þriðjudagur, desember 02, 2008

Hugleiðing um tungumál og kreppu

Gleðilegan nýliðinn fullveldisdag. Vonandi að það megi lifa áfram en verði ekki skellt á E-bay, sem mér virðist eiginlega vera stefnan núna.

Eitt þykir mér jákvætt við kreppuna, og það er hvernig áður sjaldheyrð orð verða nú algengari í daglegu tali. Orð á borð við "auðvald", "öreigar", borgarastétt", "arðrán", "stéttaskipting/barátta", "bylting", "kapítal", "proletariat" os.frv.
Í gær sat ég í Háskólatorgi og heyrði mann á næsta borði mæla þessi fleygu orð "Lýðræðið lýtur fána auðvaldsins".
Það þótti mér fallegt.

Ég fékk annars ærlegan kreppufíling í gær þar sem ég beið dúðaður í biðröð eftir að vera skömmtuð súpa (reyndar inni á Háskólatorgi, en hey!).

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.