miðvikudagur, maí 13, 2009

Enn um gras

Óskiljanlegt er grasið:
maður treður það undir fótum sér
en það reisir sig jafnharðan við aftur.

Óskiljanlegt er grasið:
skepnurnar bíta það og renna því niður
og skila aftur hinu ómeltanlega
- en viti menn:
á því nærist svo nýtt gras.

Já óskiljanlegt er það
hið græna gras jarðarinnar:
auðmýktin og uppreisnin í senn.


-- Jóhannes úr Kötlum, Ný og nið, 1970.

2 ummæli:

Einsi Jó sagði...

Hvað segirðu, nafni? Er allt í lagi með símann þinn? Ég fæ alltaf talhólfið þegar ég hringi í þig.

Einar Steinn sagði...

Nei, kveikja/slökkva-takkinn er í skralli. Hef ekki komið því í verk að láta tékka hann en ætli ég geri það ekki í dag.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.