1. maí
Ég óska landsmönnum til hamingju með Alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins.
Vésteinn bróðir skrifar á Eggina: Verkalýðshreyfing í kreppu?.
Maístjarnan eftir Halldór Laxness birtist fyrst í æskulýðsblaði á þessum degi árið 1922. Laxness gaf það síðar út í Kvæðakveri og lagði það einig í munn Ólafs Kárasonar Ljósvíkings í Heimsljósi. Þetta fallega lag og ljóð finnst mér alltaf jafn hrífandi og gaman að syngja. Það á líka vel við:
Maístjarnan
Ó hve létt er þitt skóhljóð
ó hve leingi ég beið þín,
það er vorhret á glugga,
napur vindur sem hvín,
en ég veit eina stjörnu,
eina stjörnu sem skín,
og nú loks ertu komin,
þú ert komin til mín.
Það eru erfiðir tímar,
það er atvinnuþref,
ég hef ekkert að bjóða,
ekki ögn sem ég gef,
nema von mína og líf mitt
hvort ég vaki eða sef,
þetta eitt sem þú gafst mér
það er alt sem ég hef.
En í kvöld lýkur vetri
sérhvers vinnandi manns,
og á morgun skín maísól,
það er maísólin hans,
það er maísólin okkar,
okkar einíngarbands,
fyrir þér ber ég fána
þessa framtíðarlands.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli