þriðjudagur, apríl 07, 2009

"Trúir á frið í Mið-Austurlöndum"

Það sér náttúrulega hver heilvita maður að kröfur Palestínumanna eru fáránlegar. Að vilja ekki þurfa að sæta hrottalegu hernámi, að landránsbyggðir verði lagðar niður og að þeir fái frjálst og lífvænlegt ríki miðað við landamærin 1967, sem er örlítill hluti af upprunalegri Palestínu og miklu minna svæði en Sameinuðu þjóðirnar lögðu til að þeim yrði úthlutað þegar fyrirhugað var að skipta Palestínu í tvö ríki, gyðinga og araba á sínum tíma. Að þurfa ekki að sæta árásum eins öflugasta hers í heimi þar sem þeir hafa helst skotvopn, sjálfmorðssprengjuárásir og heimatilbúar eldflaugar á móti. Að mannréttindi þeirra séu ekki fótum troðin dag hvern. Að fá, í sem stystu máli, að lifa eðlilegu lífi.

Öll viljum við frið. En spurningin er bara: Á hvaða forsendum?

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.