OPINN BORGARAFUNDUR - um stöðu þjóðarinnar
í Iðnó í kvöld, mánudaginn 27. október kl. 20:00
Til hvers?
- Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
- Á síðustu vikum hefur almennum borgurum hvergi gefist kostur á að tjá sig eða spyrja ráðamenn beinna spurninga.
- Öllum stjórnmálamönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum verður boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
- Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
- Til að leita spurninga og svara um hvað framtíðin ber í skauti sér.
Fyrirkomulag
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5-10 mín hver): Einar Már Guðmundsson rithöfundur, Björg Eva Erlendsdóttir blaðamaður, Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og Vilhjálmur Bjarnason viðskiptafræðingur.
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær þrjár mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja spurninga.
Settur verður fundarritari og tekin saman ályktun í lok fundar ef þurfa þykir.
Takmarkaður sætafjöldi – sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.
F.h. undirbúningshóps: Gunnar Sigurðsson leikstjóri (gus@mmedia.is - s: 897 7694) og Davíð A. Stefánsson bókmenntafræðingur (david@ljod.is - s: 864 7200).
...
Lag dagsins: Styttur bæjarins með Spilverki þjóðanna
Engin ummæli:
Skrifa ummæli