laugardagur, apríl 11, 2009

Hústaka, heimsmál, rokkari og rithöfundar

Ég bendi á umfjöllun á vefsíðunni Nei! um hústökuna á Vatnsstíg.
Sjálfum finnst mér þetta flott framtak. Ég þáði heimboð hópsins (en hann var með opið hús) í gær og mér líst bara vel á. Fasteignafélagið var eitt margra sem kaupir hús og lætur þau vísvitandi grotna niður til þess að geta látið rífa þau til að fyrirtækin geti reist eitthvað rusl í staðinn, verslunarmiðstöð eða álíka. Þetta var fallegt gamalt hús sem var nú vísvitandi komið í niðurníðslu og stóð autt, engum til góðs nema þeim sem höfðu beinan hag á að láta það rotna.
Ég fagna því að þetta hús sé þá fremur nýtt í eitthvað. Ég tek undir með bróður mínum að sá sem lætur hús standa tóm og drabbast niður á ekki skilið að eiga það.
Bendi jafnframt á góðan pistil Tinnu Gígju um hústökulög og fínar hugmyndir sem hún kemur með.

...

Bendi svo á tvær góðar greinar:

John Pilger skrifar: Fake Faith and Epic Crimes.

Uri Avnery skrifar: Who's Boss Who's The Boss?.

...

Á þessum degi 1961 hófust réttarhöldin yfir Adolf Eichmann í Jerúsalem. Las bók Hönnuh Arendt um réttarhöldin um daginn og fannst hún mjög áhugaverð. Mother Night kemur óbeint inn á réttarhöldin þar sem Howard W. Campbell ræðir við Eichmanní fangelsinu í Jerúsalem.

...

Ítalski gyðingurinn og rithöfundurinn Primo Levi lést þennan dag árið 1987. Sumir telja að það hafi verið sjálfsvíg. Hann ritaði eina frægustu bók sína If This Is a Man/The Truce (er í raun 2 bindi) um upplifun sína í útrýmingarbúðum nasista. Ég er að hugsa um að nýta mér formálann og eftirmálann í ritgerðina mína. Bókin hefst með þessum ljóðlínum:


If This Is a Man

You who live safe
In your warm houses,
You who find, returning in the evening,
Hot food and friendly faces:
Consider if this is a man
Who works in the mud
Who does not know peace
Who fights for a scrap of bread
Who dies because of a yes or a no.
Consider if this is a woman,
Without hair and without name
With no more strength to remember,
Her eyes empty and her womb cold
Like a frog in winter.
Meditate that this came about:
I commend these words to you.
Carve them in your hearts
At home, in the street,
Going to bed, rising;
Repeat them to your children,
Or may your house fall apart,
May illness impede you,
May your children turn their faces from you.


...

Loks á sá ágæti bassaleikari Oliver Riedel í Rammstein afmæli í dag.

...

"And even Vonnegut is dead" söng kvartanakórinn frá Búdapest.

Þessi eftirlætis rithöfundur minn, Kurt Vonnegut, hvers bók ég er að skrifa um lést á þessum degi árið 2007. Heimurinn er snauðari síðan. Eins og ég hef áður sagt á þessu bloggi mun ávallt bera hlýjan hug og þökk til Vonneguts. Þórbergur Þórðarson sagði í Bréfi til Láru: "Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem vetir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.
Allt þetta hef ég upplifað við að lesa og hlýða á Vonnegut.
Ég mæli sérstaklega með The Sirens of Titan, Mother Night og Slaughtherhouse Five. Þar næst koma Breakfast of Champions, Cat's Cradle og Jailbird. Greina- og skoðanasöfnin hans eru líka góð, þar af hef ég lesið A Man Without a Country, kominn lagt með Wampeters Foma and Granfalloons og hef gluggað í Palm Sunday og Fates Worse Than Death.

Í raun held ég að mætti heimfæra ýmislegt af því sem Elliot Rosewater segir við vísindaskáldagnahöfunda í bókinni God Bless You Mr. Rosewater upp á Vonnegut sjálfan, þó hann sé vissulega ekki sá eini sem lætur sig þessi málefni varða sem Elliot nefnir og auðvitað les ég sjálfur fleiri en Vonnegut þó mér þyki iðulega gott að snúa aftur til bókanna hans:

"I love you sons of bitches. You’re all I read any more. You're the only ones who’ll talk all about the really terrific changes going on, the only ones crazy enough to know that life is a space voyage, and not a short one, either, but one that’ll last for billions of years. You’re the only ones with guts enough to really care about the future, who really notice what machines do to us, what wars do to us, what cities do to us, what big, simple ideas do to us, what tremendous misunderstanding, mistakes, accidents, catastrophes do to us. You're the only ones zany enough to agonize over time and distance without limit, over mysteries that will never die, over the fact that we are right now determining whether the space voyage for the next billion years or so is going to be Heaven or Hell."

Ég er líka sammála Bo Petterson í bókinni The World According to Kurt Vonnegut að togstreitan milli þess fyrirfram ákvarðaða og frjáls vilja sé eitt af því sem er mest hrífandi og kjarni í bókum hans, í raun að maðurinn sé ekki algjörlega fyrirfram ákvarðaður og að hann verði að reyna að breyta vel eftir því sem er mögulegt. Hann telur stóru íroníurnar í þemum og formi hjá Vonnegut vera varanlegasta framlag Vonneguts til bandarískra bókmennta ekki síst vegna áhuga hans á öflunum sem móta mannlega hegðun og ábyrgðinni sem maðurin nþarf engu að síður að axla.

"If you want to really hurt your parents, and you don't have the nerve to be gay, the least you can do is go into the arts. I'm not kidding. The arts are not a way to make a living. They are a very human way of making life more bearable. Practicing an art, no matter how well or badly, is a way to make your soul grow, for heaven's sake. Sing in the shower. Dance to the radio. Tell stories. Write a poem to a friend, even a lousy poem. Do it as well as you possibly can. You will get an enormous reward. You will have created something."
-- Kurt Vonnegut, A Man Without A Country.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.