Hefur þú fengið nóg af því að hendur okkar séu blóði drifnar vegna stuðnings íslensku ríkisstjórnarinnar við ólögmætt stríð í Írak, að þér forspurðum/forspurðri?? Folkid.net er samskiptavefur sem sameinar ólíkt fólk í einu grundvallarmarkmiði; að mótmæla Íraksstríði og stríðsrekstri, stuðningi ríkisstjórnarinnar við það og valdníðslu stjórnvalda. Hér getur fólk haft samskipti gegnum póstlista og viðrað skoðanir sínar, kynnst viðhorfum hvers annars og mögulega sammælst um aðgerðir. Ríkisstjórnin er til að þjóna fólkinu, ekki öfugt. Öllum er frjáls aðgangur að kerfinu, allir geta hætt, enginn þarf að taka þátt í því sem hann kærir sig ekki um. Fólkið getur haft áhrif. Ef þú vilt breyta ástandinu til hins betra og hafa áhrif, ekki þegja heldur láttu rödd þína heyrast.
sunnudagur, nóvember 28, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli