fimmtudagur, nóvember 12, 2009

Af mönnum og álfum

Ekkillinn

Uppi í háa hamrinum býr huldukona,
það veit enginn Íslendingur
annar en ég, hvað vel hún syngur.

Eitt sinn hvarf hann ekkillinn frá Álfahamri,
það var ekki allt með felldu,
eftir því sem sumir héldu.

Leitað var hans út með á og upp við hamra,
en allir höfðu öðru að sinna,
ekkilinn var hvergi að finna.

Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa
heyrt hann glöggt á hljóðri vöku
í hamrinum syngja þessa stöku.


--Davíð Stefánsson frá Fagraskógi


Karl sat undir kletti

Karl sat undir kletti
og kordur sínar sló,
hann hafði skegg svo skrítið
og skögultönn og hló,
hann hafði skegg svo skrítilegt
og skögultönn og hló.

Huldan uppí hamri
heyrði ljúfan klið,
hún læddist út úr hamri
og lagði eyrun við,
hún læddist út úr hamrinum
og lagði eyrun við.

Síðan hefur hvorugt
hér um slóðir sést.
Sá gamli var víst ekki
eins gamall og hann lést.
sá gamli var víst ekki nærri
eins gamall og hann lést.


-- Halldóra B. Björnsson

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.