laugardagur, apríl 18, 2009

Ekki refsað fyrir pyntingar

Í dag afhentu starfsmenn Hvíta hússins þolendum pyntinga af hálfu CIA skaðabætur sem Obama forseti sendi þeim; sjálfshjáparbókina Shut The Fuck Up, við hátíðlega viðhöfn. Voru þolendurnir í kjölfarið vinsamlegst beðnir að víkja af vetfangi af öryggissveitum sem beittu táragasi og kylfum til að dreifa mannföldanum. Aðspurður sagði talsmaður sérsveitarinnar að ástæða aðgerðarinnar væri að þolendurnir hefðu ekki látið sér segjast þegar þeir voru beðnir um að víkja til hliðar, þar sem þeir skyggðu á framfaraljómann.
Heimildamaður hjá Hvíta húsinu hefur eftir forsetanum að hann hafi brýnt fyrir þolendunum "að muna fjölskyldulegu gildin".


Hvað fullyrðingar um að vantsdýfingar séu ekki pyntingar, þá minni ég á sýnikennslu Samtaka hernaðarandstæðinga í vatnsdýfingum, þar sem sjálfboðaliðar fengu að prufa þetta, en gátu gefið merki þegar þeir þyldu ekki meira. Bróðir minn entist ca. 15 sekúndur.
Íslenskum ráðamönnum og Condoleezu Rice, sem var þá stödd hérlendis og er ein þeirra sem hefur haldið fyrrnefndri fullyrðingu fram, var boðið að prófa þessar vatnspyntingar sem Bandarísk yfirvöld og fylgisnatar þeirra halda fram að séu ekki pyntingar. Enginn þeirra þáði boðið.

Uri Avnery skrifar góða grein um hættuna sem Ísrael stendur af fasisma: A Little Red Light.

Lag dagsins: Jeanny með Falco

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.