Aaaahhh... helgi :)
Ég vaknaði klukkan 20 mínútur í sex að harka í vinnu úti í þeim grábölvaða rokrassi Skerjafirði. Rok rigning og hagl. Það bregst ekki að það er ávallt vont veður þegar við komum á föstudögum í Skerjafjörð. Blessunarlega búinn snemma. Já, það er ekki slæmt að hvíla lúin bein í hægindastól undir teppi, fá sér kakó með sykurpúðum og hnoðninga, hlýða á ljúfa tóna og lesa síðustu kafla Fjallkirkjunnar. Svo er það gamandávaldurinn Sailesh í kvöld. :D
föstudagur, september 24, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli