ég hafi nú verið forfallinn aðdáandi í 6 ár (tíminn flýgur). Hvernig er annars ekki hægt að fíla færeyskt þjóðlagavíkingaþungarokk? :D Týr tóku auðvitað Orminn langa, Hail To the Hammer og Reginn smið en einnig snilldarlög á borð við Ramund hin unge, The Edge, The Rune (af fyrstu plötunni), Dreams, Ragnarok, Valkyrjan, og eitthvað fleira af þriðju og nýju plötunni, þekkti allav. Sinklars visa (ég hef lítið sem ekkert hlustað á 3ju plötuna og aðeins nýlega heyrt eitthvað af nýjustu plötunni, gætu reyndar hafa tekið e-ð fleira af Eric the Red, langt síðan að ég hlustaði á sum lögin). Þeir enduðu svo með The Wild Rover. Helst að ég saknaði Excavation, Ólavs Riddararósar og How Far To Aasgard, en ég var þó meira en sáttur.
Stemmningin var gífurleg og lét undirritaður sitt ekki eftir liggja þar sem hann slammaði, vikivakaðist og rokkaði af sér hausinn framarlega við sviðið í góðra vina hópi, en þarna voru t.d. Jón Guðni, Bjölli, Vésteinn bróðir, Ari og Bessi, Kristján. Colin og vinkona hans.
Dark Harvest fannst mér líka frábærir, Mammút líka, Severed Crotch voru fínir. Ég missti af Perlu. Allt í allt var þetta frábært kvöld.

Ég hef verið að leita að nýju plötunni með Tý, sem heitir Land, en hvergi getað fundið hana í plötubúðum. Það finnst mér fúlt, því það sem ég hef heyrt rokkar feitt.

Lög dagsins eru að sjálfsögðu með Tý:

Excavation, af plötunni How Far To Aasgard

The Edge, af plötunni Eric the Red:

Reginn Smiður, af sömu plötu:


Sinklars Visa, af plötunni Land:

2 ummæli:

Unknown sagði...

Það er líklega hægt að fá plötuna í Smekkleysu. Mæli algjörlega með henni. En tónleikarnir voru algjörlega frábærir :)

Einar Steinn sagði...

Nýja platan er mjög góð, hef verið að hlusta á lög af henni á jútjúb. Skildist af vinkonu minni að hún hafi ekki getað fengið hana í Smekkleysu, en það má reyna. 12 Tónar koma líka til greina.
Gaman að þú hafi haft sömu ánægju af tónleikunum. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.