Fór með Dodda og Mossa á tónleika James Brown í Laugardalshöllinni um daginn. Áttum allir miða í stæði. Fyrst steig hin frábæra sveit Jagúar á stokk og hreif okkur með sér í sjóðheitt fönk.
Eftir Jagúar steig bandið á sviðið, skipuð trompetleikara, saxófónleikara, tveimur gítarleikurum, hljómborðsleikara, og tveimur trommuleikurum ásamt kynni, fjórum bakraddasöngkonum og tveimur dönsurum. Hver og einn kynntur sérstaklega, maðurinn auðvitað með toppmenn. Eftir magnaða sveiflu var maðurinn klappaður upp og þarna mætti hann. James Brown. Konungur sálartónlistarinnar. Og þetta kvöld sýndi hann og sannaði hví hann hefur þennan titil. Hann sparaði sig við snúninga og mjaðmahnykki enda að verða sjötugur en röddin var enn óaðfinnanleg, tilfinningin og gleðin og gamanið ljómaði af honum og bandinu, hann var sannarlega í essinu sínu. Sérstaklega í lögum eins og Soul Man, I Got You (I Feel Good) og Sex Machine fékk maður nánast tónlistarlega fullnægingu. (Reyndar gætu lögulegir dansararnir hafa hjálpað til með það ;)
Sumsé hin besta skemmtan. Jagúar og James, þökk fyrir mig!
Ps. Teiknaði mynd af kallinum um daginn, eftir ljósmynd. Reyni kannski að skanna hana inn.
föstudagur, september 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli