Ég hef ávallt verið unnandi góðrar tónlistar. Í augnablikinu er Ennio Morricone efst á baugi og keypti ég mér safndisk með tónlist úr ýmsum kvikmyndum hans úti. Í augnablikinu hljóma magnþrungnir tónar The Good The Bad And The Ugly í hlustum mér auk laga úr For A Fistfull Of Dollars.
Sá loksins For A Fistfull Of Dollars í gær. Hún var afbragð. Þeir gerast ekki mikið svalari en Clint Eastwood sem The man with no name.
Einnig langar mig til að viða að mér tónlist Roy Budd. Hann hefur samið tónlist við fjölda mynda enn þekktust og eftirminnilegust er þó líklega tónlist hans við myndina Get Carter sem skartaði Michael Caine sem hinum ískalda og miskunarlausa Carter. Aðalstefið er sérstaklega eitursvalt; Carter takes a train með dynjandi og grúví bassalínu, lestarhljóði, bongótrommu og bergmálandi hljómborðinu sem Budd spilar sjálfur á. Glæpadjass eins og hann gerist bestur.
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli