miðvikudagur, maí 27, 2009

Af heimsmálum

John Pilger skrifar um Tamíla í Sri Lanka: Distant voices, desperate lives

Noam Chomsky skrifar um pyntingaskjölin sem Hvíta húsið birti:The Torture Memos

Það eru ljótu fréttirnar af því hvernig Avigdor Lieberman reynir sífellt að ota sínum tota í Ísrael með últrafasískri stefnu sinni. Þetta boðar sannarlega ekki gott. Lieberman vill að ísraelskir borgarar sverji "lýðræðis-gyðingaríkinu Ísrael" hollustueið eða tapi kosningarétti sínum, en þetta vegur þegar, eðli sínu samkvæmt, að stöðu annara en gyðinga í landinu og þeir fyrrnefdu verða þá annars flokks þegnar, þegar landið er skilgreint sérstaklega sem svo að það tilheyri öðrum en þeim. Reyndar hefur Lieberman líka einfaldlega lagt til að þeir sem ekki séu gyðingar verðis sviptir ríkisborgararétti í Ísrael.
Lieberman vill einnig geta svipt þá Ísraela ríkisborgararétti sem neita að gegna herþjónustu. Hann vill banna Palestínumönnum að minnast opinberlega hörmungana sem þeir sættu 1948 við stofnun Ísraels, þegar þeir voru ýmist hraktir á brott eða flúðu hernað og ofsóknir. Þetta er maður sem talar fyrir þjóðernishreinsum, fjöldabrottflutningum á Palestínumönnum og földamorðum eins og ekkert sé eðilegra, stríðsæsingamaður sem lætur ofsækja mótmælendur og friðarbaráttufólk og vegur að tjáningafrelsi hvernig sem hann getur. Hann fyrirlítur síðan "elítur" í Ísrael og allt sem tengist stofnendum ríkisins. Það er óhugnarlegt hve sterk staða Libermans er, ekki nóg með að Liberman hafi verið skipaður í sæti utanríkisráðherra (sem er mögulega versta PR-múv hjá Ísrael nokkurn tímann) heldur hefur hann líka sterk ítök hjá lögreglunni og dómstólum, hafandi skipað innanríksráðherrana öryggismála (internal security minister) og dómsmálaráðherrann.


Ég bendi á nokkrar góðar greinar sem Uri Avnery hefur skrifað á undanförnu um ástand mála: The Emperor's New Clothes um ráðherraskipanir Netanyahu og áætlanir hans eða kannski er réttara að segja áætlanaleysi skv. Avnery, nema helst stefnuna "NEI", s.s. við friði, samningaviðræðum með nokkru markmiði og brottflutningi landtökumanna, hvað þá að enda hernámið. Og auðvitað stefnuna þar sem krafist er viðurkenningar Ísraels sem "ríki gyðinga" (State of the Jewish People). Sir Winston Peres um tilraunir Shimon Peres til að líkja Ahmadinejad Íranforseta. Quarrel on the Titanic um ósamtöðu Palestínumanna, þar sem Ísrael ber mikla ábyrgð, hafandi stundað stefnuna að deila og drottna um langt skeið (sbr. grein mína í Lesbók Morgunblaðsins laugardaginn 28. júlí 2007, sem síðar birtist í tímariti Frjálsrar Palestínu (sama ár, minnir mig)). Calm Voice, big Stick, um fund Netanyahu og Obama.

Ein frétt er þó sannarlega ljóstýra í myrkrinu sem ríkir á Gaza og í málefnum Palestínu, en það er vel heppnuð för 8 manna hóps til Gaza með gerfilimi handa fólki þar.

Ekki fást neinar áreiðanlegar tölur um fjölda þeirra sem þurfa gervilimi, en eitt þúsund manns var talan sem nefnd var á Gervilimastöðinni í Gazaborg (ALPC). 123 manns misstu útlimi í síðustu árásarlotu Ísraelshers sem stóð frá jólum til 18. janúar.

Þrír stoðtækjasmiðir á vegum OK PROSTHETICS (Össur Kristinsson og félagar) og Félagsins Ísland-Palestína héldu til Gazaborgar en það var Neyðarsöfnunin fyrir Gaza sem stóð undir efniskostnaði vegna þessa verkefnis. Það tókst að smíða 26 gervilimi á 24 manns á þremur dögum. Framkvæmdin tókst afspyrnu vel og mikil gleði ríkti þegar fólk sem bundið hafði verið hjólastól stóð á fætur og tók að ganga að nýju.

Tveir heimildakvikmyndagerðarmenn voru með í för og er meðal annars að vænta efnis fyrir sjónvarp frá þeim.

Hópurinn sem er alls átta manns var kvaddur með viðhöfn af borgarstjóra og haldinn var blaðamannafundur við Ráðhúsið þar sem flestir þeirra sem fengið höfðu gervilimi voru mættir. Mikið þakklæti var látið í ljós á báða bóga og vonir standa til að framhald verði á þessu verkefni.

Neyðarsöfnunin fyrir Gaza heldur áfram á vegum FÍP, kt. 520188-1349, bankanr. 0542-26-6990

Hópurinn kemur heim núna í kvöld.



Ég vil loks benda á að enn eru nokkrar sýningar eftir á Orbis Terrae í Þjóðmenningarhúsinu. Þetta er áhrifamikil, áleitin og lifandi sýning sem blandar saman mörgum ólíkum miðlum, varpar fram spurningum um þjóðmenningu og stríðsmenningu, vekur athygli á stöðu flóttafólks og hælisleitenda og á andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. Fébókarvinir grúppunar fá góðan afslátt á sýningunni. Ég bendi jafnframt á hlekkinn til hægri á þesari bloggsíðu, á Félag hælisleitenda.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.