mánudagur, september 06, 2004

Hélt upp á afmælið mitt um daginn. Við áttum við ánægjulegt kvöld yfir tónlist, snæðingi, spjalli og öli og nutum samvista hvors annars. Afar góðmennt var þetta kvöld, en þar voru saman komin Arnljótur, Jenný, Aggi, Alli og Tóta, Bragi, Biggi, Loftur, Helga Lára, Ragna, Lóa og Einar nafni.
Fékk nokkrar góðar gjafir frá þeim.

Frá Einari fékk ég kvikmyndina City of God, Frá Braga fékk ég diska með Elvis og Frank Sinatra, Alli og Tóta færðu mér rauðvínsflösku, Biggi og Loftur gáfu mér ,,100 ára einsemd” eftir Gabriel Garcia Marquez, Lóa og Freyr gáfu mér Höfund Íslands eftir Hallgrím Helgason, Ragna gaf mér Rolling Stones-húfu, Arnljótur gaf mér kvikmyndirnar The 7th Voyage of sinbad og The Golden Voyage of Sinbad, Helga gaf mér Öxina og jörðina eftir Ólafur Gunnarsson og Doddi gaf mér safn Carl Barks-sagna ásamt Duck Tales-myndinni um leitina að töfralampanum. Mig langar til að þakka ykkur öllum aftur fyrir frábært kvöld og góðar gjafir. :)

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.