Spáum aðeins í hagfræði!!!
Las rétt í þessu eftirfarandi póst sem mamma framsendi á mig:
Ef þið hefðuð lagt 100.000 krónur í að kaupa hlutabréf Nortel fyrir einu ári síðan væri verðmæti bréfanna í dag um 4.900 krónur.
Hefði sama fjárfesting verið lögð í Enron væri sú eign í dag um 1.650 krónur.
Hefðuð þið keypt bréf í World Com fyrir 100.000 krónur væri minna en 500 kall eftir.
Hefðuð þið keypt í Landsbankanum, Glitni eða Kaupþing væru 0 kr. eftir
Hefði peningurinn hins vegar verið notaður til að kaupa Thule-bjór fyrir einu ári síðan þá hefði verið hægt að drekka hann allan og fara síðan með dósirnar í endurvinnslu og hafa um 21.400 krónur upp úr því.
Þegar ofangreint er athugað virðist vera vænlegur kostur fyrir fjárfesta að drekka stíft og endurvinna !
Lög dagsins: She's So Hot úr Flight of The Conchords:
og Frodo, Don't Wear The Ring, úr sama þætti:
Engin ummæli:
Skrifa ummæli