þriðjudagur, maí 19, 2009

Gunnar Gunnarsson 120 ára

Ég fagna 120 ára afmæli Gunnars Gunnarssonar, bölva því í sót og ösku að hafa sést yfir málþingið um hann í gær en fagna því aftur að RÚV bjóði upp á allan upplestur Gunnars á Svartfugli í þýðingu Magnúsar Ásgeirsson á hlaðvarpinu. Á málþinginu var m.a. rætt um Brimhendu, Vikivaka og Aðventu. Allt góðar sögur og fólk gæti gert margt vitlausara en að bregða sér með eina þeirra út í sólina.
Mæli sömuleiðis með Sælir eru einfaldir, Blindhúsum (í Landnámuútgáfunni er sú saga í sama bindi og Vikivaki) og hinum 5 bindum Fjallkirkjunnar; Leik að stráum, Skipum heiðríkjunnar, Nótt og draumi, Óreyndum ferðalangi og Hugleik í þýðingu Halldórs Laxness eða gömlu góðu dönskunni (þannig las ég Svartfugl).

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.