Að forsendum slepptum
Rétt í þessu heyrði ég á RÚV að starfsfólk fréttatímans hefðu leitað bankalegs álits á Icesave-deilunni, “að pólitísku, siðferðislegu og lagalegu áliti slepptu” (orðað eftir minni mínu).
Þá er nú búið að setja helvíti mikinn fyrirvara, þykir mér, en kannski viðeigandi, þar sem ekki er að sjá að siðferði, lög eða pólitískur fýsileiki (allav. til langs tíma litið) hafi verið sett í fyrsta sæti þegar fræjunum var sáð fyrir þessa stöðu.
Þannig varð mér hugsað til ummæla Halldórs Laxness um Stalín í Skáldatíma:
“Það verður aldrei tölum talið hvað Stalín var skrýtinn maður; - og skemtilegur ef öll siðferðisvandlætíng er látin lönd og leið; í rauninni ekki ólíkur einhvers konar þussa" (leturbreytingar mínar).
Engin ummæli:
Skrifa ummæli