Marlon Brando látinn
Eftirlætis leikari minn og besti leikari sem Bandaríkin hafa alið, Marlon Brando er látinn, áttræður að aldri. Hann . Það má segja að hann hafi markað nýja leikstefnu, alltént í kvikmyndum. Svokallað ,,method acting" sem byggðist á djúpri túlkun og innlifun persónanna og er uppruninn hjá rússanum Stanislavsky.
Meðal þeirra mynda sem munu halda nafni hans á lofti eru A Streetcar Named Desire, þar sem hann markaði djúp spor í kvikmyndasöguna með ógleymanlegri túlkun sinni á rustamenninu Stanley Kowalski í kvikmyndun Elia Kazaan á leikriti Tennessee Williams. Eins er með On The Waterfront sem Kazaan leikstýrði einnig, en Brando fékk óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki sem uppþornaði fyrrum hnefaleikakappi Terry Malloy, sem lendir í sálarkreppu þegar hann þarf að velja um að hylma yfir morðingjum og glæpamönnum sen hann og bróðir hans starfa fyrir eða hlýða kalli samviskunnar. Hann varð einnig fulltrúi hinnar villtu uppreisnargjörnu æsku í Wild One. Einnig var hann frábær sem Emiliano Zapata í Viva Zapata! þar sem hann lék á móti öðrum afbragðs leikara, Anthony Quinn, sem lék bróður hans. Brando leikstýrði líka sjálfur vestranum One Eyed Jacks. Enn vakti hann athygli í hinni opinskáu Last Tango In Paris eftir Bernando Bertolucci. En þó er hann eflaust frægastur fyrir leik sinn í Guðföðurnum, er hann lék sjálfan Vito Corleone.
Marlon Brando var baráttumaður allt sitt líf og gaf lítið fyrir gróðamaskínu Hollywood og glyslífið. Hann lét sig málefni minnihlutahópa og kúgaðra varða, sérlega indíána, en hann neitaði að taka í eigin persónu við óskarnum fyrir Guðföðurinn í mótmælaskyni við meðferð Bandarískra yfirvalda á frumbyggjum og hvernig þeir voru sýndir í kvikmyndum.
Brando átti ekki sjö dagana sæla síðustu árin. Auk óholls lífernis var hann orðin stórskuldugur og lífsþreyttur. Sonur hans afplánar dóm fyrir morð á unnusta hálfsystur hennar.
Nú hefur hann vonandi fengið ró.
Hvíl í friði.
Ég held að fegurstu eftirmælin sem hann gæti fengið sé þessi tilvitnun í hann sjálfan:
To me, fair friend, you never can be old. For as you were when first your eye I eyed. Such seems your beauty still.
laugardagur, júlí 03, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli