mánudagur, október 26, 2009

Einar velvakandi

Í dag brá ég mér á Bókasafnið í Kringlunni.
Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema að ég hef aldrei farið á bókasafnið þar áður.
Vissi ekki það væri til.
Svo segir Doddi mér að það hafi verið þarna í svona tíu ár eða meira.
Touché.
Mér til varnar virðist það eiginlega vera eitt best geymda leyndarmál Kringlunnar. Þetta er í gömlu Borgarkringlunni, sem eitt sinn hét. Maður gengur ganginn út í horni hjá Subway og þar er lítið óáberandi skilti sem rennur nánast saman við vegginn og tjáir manni að maður eigi að ganga ganginn í átt að bókasafninu. Þegar komið er á enda gangsins eru tröppur niður og þar niðri er Bókasafnið.
Að því sögðu sótti ég mér bunka af góðu efni, allt geisladiska. Safndiska með Edith Piaf, Ray Charles, Roy Orbinson, Kim Larsen, The Cure og Willie Nelson auk The Boatman's Call með Nick Cave & The Bad Seeds, Toys in the Attic með Aerosmith og Ten með Pearl Jam.
Mér líst líka alveg asskoti vel á kvikmyndasafnið þeirra.

2 ummæli:

Arngrímur sagði...

Það hefur þá líka farið framhjá þér að fyrstu þrjá mánuðina mína hjá Borgarbókasafni vann ég í Kringlunni og á Bókabílnum.

Einar Steinn sagði...

Uh, já. Vissi bara að þú værir að vinna á Borgarbókasafninu.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.