miðvikudagur, maí 13, 2009

Tími Tveggja ríkja lausnarinnar liðinn? - 60 mínútur fjalla um málefni Palestínu og Ísrael á óvenju hreinskilinn hátt*

Bandaríski fréttaskýrendaþátturinn 60 mínútur fjallaði nýlega á um lífið í hertekinni Palestínu og hvaða áhrif landránsbyggðir Ísraela hafa á friðarhorfur á svæðinu. Í óvenju hreinskilinni umfjöllun um deilur Palestínumanna og Ísraela er komið inn aðskilnaðarstefnuna sem ríkir á palestínsku herteknu svæðunum og af hverju 15 ára samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna hafa ekki skilað þeim síðarnefndu frelsi eða eigin ríki.

Sístækkandi landránsbyggðir á herteknu svæðunum og vegir til þeirra, sem aðeins eru ætlaðir ísraelskum landránsmönnum, skera í sundur landsvæði Palestínumanna. Múrar og vegatálmar hernámsliðsins koma í veg fyrir að fólk komist leiðar sínar, bændur þurfa fara í gegnum hlið til að komast að bújörðum sínum og landránsmenn fá mun meira vant til notkunar en innfæddir Palestínumenn. Fram kemur að til að einhver möguleiki eigi að vera á friði verði Ísraelar að draga herlið sitt frá Vesturbakkanum og Gaza - en þar sem landráðsmenn hafi lagt undir sig stóran hluta svæðisins sé spurning hvort tími tveggja ríkja lausnarinnar sé liðinn.

Samkvæmt umfjöllun 60 mínúta hafa Ísraelar 3 kosti:
Að beita þjóðernishreinsunum, þar sem Palestínumenn yrðu reknir frá Vesturbakkanum
Að veita Palestínumönnum kosningarrétt, sem væri lýðræðislegur kostur en myndi þýða endalok Ísraels sem gyðingarríki.**
Innleitt Apartheid (aðskilnaðarstefnu) þar sem minnihluta Ísraelsmanna ræður yfir meirihluta Palestínumanna.***

>> Við mælum með að sem flestir sjái þessa 13 mínútna umfjöllun 60 mínútna<<

Þátturinn var sýndur á CBS í Bandaríkjunum og nýlega á Stöð 2 á íslandi.
Hægt er að sjá þáttinn í heild sinni hér:




* Fékk þetta sent á póstlista fólksins, fyrir hönd Félagsins Ísland-Palestína, og birti hér.

**Ísrael lítur á sig sem sérríki gyðinga, Palestínumenn eru flestir kristnir og múslimar og því líta ráðamenn þar á það sem vondan kost að veita þeim sömu réttindi og gyðingar.
*** Eins og kemur fram í þættinum er þetta kerfi, aðskilnaðarstefna, við líði í hertekinni Palestínu í dag.

ATH! Eina leiðréttingin sem þarft er að koma á framfæri; Ísraelsk hernámsyfirvöld eru ekki að reisa Aðskilnaðarmúr milli Vesturbakkans (hertekin Palestína) og Ísraelsríkis, heldur liggur stærstur hluti múrsins á herteknu palestínsku landi - og víða teygir hann sig langt inn á Vesturbakkann, yfir bújarðir og kringum byggðir Palestínumanna.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.