þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Allt í nafni frjálshyggju og frelsis*

Er von að ég spyrji mig hvað bókafélaginu Uglu gengur til þegar það gefur út í sömu seríu bækurnar “Íslamistar og naívistar, “Ranghugmynd Richards Dawkins” og “Dýrmætast er frelsið”. Þessum bókum virðist síður vera ætlað að opna upplýsta málefnalega umræðu heldur en að ala á afturhaldi, paranoju og kreddum. E-r stokkfreðinn afturhaldspoki skrifar e-a dellubók, svo hann er þýddur og honum hampað þarna eins og hann væri Múhameð spámaður. Þetta kemur manni þó kannski minna á óvart þegar maður spáir í því að sama útgáfa gefur út Þjóðmál. Það er ekki laust við að mér fljúgi í hug orð Georgs Bjarnfreðarsonar í Næturvaktinni í garð Hannesar Hólmsteins: “Forheimska alþýðunnar er ykkar styrkur!”
En svona í alvöru talað: “Vuut the fugg?”

Ég keypti mér um daginn bókina “Löstur er ekki glæpur” eftir Lysander Spooner. Gefið út af Andríki. Sýnist bókin forvitnileg. Spooner færir rök fyrir því að á meðan lestir manns skaða ekki náungann, og á meðan sá fyrrnefndi sé sjálfráða, þá ætti ekki löggjafinn ekki að refsa fyrir slíka lesti eins og glæpur væri.
Nú segir hins vegar í lokaorðum formála útgefanda (leturbreytingar mínar): “Flest mannleg hegðun er með einum eða öðrum hætti úthrópuð sem löstur um þessar mundir. Allt frá sælgætisáti til klámfíknar og tóbaksnautnar. Heilsupostular, umhverfissinnar, femínistar og aðrir umvöndunarmenn eiga mestan þátt í þessu. Út af fyrir sig er ekkert við því að segja annað en að slíka menn skorti umburðarlyndi gagnvart hegðun annara. Þeir mega tala sig hása gegn hvaða hegðun sem er. Það er þeirra réttur. Vandinn liggur í því að menn freistast til að leiða þennan skort á umburðarlyndi í lög. Gegn því hefur sjaldan verið mikilvægara að sporna".

Það var og. Ú á vondu femínistana sem vilja ekki leyfa okkur að rúnka okkur í friði yfir klámi því þeir hafa áhyggjur af því að konur séu lítillækkaðar og undirokaðar. Ú á umhverfishippa og trjáfaðmara. Ú á helvítis fasistana sem vilja fá að vera í friði fyrir tóbaksreik.

*Smá Bubbavísun

Lag dagsins: Boom Boom úr Flight of the Conchords:


Einn eftirlætis rithöfundurinn minn, Kurt Vonnegut, (höfundur Slaughterhouse Five, Cat's Cradle, Sirens of Titan, Breakfast of Champions, Mother Night o.fl.) hefði orðið 86 ára í dag, hefði hann lifað. Það er mikill missir af honum en gott að eiga verk hans að, bæði í ræðu og riti. Ég mun ævinlega finna til væntumþykju og þakklætis í garð Kurt Vonnegut og leyfi honum að eiga lokaorðin:

"If you want to take my guns away from me, and you’re all for murdering fetuses, and love it when homosexuals marry each other, and want to give them kitchen appliances at their showers, and you’re for the poor, you’re a liberal. If you are against those perversions and for the rich, you’re a conservative. What could be simpler?"

Vonnegut endaði síðustu bókina sína sem var gefinn út meðan hann lifði; A Man Without a Country, með ljóðinu Requiem:

Requiem

When the last living thing
has died on account of us,
how poetical it would be
if Earth could say,
in a voice floating up
perhaps
from the floor
of the Grand Canyon,
“It is done.”
People did not like it here.


"Hello, babies. Welcome to Earth. It's hot in the summer and cold in the winter. It's round and wet and crowded. At the outside, babies, you've got about a hundred years here. There's only one rule that I know of, babies—God damn it, you've got to be kind." -- Elliot Rosewater í God Bless You, Mr. Rosewater

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.