Hér er ánægjuleg frétt í Morgunblaðinu; Í dag kl. 5 verður opnuð í bókasal Þjóðmenningarhússins sýningin ,,Skáld mánaðarins" og er það að þessu sinni sjálfur skáldjöfurinn Gunnar Gunnarsson. Tekur Stofnun Gunnars Gunnassonar þátt í þessu samstarfsverkefni og í vetur verður smærri sýning á Skriðuklaustri um hvert skáld. Verður farið yfir verk meistarans sem m.a. skrifaði Fjallkirkjuna (sem er ein besta bók sem ég hef lesið!), Svartfugl og Aðventu.
Ég hvet áhugasama að mæta á Hverfisgötu 15 kl. 5. Einnig má fræðast um skáldið á www.skriduklaustur.is - Gunnar skáld
föstudagur, september 10, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli