Nóttin eins og dökkhærð stúlka
djúp augu og myrk
leiftrandi sjáöldur
blóðrauðar varir
roðaglóðin lýsir í brosi hennar
og tunglið er hrímhvítur fákur
með silfraða spora
norðurljósin ólgandi bylgur
reikandi sála í faxi hans
kaldar lýsa stjörnurnar
í augu hennar
föstudagur, ágúst 06, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli