föstudagur, nóvember 27, 2009

Frjáls Palestína

Fyrsta tölublað 20. árgangs Frjálsrar Palestínu, málgagns Félagsins Ísland-Palestína kom út í dag í ritstjórn minni. Var þetta jafnframt í fyrsta sinn sem ég ritstýri blaði. Blaðið er glæsilegt og ekki laust við að maður sé stoltur. Ég þakka stjórn félagsins, öllum sem lögðu fram efni, þýddu og lásu yfir, Prentmeti, Hauki Má Haraldssyni uppsetjara, Katrínu Mixa og Hjálmtý Heiðdal, sem sitja með mér í ritstjórn, kærlega fyrir samstarf og framlag við tilurð blaðsins.

Þeim sem vilja nálgast blaðið en eru ekki í félaginu er að sjálfsögðu ráðlagt að ganga í félagið, en það verður einnig til sölu á e-ð 4-500 kr. á fundinum á sunnudaginn.
Einnig býst ég við að það komi á pdf-formi á heimasíðu félagsins, svo sem verið hefur undanfarin ár, en rekstur síðunnar hefur reyndar verið niðri um hríð, þó það standi nú til bóta. Einhver töf gæti því verið á því.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.