mánudagur, október 20, 2008

Þessi póstur var uppfærður og lagfærður eilítið 14:08, þriðjudaginn 21. október.*

Rowan Atkinsson sem íhaldsmaður, fjallandi um innflytjendur:


Sagan vill oft gleyma miklum snillingum, eins og Monty Python sýnir okkur:



Uppfært 19:37

Mikið hefur verið rætt undanfarið um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gjarnan eins og það sé töfralausn sem muni nú redda okkur úr skuldafeninu. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um kvaðirnar sem því myndi fylgja. Lesið endilega grein Þórarins Hjartarsonar um þær á Egginni, hún nefnist Náð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er dauði.
Bankar eru nota bene ekki góðgerðarfyrirtæki, bankanum þínum er, almennt séð, sama um þig. Tilgangur banka er að græða peninga. Ég segi ekki að inni á milli geti ekki leynst hugsjónafólk eða að hinn almenni starfsmaður get iekki verið greiðvikinn, ég er fremur að tala um þá sem eru í valdastöðum í bankanum, forystuna og bankann sem heild, The Borg, mætti kannski kalla það. Fyrir hvern hugsjónamann eru allav. tíu sem hafa þá hugsjón æðsta að láta bankanum áskotnast meira fé, það er tilgangurinn með bankanum og er það því jafnan í fyrsta sæti.
Eins mun Alþjóðagjadeyrissjóðurinn ekki veita lán án skilyrða. "Karl er þetta, Kiðhús minn, kerling vill fá eitthvað fyrir snúð sinn."
Þegar Íslendingar hafa fengið þá hörðu lexíu í hausinn að bankanum þeirra hér heima er sama um þá, þá er lítil ástæða til að búast við meiri rausnarskap erlendis frá.

Sjóðurinn vill þannig gefa Bretum sjálfdæmi um skilyrði lánsins. Skv. því sem Og: skv. því sem Ragnar Ögmundsson sagði í Silfri Egils voru Bretar að heimta af okkur 4 þúsund milljarða króna. Það er víst helmingur af öllum þeim ótryggðu skuldum sem erlendir bankar og vogunarsjóðir hafa lánað íslenskum fjárglæframönnum vegna fjárfestinga, einkum í Bretlandi. Breska kapítalið vill fá sitt. Ef slíkar drápsklyfjar leggjast á íslenska ríkissjóðinn og skattgreiðendur myndi vera búið með íslenskt sjálfstæði, auk þess sem lífskjör í landinu skerðast hrapalega um ófyrirséða tíð. Slíkir eru þá skilmálar þessa illræmda sjóðs.
Það er alkunna að fyrsta boðorð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að opna lönd og hagkerfi fyrir frjálsu flæði alþjóðlegs fjármagns. Næstu boðorð eru svo niðurskurður opinberra geirans, einkavæðing og hallalaus fjárlög.
skrifar Þórarinn.

Doddi veit hvað hann syngur þegar hann mælir með stöffi við mig. Hann mælti nýlega með því að ég kynnti mér Paul Krugman. Krugman fékk svo Nóbelinn í Hagfræði fyrir skömmu. Það þykir mér gleðiefni og hyggst kynna mér karlinn betur.

Ég finn fyrir því þessa daganna að ég vildi að ég hefði fylgst betur með í Viðskiptafræði í 6. bekk MR. Þegar ég lagði mig eftir því gat mér gengið sæmielga og fékk þokkalegt á lokaprófi, en hugur minn var ekki sérlega spenntur fyrir þessu, kannski var það antí-kapítalistinn í mér eða e-ð. ég man ekki hvort það var Sverrir eða Ármann Jakobsson sem mun hafa sagt "Ég trúi ekki á ósýnilegu höndina eða aðra drauga" og hefur það kannski ráðið för hjá mér. Á hinn bóginn; "Know Your Enemy" eins og Rage Against The Machine minna okkur á. Andri snær orðaði þetta líka ágætlega í heiti á kafla í Druamalandinu; "Stundum þarf að skilja leiðinlega hluti". Ég myndi gjarnan vilja hafa betri skilning og þekkingu á ástandinu heldur en ég hef, orsökum, núvernadi ástandi og því sem gæti verið í vændum. Spurning hvor bróðir minn geti lánað mér Principles of Economics og þá hvort ég fari eitthvað að glugga í hana aftur.

*So sue me.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.