mánudagur, ágúst 17, 2009

Hvalreki

Sem ég las grein Doktor Gunna um framsækið rokk í Grapevine þá sá ég í enda hennar að hann vísaði á heimasíðu þar sem hann sagði að væri hægt að hlusta á dágóðan slatta af þessu dóti. Ég ætlaði varla að trúa því, og hugði að böggull hlyti að fylgja skammrifi. En viti menn; þarna voru 13 sígildar plötur úr íslenskri poppsögu, en sumar hefur verið ill-eða ófáanlegar í langa tíð, til að mynda hafa sveitirnar Náttúra og Icecross enn ekki verið endurútgefnar á geisladisk, ég hafði þó fundið Magic Key með Náttúru á vínyl á Bókasafninu en hvergi getað fundið Icecross og ekkert heyrt með sveitunum. Nánar tiltekið eru plöturnar á þessari síðu Lifun og Mandala með Trúbrot(i/um?), Hinn íslenski Þursaflokkur, samefnd sveitinni,What's Hidden There? með Svanfríði, Sturla með Spilverki þjóðanna og plata samnefd sveitinni, Óðmenn, Mánar, Icecross og Jónas og Einar eru einnig með plötur samnefndar flytjendum, þá er þarna platan Uppteknir með Pelican og Hríslan og straumurinn með Eik.
Ég skellti hlekk á síðuna, www.icelandprog.com hægra megin á bloggsíðunni. Platan sem þá byrjar í spilun er sú ágæta plata ...Lifun með Trúbrot. Það er annars skömm af því hversu lítið af þessari tónlist hefur verið endurútgefið á geisladisk, því hún er afspyrnu góð.
Hlustið og njótið.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.