sunnudagur, nóvember 08, 2009

Alþjóðlegur baráttudagur gegn aðskilnaðarmúrnum

Dagskrá á Café Kúltúra - mánudaginn 9. nóvember - klukkan 19.00

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn aðskilnaðarmúrnum mánudaginn 9. nóvember mun Félagið Ísland-Palestína standa fyrir kvikmynda- og fræðslukvöldi á Café Cultura, Hverfisgötu 18.

Dagskráin hefst klukkan 19.00. Allir velkomnir!


DAGSKRÁ:

Anna Tómasdóttir, hjúkrunarnemi og stjórnarmeðlimur FÍP mun flytja erindi undir yfirskriftinni „Mannréttindabrot í skjóli öryggis“ þar sem fjallað verður um aðskilnaðarmúrinn, landtökubyggðir, frelsisskerðingu og önnur mannréttindabrot sem framin eru gegn palestínsku þjóðinni og hljóta þögult samþykki umheimsins.

Sýnd verður myndin The Iron Wall en eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða heimilidarmynd um aðskilnaðarmúrinn í hertekinni Palestínu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.