Ég bið lesendur mína innilega afsökunar á löngu og dæmalausu bloggleysi mínu. Í augnablikinu er ég þó full syfjaður til að fjalla um það sem á daga mína hefur drifið og flogið hefur í gegn um hug minn á meðan því stóð. En ég vil leyfa ykkur að njóta með mér annarar tilvitnunnar í Fjallkirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson, sem er áreiðanlega ein besta og fegursta bók sem ég hef lesið, í þýðingu Halldórs Laxness. Þetta er úr annari bók, "Skip heiðríkjunnar";
Undarlegir eru mennirnir, hræðilegir sakir dularinnar sem sveipar þá, djúpir eru brunnar sálar þeirra, uppsprettur þols þeirra ríkar, undraverður hæfileiki þeirra til stuttrar gleði og langra ólíkindaláta, leyndra þjáninga og blóðdöggvaðs lífs þeirrar rósar sem springur út á næturþeli
miðvikudagur, ágúst 18, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli