laugardagur, maí 02, 2009

En þá gái ég mér á lókinn með göfgina í sálinni*

“About astrology and palmistry: they are good because they make people vivid and full of possibilities. They are communism at its best. Everybody has a birthday and almost everybody has a palm” -- Kurt Vonnegut

Eins og ég virði David Lynch sem kvikmyndagerðarmann (hef raunar held ég aðeins séð Elephant Man, sem er frábær mynd, en átta mig jafnframt á hversu stórt framlag hans til kvikmyndalistarinnar er og langar mikið að sjá fleiri myndir eftir hann) þá gef ég ekki mikið fyrir þessa hugleiðslu sem hann er að boða.

Finnst þetta hljómar óttalega Pollýönnulegt eitthvað.

Kurt Vonnegut kom einhvern tíman með þá nýstárlegu kenningu að Marx hefði ekki beinlínis verið að fordæma trúarbrögð þegar hann hélt því fram að trúarbrögð væru ópíum fólksins. Vonnegut benti á að á tímum Marx hefði þetta ekki bara verið myndlíking, að á þessum tíma hefði ópíum verið hér um bil eina verkjastillandi lyfið sem í boði var, og Marx hefði sjálfur haft not af því í þessu skyni og verið þakklátur þeirri ró sem það veitti honum.
Það má því segja að svona dót virki í besta falli eins og plástur á báttið. Það getur kannski hindrað blæðingu en þýðir ekki endilega að maður nái sér af sárunum. Það er skammgóður vermir að pissa í skóna, eins og kerlingin sagði (Jón Árnason sagði að sumir héldu því fram að kerlingasögur ættu sér hliðstæðu í karlasögum, jafnvel upprunar þaðan en bætti við að "það tölum við ekki um", eða eitthvað þvíumlíkt).

Þó að manni líði e.t.v. skár með því að kjósa að horfast ekki í augu við andann, þá hverfur vandinn ekki fyrir því. Það er hins vegar fremur von að hægt sé að slá á vandann með því að bjóða honum byrgin.

Í bókinni Cat's Cradle eftir Vonnegut koma fram trúarbrögðin Bokononismi, þar sem Bokonon boðar þessa reglu: “Live by the foma** that make you brave and kind and healthy and happy.” Á forsíðu Bóka Bokonons segir jafnframt “Don't Be a Fool! Close this book at once! It is nothing but foma!" Það er skemmtileg þversögn í bókinni að fylgjendurnir áttar sig á að þetta eru blekkingar en kjósa samt að blekkja sig .Enda var raunveruleikinn, alltént hjá í búum San Lorenzo of hráslagalegur til að þeir kysu að horfast í augu við hann. Hver sá sem hefur lesið bókina áttar sig einnig á því að Bokononismi reynist tvíeggja sverð, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Þessi hugleiðsla sem Lynch kennir var kynnt Vesturlandabúum af Maharishi Yogi. Þegar hann ferðaðist um Bandaríkin með þetta fagnaðarerindi var Vonnegut að skrifa greinar fyrir Esquire, hitti þá Maharishi og skrifaði um hann greinina Yes, We Have No Nirvanas, sem síðar birtist í greina- og ræðusafninu Wampeters, Foma & Granfallons. Þar segir hann m.a.:

(Maharishi var spurður um af stöðu sína gagnvart borgaralegum réttindum)
“What
are they?" he asked.
Civil rights were explained to him in terms of black people who, because they were black, couldn't get nice houses or good educations or jobs.
Maharishi replied that any oppressed person could rise by practising Transcendental Meditation. He would automatically do his job better, and the economy would pay him more, and then he could buy anything he wanted. He wouldn't be oppressed anymore. In other words, he should quit bitching, begin to meditate, grasp his garters, and float into a commanding position in the marketplace, where transactions are always fair.
And I opened my eyes, and I took a hard look at Maharishi. He hadn't wafted me to India. He had sent me back to Schenectady, New York, where I used to work as a public relations man – years and years ago. That was where I had other euphoric men talk of the human condition in terms of switches and radios and the fairness of the marketplace. They, too, thought it was ridiculous for people to be unhappy, when there were so many simple things they could do to improve their lot. They, too, had Bachelor of Science degrees. Maharishi had come all the way from India to speak to the American people like a General Electric engineer.
Maharishi was asked his opinions of Jesus Christ. He had some. He prefaced them with this dependent clause: “From what people have
told me about him -”
Here was a man who had unselfishly spent years of his life in American and northern European hotel rooms, teaching Christians how to save the world. There had to be Gideon Bibles in most of these rooms, Yet, Maharishi had never opened one to find out what Jesus said, exactly.
Some searching mind."

...

“I went outside the hotel after that, liking Jesus better than I had ever liked him before. I wanted to see a crucifix, so I could say to it, “You know why you're up here? It's your own fault. You should have practised Transcendental meditation, which is easy as pie. You would also have made a better carpenter.”

* Megas, "Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu".
**Harmless lies

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.