Síminn minn er týndur. Já, ég veit. Aftur. Hann er einhvers staðar hér í húsinu, en mér er gjörsamlega fyrirmunað að finna hann. Hann er auk þess batterýslaus núna og þegar ég hef reynt að hringja í hann hefur engin hringing heyrst heldur hef ég strax fengið bansettans talhólfið.
Svo ef einver þarf að ná í mig í millitíðinni, þá er það bara heimasíminn eða tölvupóstur.
Uppfært þriðjudaginn 1. apríl kl.12:58.
Síminn er fundinn. Nei, þetta er ekki aprílgabb. Takk, mamma.
Merkilegar eru þessar mömmur. Ég tel mig vera búinn að leita af mér mestan grun hátt og lágt um allt hús, tékka aðra staði sem mögleiki væri á að ég hefði tapað honum, þó sannfærður um að hann hljóti að vera í húsinu og er að verða gjörsamlega gráhærður. Mamma rétt hugsar sig um og finnur hann undir púða í sófanum. Jáen jáen,...ég ... ég var búinn að leita þar... Hélt ég allav. Greinilega ekki nógu vel. Grmbl.
Mamma hefur sérstaka náðargáfu þegar kemur að því að finna. Ég hef sérstaka náðargáfu þegar kemur að því að týna. Ætli megi því ekki segja að við mæðginin eigum ágætlega saman.
Þessu ber að fagna. Ágætis leið til þess er að blasta lögum á borð við Brighton Rock með Queen af plötunni Sheer Heart Attack, Thunderstruck með AC/DC og
Ekki veit ég hvort þessi gaukur trúir sjálfur þessu orkankjaftæði en grunar allt eins að þetta sé einfaldlega enn einn loddarinn sem hefur auðtrúa fólk að féþúfu. Rugludallar flytja annan rugludall inn. Að kalla þetta "vísindi" er svona ámóta eins og að halda því fram að Manos; the Hands of Fate sé vönduð kvikmynd, eða að tilnefna Blossa eða Opinberun Hannesar sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Að nokkur tími að borga sig inn á þetta húmbúkk er ofar mínum skilningi. Karlskrattinn rukkar svo 12.000 fyrir einkanámskeið. Þá kynni ég nú sýnu betur við að skeina mér bara á seðlunum. Auðvitað græðir hann líka á áhuga fjölmiðla á svona rugludöllum. Gunnar í Krossinum er lifandi sönnun þess. "Stewart Swerdlov vekur landsmenn af værum blundi" segir í fyrirsögn 24 stunda og vona ég að það sé tilraun blaðamanns til að reyna að vera fyndinn. Ef þetta er að vekja fólk af værum blundi, megi ég þá þjást af svefnsýki sem lengst. Þessi maður heldur staðfastlega fram kenningum um eðlumenni (e. "reptililians), fjandinn hafi það! Lesið bara helvítis viðtalið!
Nú vantar bara að Vísindakirkjan reisi sér kirkju hér.
Gerið sjálfu ykkur og mér greiða og horfið á Southpark-þáttinn um Vísindakirkjuna. Ef þið hafið séð hann, horfið þá aftur á hann.
...
Oft lendir maður í því að maður er rabba við e-a viðkunnalega manneskju sem virkar ýmist skynsöm eða ekki en rekur sig á það að viðkomandi heldur e-u fram sem manni finnst vera überkjaftæði eða getur allav. á einhvern hátt fett fingur út í. Viðkvæmustu málin eru jafnan stjórnmál og trúmál, því það vill svo oft verða persónulegt, sérstaklega trú fólks. Ef maður gagnrýnir e-ð við trú e-s tekur viðkomandi því oft sem persónulegri árás. Sé þetta manneskja sem manni fellur á annað borð vel við er manni ekkert keppikefli að særa viððkomandi en getur þurft að hafa sig allan við ef maður ætlar að halda aftur af sér.
Um daginn, eftir Íraksmótmælin, lenti ég í ágætu spjalli við ungan Svisslending. við fórum að ræða stjórnmál, mannréttindi og frelsisbaráttu og vorum á nokkuð svipuðum meiði. Þetta virkaði skynsamur piltur og var þægilegur og vinalegur í viðkynningu. Ég spyr hann hvað hann geri og hann segist vera staddur hér sem trúboði, ég man ekki fyrir hvaða söfnuð. "Jajá" segi ég, og stilli mig um að koma með eitthvað gagnrýnið eða kaldhæðið tilsvar, ég hugsaði "virkar fínn gaur fyrir því". Hann leiðir talið nokkuð að Jesú og hvað sé verið að predika og gera í Jesú nafni vs. það sem Jesús sagði. Aftur jamma ég og jánka e-ð þó ég gæti mælt ýmislegt á móti. Hann fer svo svona aðeins að própagandera söfnuðinn sinn, þau hittast reglulega yfir kaffi og ræða málin og svona, hvort ég hafi áhuga? Ég segist fremur vera agnostic en bróðir minn sé atheist og við bræður séum hvort eð er iðulega að rabba um trúmál.
Þá segir hann þessa gullnu setningu: "Is he an evolutionist?" (leturbreyting mín)
Ég varð eiginlega kjaftstopp og glápti á hann sívaliturnsaugum. Stamaði svo út úr mér. "Uhhh... errr... if you mean wheither he believes in evoultion, wel,l we both do..". Hann segir það einmitt vera það sem sé mest rökrætt hjá þeim. "Öh.. Aha. Einmitt það, já." segi ég agndofa, hósta og rembist við að halda andliti.
Eftir því sem aulahrollurinn stigmagnaðist reyndi ég að malda í móinn (á ensku nottla) og stama upp úr mér: "Eh... uhhh... bleh..., þúst, steingerfingar e-ð"
Hann vill þá meina að ýmislegt passi hjá Darwin ef maður tekur hlutina héðan og þaðan og lagar það af fyrirfram mótuðu kerfi, sem hann vill meina að Darwin hafi í raun gert, og líkir því við að hitt og þetta í Biblíunni hafi reynst sagnfræðilega rétt. Ég reyndi eftir bestu getu að útskýra muninn á tilgátu og vísindalega studdri kenningu en fann ekki alveg réttu orðin á ensku. Talið fór víðar og barst að myndasögum, ég gaukaði nokkrum góðum að honum og sagði hann þá að þau í söfnuðinum notuðu líka myndasögur til að koma boðskap sínum áleiðis. Mér flaug Jack Chick í hug og svaraði bara e-ð "Núnú" eða "so" (með íslenskum framburði). Áður en við kvöddumst gaf hann mér eintak af heftinu þeirra og það er nú meira þruglið. "hér er það sem þróunarsinnar segja" í týpískri afbakaðri og útþynntri útgáfu og svo "en bíddu nú við, er ekki hér pottur brotinn?". "Við viljum bara horfa á hlutina í víðara samhengi" "og varpa upp fleiri möguleikum" fefefefe. Merkilegt líka hvað trúarnöttarar gagnrýna oft vísindin en reyna samt að hafa "vísindalega" slikju á gagnrýninni, án þess að þeim verði jafnan mikið ágengt.
...
Næst þegar einhver fer að tala um trúna sína við mig mun ég svara því til að ég tilbiðji Fljúgandi spagettískrýmslið:
Lof sé Fljúgandi spagettískrýmsinu! Lifi Pastafari!
Ég þakka Kristínu Svövu kærlega fyrir að rifja upp gamla góða McGonnagall fyrir mér í nýjustu færslunni sinni og fyrir að varpa hlekk á síðu þar sem ég skemmti mér konunglega við að lesa fleiri skrif mannsins.
Línan hér að ofan er sótt í ljóð Steins Steinarr, Til minningar um misheppnaðan tónsnilling. Mér varð óneitanlega hugsað til þess þegar ég las McGonnagall. Fyrr yrði hann kallaður misheppnaður en snillingur, svo vægt sé til orða tekið, en hann vantaði sannarlega ekki viljann, og var sannfærður um ágæti eigin kveðskapar. Verst að hann var einn um það. McGonnagall er sumsé þekktur fyrir að vera "versta ljóðskáld í enskri tungu".
Mín fyrstu kynni af yndislega ömurlegum kveðskap hans var þegar ég las The Vile Victorians í þeirri ágætu seríu Horrible Histories, þar sem ég kútveltist af hlátri yfir frægasta ljóðinu hans; The Tay Bridge Disaster.
Að sama skapi langar mig mikið að sjá leikritið hans, Jack' O The Cudgel (or The Hero of a Hundred Fights). Þar kemur m.a. þessi dásamlega lína frá kónginum:
“Sir Jack, I give thee land to the value of six hundred marks In thine own native county of Kent, with beautiful parks Also beautiful meadows and lovely flowers and trees Where you can reside and enjoy yourself as you please.”
Kallinn er óttalega tragikómískur en það er hreinlega hættulegt heilsunni að reyna að bæla niður í sér hláturinn þegar verk hans þegar rísa hæst/lægst. Flatneskjan getur verið alveg yfirþyrmandi. Mér varð hugsað til Oscars Wilde, sem hafði þetta að segja um tiltekna sögu Charles Dickens: „One must have a heart of stone to read the death of little Nell without laughing".
Á McGonnagall-síðunni er m.a. hlekkur á grein e. David nokkurn Lister hjá Scotland Correspondent sem skrifar nánar um leikritið og tiltekur nokkur klassísk dæmi um arfaslakan kveðskap Mc Gonnagall, sem ég má til með að deila með ykkur:
Ye sons of Great Britain, I think no shame To write in praise of brave General Graham! Whose name will be handed down to posterity without any stigma, Because, at the battle of El-Teb, he defeated Osman Digna. Úr The Battle Of El-Teb
Oh! it was a most fearful and beautiful sight, To see it lashing the water with its tail all its might, . . . Then the water did descend on the men in the boats, Which wet their trousers and also their coats. The Famous Tay Whale
Oh, mighty city of New York, you are wonderful to behold - Your buildings are magnificent - the truth be it told - They were the only thing that seemed to arrest my eye, Because many of them are thirteen storeys high. Jottings of New York
I must now conclude my lay By telling the world fearlessly without the least dismay, That your central girders would not have given way, At least many sensible men do say, Had they been supported on each side with buttresses, At least many sensible men confesses, For the stronger we our houses do build, The less chance we have of being killed. The Tay Bridge Disaster
Ég fór á La Traviata með Vésteini bróður um daginn og vorum við báðir hæstánægðir með sýninguna. Ekki síst með Sigrúnu Pálmadóttir, sem söng Víólettu og Tómas Tómasson sem söng Giorgio föður aðalkarlhetjunnar, Alfredo. Það var þó eitt sem böggaði okkur bræður við lógík sögunnar. Faðir Alfredo fer fram á það við Violettu að hún slíti sambandi sínu við son hans, Alfredo með þeim rökum að heitmaður hinnar hreinu og saklausu yngri systur Alfredos vilji ekki eiga hana nema að Alfredo snúi heim í faðm fjölskyldunnar. Samt eiga systirinn og heitmaðurinn að vera yfir sig ástfanginn og faðirinn þrýstir á Violettu að “stofna ekki ást þeirra í glötun” og segist ekki vilja kalla óhamingju yfir bæði börnin sín. Honum finnst sumsé í himnalagi að kalla óhamingju yfir son sinn og Violettu vegna vægast sagt vafasamrar “ástar” dótturinnar og heitmannsins, sem elskar hana svo ofurheitt að hann vill fremur beygja sig undir reglur stífs og yfirborðslegs borgaralegs siðgæðis en að eiga hana, en Violetta hafði verið fylgikona og þótti hún því “fallin” og Alfredo eiginlega líka fyrir að eiga e-ð saman við Violettu að sælda og “spillta borgarlífið”. Með blæðandi hjarta beygir Violetta sig undir þetta, þó Alfredo komist að hinu sanna á dánarbeði Violettu, og jafnframt að Violetta elskar hann jafn heitt og áður. Það var einmitt þetta stífa og yfirborðslega borgaralega siðgæði sem var að bögga okkur, en það virðist vera það sem býr í raun fyrst og fremst að baki kröfu Giorgio. Við vorum ásáttir um það að þetta myndi aldrei gerast eftir byltinguna. ;) Senan þar sem faðirinn, Giorgio, reynir að höfða til samvisku Alfredo og rifja upp gömlu góðu heimahagana verður þar af leiðandi nokkuð hjákátleg, sér í lagi þar sem við fáum upphafna sveitarómantík af gamla skólanum þar sem íturvaxnar heimasæturnar mæna löngunaraugum á tindilfætta hjáróma hjarðsveina sem syngja þeim angurværa mansöngva er þeir taka í þvalar hendur þeirra og kiðin skoppa um tún og engi.
Þessi orð tilheyra Kaspar Hauser (Bruno S.) í þeirri ágætu kvikmynd Werner Herzogs; Jeder für sich und Gott gegn alle, sem ég horfði á rétt í þessu. Mæli með henni við lesendur. Fyrir þá sem ekki skilja þýskuna, myndi þetta útleggjast n.v. sem "tónlistin vekur sterka tilfinningu í brjóstinu". Í eftirminnilegu atriði í myndinni hljómaði hið íðilfagra tónverk Kanon í d dúr eftir Johann Pachelbel, sem hlýtur þann heiður að vera tónverk dagsins og má hlusta á hér.
Hið stórfenglega tónverk Ariel Ramirez, Misa Criolla, hefur líka verið þó nokkuð í spilun hjá mér. Ég mæli með útgáfunni þar sem Mercedes Sosa syngur einsöng. Til að gefa ykkur smjörþef af þeirri plötu er hér annar kafli verksins, Gloria dios. Það er raunar eini hluti verksins sem ég hef fundið á youtube.
Joy Division hefur verið mikið í spilaranum hjá mér undanfarið og get ég ekki stillt mig um að hugsa ef Ian Curtis hefði aðeins lifað lengur, þá hefði maður e.t.v. getað notið meira efnis með honum. Raunar er ekki víst að hljómsveitin hefði haldið áfram, allav. með honum, hann talaði oft um að hætta í henni. Óháð frábærri tónlistinni er andlát svo ungs manns yfirleitt sorglegt, hvað þá þegar það ber að með þessum hætti, en eins og þekkt er hengdi Ian Curtis sig í maí árið 1980, 24gjra ára gamall, og skildi eftir sig konu og barn. Eftir standa tvö meistaraverk með Joy Division, plöturnar Unknown Pleasures og Closer auk smáskífa. Af smáskífum ber líklegast hæst Dead Souls/Atmosphere. Ég ætti kannski að gefa New Order meiri séns. Hef lítillega hlustað á þá og alveg þótt fínt, en þeim hefur enn ekki tekist að vekja með mér sömu tilfinningu og Joy Division. Ég sá Control á kvikmyndahátíðinni og þótti mjög góð, og langar að sama skapi að sjá heimildamyndina Joy Division.
Það er þannig með suma listamenn, að eftir því sem maður hlustar meira á þá, horfir á eða les verk þeirra eða eða sér þá tala, þá þykir manni æ vænna um þá og fyllist þakklæti í þeirra garð. Kurt Vonnegut er einn þeirra sem vekur þá tilfinningu hjá mér. Ekki síst þegar hann er hann sjálfur og talar frá hjartanu um allt milli himins og jarðar, eins og í A Man Without a Country, sem ég kláraði í gærmorgun. Ég var að sama skapi afar hrifinn af Slaughterhouse Five, og eftir því sem ég finn meira af viðtölum við hann, fyrirlestra, greinar o.s.frv. þá þykir mér æ vænna um hann, þó ég hafi aldrei hitt hann, og er þakklátur fyrir veru hans á jörðinni og að hann hafi deilt hugðarefnum sínum með okkur og einfaldlega fyrir að hafa verið sá sem hann var, Kurt Vonnegut yngri. Og eins og gjarnan er með góða höfunda, þá fær hann mig til að þyrsta í að lesa meira eftir hann. Ólíkt Ian Curtis þá er úr fleiru að moða hjá Vonnegut, einfaldlega vegna þess að hann lifði lengur og gaf út meira. Það er missir af þessum tveimur snillingum en maður er ánægður með það sem maður hefur. Hér geta lesendur horft á eitt af síðustu sjóvarpsviðtölunum við Kurt Vonnegut, sem var sjónvarpað 7. október 2007.
Í spilaranum: Decades með Joy Division af pötunni Closer.
Í dag rifjaðist upp fyrir mér jólalag sem ég fékk í kjölfarið á heilann og hef oft fengið áður á heilann um jólaleitið. Það er Jólasveinslagið með Ómari Ragnarssyni og krakkakór, þar sem krakkarnir syngja "Jólasveinn" í viðlaginu og Ómar svarar einhverju sem ég hef aldrei getað greint almennilega hvað er, romsar því enda hratt og óskýrt út úr sér, eitthvað "paðtifluriguegue". Mamma þóttist mögulega heyra "Taktu í húfuna á þér" en fyrir mér hljómaði þetta meira í líkingu við "taktu í stúfinn á mér/þér" eða "Friedrich Schleiermacher". Gæti svo sem líka hafa verið "Partý í Úrúgúæ". Eitt þarf auðvitað ekki að útiloka annað og þetta getur vel farið saman. Allt er þá þrennt er, sem sjá má:
"Jólasveinn - Friedrich Schleiermacher Jólasveinn - Tók í stúfinn á sér/mér Jólaveinn - í partý í Úrúgúæ Jólasveinn"
Árum saman hélt ég líka að James Hetfield syngi "And so you retire, so then you die" í laginu Creeping Death á plötunni Ride The Lightning með Metallica. Það fannst mér og finnst enn flott lína og mikið til í henni, passaði þar að auki vel við titil lagsins. Dökk sýn, kannski, en alls ekki svo fjarri lagi. Árin líða og ég sé loks að textinn mun vera "So let it be written, so let it be done". Ég á enn ómöglegt að greina seinni línuna eins og textinn tjáir mér að hún sé í söng Hetfields, og er það mun fremur að ég heyri "mína" útgáfu (sem er nottla miklu flottari). "Sothetibere- tijaaa -aah!" "Sothebijudjaaah-ahhhh!"
Mér láðist að geta þess um daginn að sama dag og fólk hvarvetna í heiminum mótmælti stríðsrekstri í Írak, Afghanistan og víðar voru liðin 5 ár frá dauða Rachel Corrie en hún dó 23ggja ára gömul eftir að brynvarin ísraelsk jarðýta ók á hana. Jarðýtan var þarna í því skyni að leggja palestínskt hús í rúst en Rachel og félagar hennar í International Solidarity Movement (ISM) vildu aftra því.
Enn hefur renginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir dauða hennar. Tom Wright og Therese Saliba skrifa grein um Rachel Corrie á Electronic Intifada; og um boðskap hennar, sem má ekki gleymast; Rachel Corrie's Case for Justice.
Eftir dauða Rachel leyfði fjölskylda hennar birtingu bréfa sem Rachel sendi þeim í tölvupósti. Hér má lesa úrdrætti úr tölvupósti hennar til fjölskyldunnar sinnar sem hún sendi 7. febrúar 2007: http://electronicIntifada.net/v2/article1254.shtml". Fleiri tölvupóstar til fjölskyldu og vina eru svo hér, þar sem hún skýrir nánar frá ástandinu, stafi sínu í Palestínu og hvers vegna hún var að leggja sig í hættu: http://www.guardian.co.uk/world/2003/mar/18/usa.israel.
Árið 2005 setti Alan Rickman upp leikritið My Name is Rachel Corrie, sem byggði á dagbókarfærslum Corrie og tölvupósti, í Royal Court Theatre.Það fékk áhorfendaverðlaun (Theatre's choice Awards) sem besta leikritið, Alan Rickman var jafnframt valinn besti leikstjórinn og Megan Dodds, sem lék Rachel Corrie, var valinn besti einleikarinn. Flytja átti sýninguna til New York Theatre Workshop en því var "frestað til óákveðins tíma" því forstöðumenn leikritsins óttuðust viðbrögð bandarískra gyðinga. Leikritið var sýnt í West End's Playhouse Theatre í London frá mars til maí 2006, sama ár var það jafnfram sýnt á Galway Arts Festival Edinburgh Fringe og var sýnt í Minetta Lane Theatre í New York. Seattle Repertory Theatre sýndi leikritið frá mars til maí árið 2007 og The Kitchen & Roundhouse Theatre í Sliver Spring í Maryland var so með eina sýningu á því í júlí 2007. The New Repertory Theatre sýnir nú leikritið í Watertown í Massachusets til og með 30. mars, 1. mars var það lesið í Project Arts Centre í Dublin og 28. mars er fyrirhuguð sýning hjá Theatre Yes í Edmonton í Alberta sem verður fram í apríl
Þetta er leikrit sem mig langar að sjá og þætti vel ef eitthvað hugað leikfélag tæki sig til og setti það up hér á landi.
Merkilegt hvernig nýlegar fréttir sem ég hef heyrt tengjast. Fyrir nokkrum dögum frétti ég að sá mikli stórsöngvari Ivan Rebroff væri látinn. Var það mér harmdauði, þó ekki þekkti ég manninn persónulega, því ég hef löngum verið mikill aðdáandi. Það er líka ekki á hvers manns færi að komast 4 áttundir. Ef lesendur vilja hlusta á lög þar sem Rebroff nýtur sín til hins ítrasta bendi ég á lög á borð við Wenn ich einmal reich Wäre, Mütterchen Ruβland og Abendglocken.
Nokkrum dögum seinna kemur frétt um að hvarf Antoine De Saint-Exupérie, sem m.a. skrifaði hina dásamlegu bók Le Petit Prince sé upplýst. Þýskur flugmaður, Horst Rippert, heldur því fram í nýlegri heimildamynd um þann fyrrnefnda að allar líkur séu á að hann hafi skotið flugvél hans niður í stríðinu. Þegar það gerðist hafði hann ekki hugmynd um hver það var sem hann skaut, en Rippert var og er mikill aðdáandi de Saint-Exupéry og var auðsjáanlega miður sín í viðtalinu. Það hlýtur annars að vera einn mesti hryllingur stríðs, að drepa eða að þurfa að drepa einhvern sem mann líkar við eða dáir. Það leiðir hugann að því þegar gert var hlé á árásum í fyrri heimsstyrjöldinni á jólunum og andstæðingarnir fóru yfir víglínuna, hittu hvorn annan, og spiluðu fótbolta saman. Daginn eftir þurftu þeir svo að halda áfram stríðinu og drepa þá mögulega einhvern sem þeir höfðu hitt og líkað við. Báðar fyrrnefndar fréttir þykja mér merkilegar ,en ekki síst þegar ég les að Horst Rippert er enginn annar en bróðir Ivans Rebroff, en Rebroff er fæddur Hans Rolf Rippert.
mánudagur, mars 17, 2008
Uri Avnery skifar öfluga grein um nýliðna atburði þar sem Ísraelar myrtu 4 palestínska fyrrum vígamenn í Betlehem og einn í Tulkam og hvernig þeir eru með því að stofna möguleikum um vopnahlé í hættu, en eldflaugaárásum frá Gaza hafði fækkað úr rúmlega 12 á dag í 2. Greinin nefnist "I Came, I Saw, I Destroyed" ...THE BETHLEHEM killing raises a number of hard questions, but with very few exceptions, the media did not voice them. They shirk their duty, as usual when it concerns "security" problems. Real journalists in a real democratic state would have asked the following questions:
1.Who was it who decided on the executions in Bethlehem - Ehud Olmert? Ehud Barak? The Shin Bet? All of them? None of them?
2.Did the decision-makers understand that by condemning the militants in Bethlehem to death, they were also condemning to death any residents of Sderot or Ashkelon who might be killed by the rockets launched in revenge?
3.Did they understand that they were also boxing the ears of Mahmoud Abbas, whose security forces, which in theory are in charge of Bethlehem, would be accused of collaborating with the Israeli death-squad?
4.Was the real aim of the action to undermine the cease-fire that had come about in practice in the Gaza Strip (and the reality of which was official denied both by Olmert and Barak, even while the number of rockets launched fell from dozens a day to just two or three?)
5.Does the Israeli government generally object to a cease-fire that would free Sderot and Ashkelon from the threat of the rockets?
Á morgun er alþjóðlegur baráttudagur gegn stríði og verður útifundur á Ingófstorgi. Þann dag verða jafnframt liðin 5 ár frá innrás Bandadíkjamanna í Írak. Enn er Ísland í hópi stuðingsþjóða við hernámið í Írak og Afghanistan. Sjá meira á friði.is. Mér hefur annars þótt afar sorglegt hversu Afghanistan hefur almennt orðið út undan í umræðunni um stríðsrekstur Bandaríkjanna og stuðning ríkisstjórnarinnar við hann. Ég mæli eindregið með því að lesendur horfi á afbragðs heimildamynd John Pilgers: Breaking The Silence: Truth & Lies in the War on Terror. Hún er um 52 mínútur. Sú ágæta síða freedocumentaries.org býður upp á hana og u.þ.b. hundrað aðrar til áhorfs endurgjaldslaust á netinu.
Af hverju er verið að reyna að halda áfram að tönnlast á Múhameðsteikningunum, og reyna að mikla mótmælin? Eru skilaboðin einhver önnur en að þessir múslimaterroristabrjálæðingaöfgasnar séu á móti málfrelsinu? Þetta eru um 100 hræður í borginni Multan í Pakistan sem eru að mótmæla, skv. fréttinni. í Pakistan búa 162. 5 milljónir. M.ö.o. 0.00000062% íbúa Pakistan mótmælti. Sér er nú hver fréttin. 0.000000319% landmanna Íslands stendur reglulega með mótmælaskilti í strætóskýli á Langholtsvegi á degi hverjum án þess að það þyki fréttnæmt. Prósentið nefnist Helgi Hóseasson.
Sagt er í fréttinni að a.m.k. 50 manns hafi látið lífið að undanförnu í mótmælaaðgerðum. Auðvitað er hörmulegt þegar fólk lætur lífið í mótmælum. Það fylgir hins vegar ekki sögunni á hversu löngum tíma þetta muna hafa gerst, hvar það mun hafa gerst, hverjir dóu (mótmælendur eða vandsveinar valdsins) og hverjir drápu hverja. Við erum engu nær um upptökin. Nema að þessir múslimar eru nottla kreisí, maar.
Til frekari staðfestingar þessa getur fréttin líka þess að heil 0.00000598% fleiri en Helgi mótmæltu í Bangok í Taílandi. 400 af rúmlega 62, 8 milljónum landsmanna.
En ef við miðum við hlutfall í borgarbúa í Bangkok og Reykjavík þá mótmælir 0.0000084% borgarbúa, Helgi Hóseasson, á hverjum degi við Langholtsveg gagnstætt 0.00000637% borgarbúa í Bangkok. Í Bangkok búa rúmlega 8,2 milljónir manns, og mótmæltu 400, í Reykjavík e-ð í kring um 118.000 manns og mótmælir einn reglulega á Langholtsvegi. Hvað áðurefnda Multan í Pakistan varðar búa þar ca. 3083000 manns og 100 mótmæltu. Sumsé 0,00003244% borgarbúa í Multan. Hefur því Helgi vinninginn í báðum tilfellum.
Í fyrradag var ég að glápa á sjónvarpið og límdist við She's The Man. Svona nokkuð týpísk rómantísk gaman-unglingamynd með Háskólarokki und alles. Aðalpersónan, leikin af Amöndu Bynes þykist vera bróðir sinn (sem þá er í London) til þess að geta keppt í fótbolta. Svona Spice Girls-Girl Power fílingur yfir myndinni, og svo sem bara gott um það að segja. Mér varð hins vegar sterklega hugsað til eftirfarandi senu í Blackadder Goes Forth:
Edmund: So you're a 'chap', are you Bob?
Bob: Oh yes, sir. (hlær digurbarkalega og slær sér á læri)
Edmund: You wouldn't say you were a girl at all?
Bob: Oh, definitely not, sir. I understand cricket, I fart in bed, everything.
Edmund: Let me put it another way, Bob, you are a girl. And you're a girl with as much talent for disguise as a giraffe in dark glasses trying to get into a 'Polar Bears Only' golf club.
Merkilegt nokk virðist þó enginn átta sig á því að “pilturinn” er stúlka. Þó svo að hún sé förðuð með augnskugga, vara- og kinnalit und alles og bara yfirleitt kvenleg útlits, fyrir utan gerfibarta, drengjakollshákollu og lím yfir augabrúnirnar. Hvernig nokkur gæti ruglað henni við bróður hennar er mér gjörsamlega óskiljanlegt, nema að það sé Súpermann-lógíkin: “Bíddu nú við... Clark Kent er þó nokkuð líkur Ofurmenninu í útliti... þeir sjást aldrei á sama tíma... hah, kjáni get ég verið að láta mér detta svona vitleysu í hug! Clark Kent með gleraugu!” Að þessu leiti er myndin alveg í anda Shakespeare, en hún ku lauslega byggð á Shakepeare-leikriti. Myndin hafði sitt afþreyingargildi og ég stóð mig að því að vera pínulítið skotinn í Amöndu Bynes.
Eftir myndina umpólaði ég og horfði á Aguirre, der Zorn Gottes eftir Werner Herzog. Afbragðs mynd. Klaus Kinski er auk þess sem fyrr magnaður í titilhlutverkinu. Ég var hins vegar ekkert skotinn í honum. Stafar það í senn af gagnkynhneigð minni og þeirri staðreynd að hann er vægast sagt ekkert sérlega smáfríður. Leiðir það hugann að KISS. Margar grúppíur hafa eflaust fengið áfall þegar KISS ákvað að svipta sig farðanum: “Plís, skelltu honum aftur á!”.
Sem unnandi Pink Floyd og hafandi m.a. hlustað mikið á The Piper at the Gates of Dawn og The Dark Side of the Moon rann upp fyrir mér að það er eiginlega sami hljómagangur í orgelinu í Pow R. Toc H. á Piper, sem hefst á ca.03.06 og í upphafsstefinu í Breathe á Dark Side. Ekki nóg með það, hlátur og svo neyðaróp leiðir inn í stefið í Breathe en manískur hlátur inn í stefið í Breathe. Þið getið hlustað á Pow R. Toc H. og Breathe ef þið viljið sjá hvað ég á við.
Mér finnst eiginlega líkindin vera full mikil til að um hreina tilviljun geti verið um að ræða. Þætti gaman að vita hvað Roger Waters hefði um þetta segja. Þætti einnig gaman að vita hvort fleiri hafa uppgötvað þetta en ég.
Hversu mikið þarf maður að þola af hendi þessara helvítis skriffinnskuskítapakks? Megi flær af þúsund úlföldum taka sér bólfestu í handarkrika þeirra. Ég lýsi yfir Jihad.
Eilíf er þessi kröfuganga Milli hugsjónar og veruleika Listir vorar auka á spennu tímans Vísindi vor auka á þennslu rúmsins Mál vort er viðþolslaust af eftirvæntingu Menning vor á þönum eftir opinberun Þetta er hinn fyrsti og síðasti dagur Í þessari andrá verður tilgangurinn að finnast Á þessu augnabliki verður athöfnin að gerast Einhver verður að þeyta frelsisblysinu Einhver verður að spenna friðarbogann Einhver verður að rísa Gegn viðurtyggð uppgjafarinnar
2 Þess bíðum vér gamlir bakhúsgestir Sjálfir sviptir uppreisnarkraftinum Því draumórar vorir hafa umhverfst í martröð Pennarnir upplitazt bókfellin gulnað Vaninn og efinn slævt raddirnar Þær láta nú sem annarlegt bergmál hins liðna Í hlustum þeirrar ungbornu kynslóðar Sem hefur verið svikin um dýrð fyrirheitsins En getur þó ein bjargað himni og jörð
3 Því sérhver ný kynslóð verður að frelsa heiminn Með því að skapa hann í sinni mynd
4 Og þarna er hún að koma þarna er hún að rísa Einmitt nú og hér er hún að brjótast Út úr þokum og segulstormum óskapnaðarins finnur sjálfa sig í tóminu Samtengir angistina kvöl hins stríðandi lýðs Lyftir ódauðlegum manninum upp úr viðbjóðnum Endurfæðist gerir kraftaverk Breytir helsprengju í lífskjarna Gefur framtíðinni nýtt mál nýja merkingu Trúir vonar elskar
5 Gagntekið heilögu ofstæki Upptendrað af fögrum voða jarðstjörnunnar Hugsjóninni Skírist blóð hennar í hreinsunareldi morgunsólar Ofar lífi og dauða
Mikið er talað í fréttum um “rétt Ísraels til að verja sig” sem í praksís getur þýtt að þeir verji sig með massífum árásum af landi og sjó og úr lofti á palestínska alþýðu, svelti þá, kúgi og terroríseri á aðra lund. En mér er spurn: Hafa Palestínumenn rétt til að verja sig? Og þá hvernig? Maður sem sprengir sjálfan sig og aðra í loft upp er kallaður hryðjuverkamaður. Maður sem varpar eldflaug á ísraelska byggð er einnig kallaður hryðjuverkamaður. Slíkar árásir valda jafnan eyðileggingu og særa stundum eða deyða. Loks geta menn barist með skotvopnum. Einnig þá er oft talað um hryðjuverkamenn og vopnasmygl fordæmt. Palestínumenn eiga engan her sambærilegan einum öflugasta her heims sem Ísrael býr yfir. Ef við erum sammála um það að morð á saklausum borgurum, eins og bæði Ísraelar og Palestínumenn hafa gerst sekir um, séu óafsakanleg, sama hver á í hlut hlýtur sú spurning að vakna hvort og þá hvernig Palestínumenn megi “verja sig”. Þeir hafa ekki önnur úrræði en þau sem er lýst hér að ofan nema ef ske kynni að þeir reyndu friðsamlegar eða diplómatískar leiðir.
Margir gætu sagt að það sé það eina rétta í stöðunni. Sjálfur myndi ég vilja sjá sem mest af slíku en ég myndi einnig vilja sjá það skila frekari árangri. Ekki hjálpar þá til að lýðræðislega kjörin stjórnvöld þar séu ekki viðurkennd, fjársvelt, fulltrúar handteknir og/eða drepnir og nátúrlega kallaðir hryðjuverkamenn. Þjóðir taka höndum saman við að rústa innviðum Palestínu sem þó standa á nógum brauðfótum fyrir undir hernáminu.
Utanríkisráðherra vill einnig að diplómatíska aðferðin verði reynd, fremur en að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Það hefur verið reynt og er enn reynt en ekki er að undra ef margir örvæntna þegar það virðist ætla að skila litlu, allav. til skamms tíma litið og Ísrael heldur áfram að “verja sig” eins og áður er lýst. Mörgum Palestínumönnum finnst að heimurinn horfi þögull á eymd þeirra. Það rekur í raun fremur aðdáun og furðu þegar menn eru ekki tilbúnir að gefast upp heldur halda áfram a þrautsegju við slíkar aðstæður. Sérstaklega í ljósi þess að friðsamir mótmælendur eru ekkert síður terroríseraðir í Ísrael en þeir sem grípa til ofbeldis.
Sameinuðu þjóðirnar hafa t.a.m. margoft gagnrýnt Ísrael og veit ég ekki til að önnur þjóð hafi brotið jafn oft gegn alþjóðalögum og Ísrael en Ísrael skellir skollaeyrunum við því. Eins og ég vona að slíkar aðferðir muni skila e-u þá get ég ekki verið of bjartsýnn. Það þarf að vera raunverulegur vilji fyrir hendi og alvöru þrýstingur, t.a.m. stingur í augu að Ísrael sé enn meðlimur í Sameinuðu þjóðunum í ljósi þess hversu Ísrael hefur virt ályktanir alþjóðaþings og Öryggisráðs að vettugi. T.a.m. gæti þa ðsett e-n þrýsting á Ísrael ef Ísrael væri meinaður aðgangur að menningarviðburðum og væri hunsað akademískt nema að fulltrúar væru tilbúnir að gagnrýna hernámið. Þá er ég t.d. að hugsa um heimsmeistarakeppnina í fótbolta, Evróvisjón, Ólympíuleikana o.s.frv. Þess má geta að Ísrael hefur róið svo seglum að nú virðist ómögulegt að palestínska landsliðið í fótbolta fái að keppa á Ólympíuleikunum 2010.
Svo segir í skýrslu sem 8 bresk mannréttindasamtök sendu sameiginlega frá sér í gær. Amnesty International var þar í hópi. Nánar er fjallað um þetta á bls. 8 í Fréttablaðinu í dag undir fyrirsögninni "Neyðin á Gaza aldrei meiri. Árið 1967 hertóku Ísraelar Gaza. Einnig má lesa nánar um þetta á ynetnews og þar er hlekkur á skýrsluna sjálfa í heild sinni, hún er 16 síður alls.
þriðjudagur, mars 04, 2008
Kalt stríð
Þetta er ekki blóð.
Þetta er ekki sú sanna uppspretta hjartans þetta er ekki straumfall ástarinnar þetta er ekki lækurinn ekki áin ekki fljótið ekki hafsjórinn sem litar líf vort rautt.
Þetta mórauða skólp sem hnígur þyngslalega um æðar vorar það er ekki mannsblóð ekki hinn skapandi lífsflaumur kynslóðanna heldur tóbak og kaffi og brennivín.
Þurfum vér þá svipuhögg í andlitið þarf að brenna land vort svívirða konur vorar henda börn vor á byssustingjum til þess að blóð vort verði rautt og heitt til þess að blóð vort verði lifandi til þess að blóð vort verði ósvikið mannsblóð?
Verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi þegar vér liggjum helsærðir í valnum og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar?
Félagið Ísland-Palestína var að senda eftirfarandi ályktun frá sér:
Íslensk stjórnvöld rjúfi þegar í stað stjórnmálasamband við Ísrael Ísraelsk stjórnvöld hafa haldið íbúum Gaza innilokuðum í níu mánuði og stöðugt verið hert að þannig að nauðsynjar eru af æ skornari skammti. Matvæli og mörg lyf eru ófáanleg, varahlutir í lækningatæki á sjúkrahúsin fást ekki flutt til svæðisins, rafhlöður fyrir heyrnartæki eru á bannlista og lokað hefur verið fyrir eldsneyti og rafmagn. Það síðastnefnda hefur í för með sér að vatnsdælur við brunna stöðvast og einnig dælur sem fjarlægja eiga skólpið. Vatnsskorturinn er bæði alvarlegur heilbrigðis- og mengunarvandi, sem valdið getur drepsótt. Það eru engu líkara en stefnan sé að breyta þessu risafangelsi í útrýmingarbúðir.
Samhliða umsátrinu um Gaza hafa stöðugt verið gerðar árásir á íbúana úr lofti, af landi og láði og einstaklingar og fjölskyldur verið myrtar. Á þeim hefur verið hert síðustu daga með grimmilegum loft- og skriðdrekaárásum á íbúðahverfi. Síðustu fimm daga hafa á annað hundrað Palestínumenn verið myrtir og þar af 19 börn. Á einum degi, laugardeginum 1. mars, voru 67 drepnir. Þann dag féllu tveir ísraelskir hermenn og hafa ekki aðrir fallið úr árásarhernum þessa dagna. Átylla þess morðæðis sem gripið hefur Ísraelsher er dauði eins Ísraelsmanns á fimmtugsaldri í Sderot sem varð fyrir heimatilbúinni eldflaug og var það fyrsta mannfallið af slíkum völdum þar í níu mánuði.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt árásir Ísraels og krafist þess að þeim linni. Ísraelsstjórn skellir skollaeyrum við slíku og Olmert forsætisráðherra Ísraels kallaði árásirnar „sjálfsvörn“ og sagði að ekki yrði gert einnar sekúndu hlé á árásunum. Evrópusambandið hefur mótmælt árásunum á Gaza en það virðist engu breyta. Abbas forseti Palestínu hefur slitið sambandi við ísraelsk stjórnvöld. En Bandaríkjastjórn stendur á bak við Ísraelsher með því að sjá honum fyrir vopnum og réttlætir þessar árásir í samhljóman við áróður Ísraelsstjórnar.
Umheimurinn horfir upp á stríðsglæpi Ísraels og fær lítið gert til að stöðva grimmdarverkin. Í þessari stöðu verða ríki eins og Ísland að reyna að koma vitinu fyrir Ísraelsstjórn með því að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael, þar til bundinn hefur verið endir á stríðsglæpina, hernáminu linnir og palestínsku þjóðinni verið tryggður réttur til lífs og friðar. Þjóðir Ísraels og Palestínu eiga ekki lífvænlega framtíð án friðarsamkomulags sem byggir á réttlæti og gagnkvæmri virðingu. Þjóðir heims verða að gera Ísraelsstjórn ljóst að nú er komið nóg.
Hvernig getur fótboltalið, sem hefur ekki viðurkennt heimaland, engan stað til að þjálfa á og býr við hörmulegar aðstæður, keppt í knattspyrnu á alþjóðavettvangi? Félagið Íslands-Palestína mun í vetur standa fyrir sýningum á athyglisverðum heimildar- og bíómyndum er hafa með málefni Palestínu og Ísraels að gera, fyrsta þriðjudag hvers mánaðar í Alþjóðahúsinu. Að þessu sinni verður á boðstólum heimildarmyndin 'Goal Dreams - A Team Like No Other'. Í myndinni er fylgst með landsliði Palestínu í knattspyrnu undirbúa sig og leika í undankeppni fyrir Heimsmeistaramótið (World Cup) í Þýskalandi árið 2006, eftir að Ísraelar gerðu loftárás á æfingarsvæði liðsins á Gaza. The Palestinian Football Association (PFA) var stofnað árið 1928 og er eitt elsta knattspyrnusamband í Arabaheiminum. Eftir að Alþjóðknattspyrnusambandið FIFA viðurkenndi PFA árið 1998 hefur Palestínska liðið hækkað um 70 sæti á styrkleikalista sambandsins. Hernám Palestínu hefur þó haft sín áhrif á landsliðið og liðsmenn þess. Í lok síðasta árs urðu möguleikar Palestínu um að komast á Heimsmeistaramótið í Suður-Afríku árið 2010 að engu þegar hernámsyfirvöld neituðu landsliðsönnunum um leyfi til að ferðast frá Vesturbakkanum og Gaza til að leika í undankeppni mótsins í Singapore. Síðan heimildarmyndin var gerð hefur einn liðsmaður liðsins fallið fyrir kúlum ísraelskra hermanna á meðan hús annars hefur verið lagt í rúst. --------------------------------------------------------- Goal Dreams - A Team Like No Other (86 min) Þriðjudagurinn 4. mars, klukkan 20.00 Alþjóðhúsið, Café Cultura, Hverfisgata 18 Aðgangur ókeypis! --------------------------------------------------------- --------------------------------------------------------- Vefsíða:
Military escalation against Gaza and Israeli threats of ’holocaust’
Palestinian National Initiative 2 March 2008
Ramallah, 02/03/2008. Dr. Mustafa Barghouthi MP, Secretary General of the Palestinian National Initiative declared today that "Israel is killing babies, children and entire families while the world remains silent. This very silence is enabling the Israeli crimes. It must stop."
Dr. Barghouthi stated that the Israeli military has killed 104 Palestinians in Gaza since Wednesday 27 February and injured more than 300. Saturday alone, 66 Palestinians were killed and more than 180 injured in Israeli military attacks.
Dr. Barghouthi insisted on the plight of Gaza’s children who are targeted without any restraint by Israel. 19 children have been killed and more than 25 injured since Wednesday. This death toll includes a 2-day-old baby, a 5-month-old baby, and many children younger than 12. Civilians have been killed in their homes, bombed by the Israeli military.
This blatant disregard for civilian life is a clear breach of the Geneva Conventions, and Israel is committing war crimes in the Gaza Strip. Dr. Barghouthi expressed his disgust at the comments by Matan Vilnaï, deputy of minister Ehud Barak, who threatened Friday an ’holocaust’ against Gaza.
Dr. Barghouthi commented "this reveals the moral bankruptcy of the Israeli leadership. They feel vindicated in their criminal policies by the silence of the international community. They do not want to negotiate anything and only use military force and extreme threats".
Dr. Barghouthi detailed how since Annapolis Israeli military attacks have increased by 300%, settlements have grown, checkpoints have increased from 521 to 562 and no real negotiations have taken place. He concluded: "Israel is using Annapolis as a cover for its criminal attacks against the Palestinians. There is no Israeli partner for peace, only the continuation of a policy of Apartheid against Palestinians in Gaza, Jerusalem and the West Bank."
... og Jefferson Airplane lék á Woodstock. Þessi frábæra sveit flytur hér White Rabbit eftir söngkonuna, Grace Slick. Grace Slick tel ég einhverja mögnuðustu söngkonu rokksins og sem heyra má er hún líka afbragðs lagasmiður. Þar fyrir utan var hún forkunnarfögur og heillandi flytjandi. Það er eins og ég sé að e-u leiti farinn að skilja Lögfræðinginn í Fear And Loathing in Las Vegas, sem lá útúrstónd í baðkarinu og heimtaði að Rael Duke varpaði brauðristinni ofan í baðkarið í hápunkti lagsins. Ég meina, ef maður ætlar að gera svona á annað borð, þá getur maður allt eins gert það með stæl. ...hins vegar er svo sem auðvitað ekkert "töff við það í snöru að hanga", eins og Bubbi sagði, hvað þá að liggja örendur í vatni og eigin úrgangi í baðkari. Þannig að... þúst... do not try this at home. :P
„We are all in the gutter, but some of us are looking at the stars.“
-- Oscar Wilde
„To see a world in a grain of sand and heaven in a wild flower, hold infinity in the palm of your hand, and Eternity in an hour“
--Úr ljóðinu Auguires of Innocence eftir William Blake
„I hold it true, whate'er befall; I feel it, when I sorrow most; 'Tis better to have loved and lost Than never to have loved at all.“
-- Alfred Lord Tennyson
„The worst sin towards our human beings is not to hate them, but to be indifferent to them. That is the essence of inhumanity.“
-- George Bernard Shaw
„Think where man's glory most begins and ends, and say my glory was I had Such friends“
-- William Butler Yeats
„Where today are the Pequot? Where the Narangansett, the Mohican, the Pokanoket? They have vanished before the avarice and opression of the white man, as snow before a summer sun“
-- Tecumseh, höfðingi Shawnee-indíána
„The white man made many promises. So many I can not remember them all. Of all these promises only one did he keep. He said he would take our land, and he took it.“
-- Red Cloud, höfðingi Sioux-indíána
„It is not the transient breath of poetic incense that women want; each can recieve that from a lover. It is not the life-long sway; it needs but to become a coquette, a shrew, or a good cook to be sure of that. It is not money, nor notoriety, nor the badges of authority, that men have appropriated to themselves. If demands made in their behalf lay stress of any of those particulars, those who make them have not searched deeply into the need. It is for that which at once includes all of these and precludes them; which would not be forbidden power, lest there be temptation to steal and misuse it; which would not have the mind perverted by flattery from a worthiness of esteem. It is for that which is the birthright of every being capable to recieve it, the freedom, the religious, the intelligent freedom of the universe, to use its means, to learn its secret as far as nature has enabled them, with God alone for their guide and their judge.“
-- Margaret Fuller, The Great Lawsuit
„If the injustice is part of the necessary friction of the machine of government, let it go, let it go: perchance it will wear smooth, certainly the machine will wear out. If the injustice has a spring, or a pulley, or a rope, or a crank, exclusively for itself, then perhaps you may consider whether the remedy will not be worse than the evil; but if it is of such a nature that it requires you to be the agent of injustice to another, then I say, break the law. Let your life be a counter-friction to stop the machine. What I have to do is to see, at any rate, that I do not lend myself to the wrong which I condemn.“
-- úr Resistance To Civil Government, eftir Henry David Thoreau
„Undarlegir eru mennirnir, hræðilegir sakir dularinnar sem sveipar þá, djúpir eru brunnar sálar þeirra, uppsprettur þols þeirra ríkar, undraverður hæfileiki þeirra til stuttrar gleði og langra ólíkindaláta, leyndra þjáninga og blóðdöggvaðs lífs þeirrar rósar sem springur út á næturþeli“
-- úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson
„Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því í armslengd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni eins og því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún gleypt í einum munnbita. Ég veit að þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima.“
-- Arnas Arnæus við Úffelen í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness
„Hið unga hjarta er líkt hafinu með myrkum harmadjúpum; það vakna gárar á því undan örveikum vindblæ hugarins, stormar þránnar koma róti á það – og á þetta haf skína hinar fyrstu ástir eins og ljós frá sólu, ýmist léttir sólstafir eða þung sólarbreyskja, hverful stund skín snögglega í hættulegu litaflúri, löðrið sem uppþeytist af losta og sársauka, freyðir og hjaðnar í sólundunarsamri helbirtu“
-- úr Fjallkirkjunni eftir Gunnar Gunnarsson
„All the world's a stage, And all the men and women merely players: They have their exits and their entances; And one man in his time lays many parts, His acts being seven ages. As first the infant Mewling and puking in the nurses' arms And then the whining schoolboy, with his satchelAnd shining morning face, creeping like snail Unwillingly to school. And then the lover, Sighing like furnace, with a woeful ballad Made to his mistress' eybrow. Then the soldier, Full of strange oaths and bearded like the pard Jealous in honour, sudden and quick in quarrel, Seeking the bubble reputationEven in the cannon's mouth. And then the justice, in fair round belly with good capon lined, with eyes severe and beard of formal cut, Full of wise saws and modern instances; And so he plays his part. The sixth age shifts Into the lean and slipperer'd pantaloon, With spectacles on nose and pouch on side; His youthful hose, well sav'd, a world too wide For shrunk shank, and his big manly voice,Tutnign again toward childish treble, pipes And whistles in his sound. Last scene of all, That ends this strange eventful history, Is second childinshness and mere oblivion, Sans teeth, sans eyes, sans everything."
-- Jaques í leikritinu As You Like It, (II þátt, senu VII) eftir William Shakespeare
„,Hvar var það, hugsaði Raskolnikof og hélt áfram ferð sinni, - ,hvar var það sem ég las um dauðadæmdan mann, sem segir eða hugsar, klukkustund áður en hann deyr, að þó hann ætti að lifa einhversstaðar uppi á háum kletti, á örmjórri sillu þar sem aðeins væri rúm fyrir fætur hans og allt í kring hyldýpi, úthaf, eilíft myrkur, eilíf einvera og eilífur stormur og þótt hann ætti að standa þarna á þriggja feta rými alla ævi, þúsund ár, heila eilífð,þá væri betra að lifa þannig en að deyja strax! Aðeins til að lifa, lifa lifa! ... Satt er það! Drottinn minn. hvílíkur sannleikur! Maðurinn er úrhrak! Og úrhrak er sá sem kallar hann úrhrak af þeim sökum!' bætti hann við skömmu síðar“
-- úr Glæpi og refsingu eftir Fjodor Dostojevskí
Our love was like the water
That splashes on a stone
Our love is like our music
It's here, and then its gone“
--úr laginu No Expectations með The Rolling Stones
„When the train, left the station it had two lights on behind
When the train, left the station it had two lights on behind
Well, the blue light was my blues and the red light was my mind
All my love's in vain“
-- úr laginu Love In Vain með Robert Johnson
„A beautiful girl
A beautiful girl
Can turn your world into dust“
-- Úr laginu Punchdrunk Lovesick Singalong með Radiohead
„Ak ja, livet er svært - men matematik er sværere.“ -- Storm P.
„Sá sem veitir mannkyninu fegurð er mikill velgerðarmaður þess. Sá sem veitir því speki er meiri velgerðarmaður þess. En sá sem veitir því hlátur er mestur velgerðarmaður þess.“
-- úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson
„Engin leið er löng í samfylgd vinar.“
-- Japanskt spakmæli
„Í þöglum, niðurbældum söknuðinum sindrar löngunin til að endurlifa hið leikandi líf, sjá aftur hina sólglöðu daga sem minningin geymir, hitta aftur þann sem maður hitti einu sinni, endur fyrir löngu...“
-- Úr fimmtu bók Fjalkirkjunnar, Hugleik, eftir Gunnar Gunnarsson
„Jafnvel þúsund mílna leið hefst á einu skrefi.“
-- Japanskt spakmæli
„Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.“
-- Úr laginu Viðrar vel til loftárása með Sigur Rós
„It´s nice to be important but it´s more important to be nice“
„Freedom´s just another word for nothing left to loose.“
-- Úr laginu Me and Bobby McGee eftir Kris Kristofferson
„One good thing about music: When it hits you, you feel no pain“
-- úr laginu Trenchtown Rock með Bob Marley & The Wailers
„Under a government which imprisons unjustly, the true place for a just man is also a prison“
-- úr Resistance To Civil Government, eftir Henry David Thoureau
„Þeir segja að ég hafi vit til að velja þá en ég hafi ekki vit til að hafa vit fyrir mér.“
-- Úr laginu Bjór með Fræbbblunum
„It is better to be hated for what you are than to be loved for what you are not.“
-- André Gide
„Okkar stærsta stund er ekki það að tapa aldrei, heldur að rísa upp eftir hvern ósigur.“
-- Konfúsíus
„If you wish to glimpse inside a human soul and get to know a man, don't bother analyzing his ways of being silent, of talking, of weeping, of seeing how much he is moved by noble ideas; you will get better results if you just watch him laugh. If he laughs well, he's a good man“
-- Fjodor Dostojevskí
„Maybe we can start again in the new rich land in California, where the fruit grows. We'll start over. But you can't start. Only a baby can start. You and me , why, we're all that's been. The anger of a moment, the thousand pictures, that's us. This land, this red land, is us; and the flood years and the draught years and the dust years are us. We can't start again. The bitterness we sold to the junk man , he got it all right, but we have it still. And when the owner men told us to go, that's us; and when the tractor hit the house; that's us until we're dead. To California or any place , every one a drum major leading a parade of hurts, marching with our bitterness. And some day the armies of bitterness will all be going the same way. And they'll all walk together and there will be a dead terror from it.“
-- Úr The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck
„An eye for an eye will only make the whole world blind“
-- Mahatma Ghandi
„When the power of love overcomes the love of power, the world will know peace“
-- Jimi Hendrix
„Ours is but a small part in a world-wide struggle for peace, justice and equality between human beings and between nations, for the preservation of our planet. It can all be summed up in one word, which both in Hebrew and in Arabic means not only peace, but also wholeness, security and wellbeing: Shalom, Salaam.“
-- Uri Avnery
„The western land, nervous under the beginning change. The Western States, nervous as horses before a thunder storm. The great owners, nervous, sensing a change, knowing nothing of the nature of the change. The great owners, striking at the immiediate thing, the windening government, the growing labor unity; striking at new taxes, at pans; not knowing that these are results, not causes. Results, not causes; results, not causes. The causes lie deep and simply; the causes are a hunger in the stomach, multiplied a million times, a single soul, hunger for joy and some security, multiplied a million times; muscles and mind aching to grow, to work, to create, multiplied a million times. The last clear definite function of man: muscles aching to work, minds achying to create beyond the single need: this is man. To build a wall, to build a house, a dam, and in the wall and house and dam to put something of Manself, and to Manself take back something of the wall, the house, ther dam; to take hard muscles from the lifting, to take the clear lines and form from concieving. For man, unlike any other thing organic or inorganic in the universe, grows beyond his work, walks up the stairs of his concepts, emerges ahead of his accomplishments. This you may say of man: when theories change and crash, when scholles, philosophies, when narrow dark alleys of thought, national, religious, economic, grow and disintegrate, man reaches, stumbles forward, painfully, mistakenly sometimes. Having steped forward, he may slip back, but only half a step, never the full step back. This you may say and know it and know it. This you may know when the bombs plummet out of the dark planes on the marketplace, when prisoners are stuck like pigs, when the crushed bodies drain filthily in the dust. You may say it and know it in this way. If the step were not being taken, if the stumbling-forward ache were not alive, the bombs would not fall, the throats would not be cut. Fear the time when the bombs stop falling while the bombers live - for every bomb is proof that the spirit has not died. And fear the time when the strikes stop while the great owners live - for every little beaten strike is proof that the step is being taken. And tis you can know - fear the time when Manself will not suffer and die for a concept, for this one quality is the foundation of Manself, and this one quality is man, distinctive in the universe.“
-- Úr The Grapes Of Wrath eftir John Steinbeck
„People should not be afraid of their governments. Governments should be afraid of their people.“
-- V" í myndasögunni V For Vendetta eftir Alan Moore og David Lloyd
Pity is the feeling which arrests the mind in the presence of whatsoever is grave and constant in human sufferings and unites it with the sufferer. Terror is the feeling which arrests the mind in the presence of whatsoever is grave and constant in human sufferings and unites it with the secret cause."
-- Úr A Portrait of the Artist as a Young Man eftir James Joyce
„We must all hang together, or assuredly we shall all hang separately.“
-- Benjamin Franklin (við undirritun Sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna)
Patriotism is supporting your country all the time, and your government when it deserves it." -- Mark Twain
All you need is love" -- úr samefndu lagi Bítlanna
(Varúð! Spillir!)
„The Jewish Barber: 'I'm sorry but I don't want to be an emperor. That's not my business. I don't want to rule or conquer anyone. I should like to help everyone if possible; Jew, Gentile, black men, white. We all want to help one another. Human beings are like that. We want to live by each others' happiness, not by each other's misery. We don't want to hate and despise one another. In this world there is room for everyone. And the good earth is rich and can provide for everyone. The way of life can be free and beautiful, but we have lost the way. Greed has poisoned men's souls; has barricaded the world with hate; has goose-stepped us into misery and bloodshed. We have developed speed, but we have shut ourselves in. Machinery that gives abundance has left us in want. Our knowledge as made us cynical; our cleverness, hard and unkind. We think too much and feel too little. More than machinery we need humanity. More than cleverness, we need kindness and gentleness. Without these qualities, life will be violent and all will be lost. The aeroplane and the radio have brought us closer together. The very nature of these things cries out for the goodness in man; cries out for universal brotherhood; for the unity of us all. Even now my voice is reaching millions throughout the world, millions of despairing men, women, and little children, victims of a system that makes men torture and imprison innocent people. To those who can hear me, I say "Do not despair." The misery that has come upon us is but the passing of greed, the bitterness of men who fear the way of human progress. The hate of men will pass, and dictators die, and the power they took from the people will return to the people. And so long as men die, liberty will never perish.'
(In a passionate raging voice now) 'Soldiers! Don't give yourselves to these brutes who despise you, enslave you; who regiment your lives, tell you what to do, what to think and what to feel! Who drill you, diet you, treat you like cattle and use you as cannon fodder! Don't give yourselves to these unnatural men---machine men with machine minds and machine hearts! You are not machines! You are men! With the love of humanity in your hearts! Don't hate! Only the unloved hate; the unloved and the unnatural. Soldiers! Don't fight for slavery! Fight for liberty! In the seventeenth chapter of St. Luke, it is written that the kingdom of God is within man, not one man nor a group of men, but in all men! In you! You, the people, have the power, the power to create machines, the power to create happiness! You, the people, have the power to make this life free and beautiful, to make this life a wonderful adventure. Then in the name of democracy, let us use that power. Let us all unite. Let us fight for a new world, a decent world that will give men a chance to work, that will give youth a future and old age a security. By the promise of these things, brutes have risen to power. But they lie! They do not fulfil that promise. They never will! Dictators free themselves but they enslave the people! Now let us fight to free the world! To do away with national barriers! To do away with greed, with hate and intolerance! Let us fight for a world of reason, a world where science and progress will lead to the happiness of us all. Soldiers, in the name of democracy, let us unite!'
(Here, Chaplin pauses, seeming to gather himself, and the picture soon fades out to a scene of refugee Hannah (Paulette Goddard) with her family in a peaceful field, seemingly hearing his words.)
,Hannah, can you hear me? Wherever you are, look up! Look up, Hannah! The clouds are lifting! The sun is breaking through! We are coming out of the darkness into the light! We are coming into a new world; a kinder world, where men will rise above their greed, their hate and their brutality. Look up, Hannah! The soul of man has been given wings and at last he is beginning to fly. He is flying into the rainbow! Into the light of hope, into the future, the glorious future that belongs to you, to me, and to all of us. Look up, Hannah! Look up!'
Hannah's Father: 'Hannah?'
Hannah: 'Shhh. Listen.'“
--Lokasenan í The Great Dictator eftir Charlie Chaplin
„At any rate, spring is here, even in London N.I, and they can't stop you enjoying it. This is a satisfying reflection. How many a time have I stood watching the toads mating, or a pair of hares having a boxing match in the young corn, and thought of all the important persons who would stop me enjoying this if they could. But luckily they can't. So long as you are not actually ill, hungry, frightened or immured in a prison or a holiday camp, spring is still spring. The atom bombs are piling up in the factories, the police are prowling through the cities, the lies are streaming from the loudspeakers, but the earth is still going round the sun, and neither the dictators nor the bureaucrats, deeply as they disapprove of the process, are able to prevent it.“
-- Niðurlag greinarinnar Some Thoughts On The Common Toad eftir George Orwell (rituð 1946)
„,If there were none of this magnamity in warfare, then we would only undertake it when, as now, it was a matter for which it was worth while to meet one's death. Then there would not be war because Pavel Invanitch had insulted Mikhail Ivanitch. But if there must be a war like the present one, let it be war. Then the zeal and intensity of the troops would always be what it is now. Then all the Westphalians and Hessians whom Napoleon had brought with him would not have come against us to Russia, and we would never have gone to fight in Austria and Prussia without knowing why. War is not sweetness and light, but the dirtiest thing in the world, and it is necessary to understand it as such and not play at war. It is neccessary to take this frightful necessity sternly and seriously. This is the core of the matter; avoid falsehood, let war be war, and not sport. For otherwise war becomes a favorite pasttime for idle and frivolous men. The military are the most honoured of any class. But what is war, and what is necessary for its sucess, and what are the laws of military society? The end and aim of war is murder; the weapons of war are espionage, and treachery and the encouragement of treachery, the ruin of the inhabitants, and the pillage and robbery of their posessions for the maintenance of the troops; deception and lies which pass under the name of military finesse. The privilages of the military class are the lack of freedom, that is, discipline, idleness, ignorance, rudeness, debauchery and drunkenness. And yet this is the highest caste in society, respected by all. All rulers exept the Emperor of China wear military uniforms, and the one who has killed the greatest number of men gets the greatest reward. Tens of thousands of men meet, just as they will tomorrow, to murder one another; they will massacre and maim; and afterwards thanksgiving will be celebrated, because many men have been killed , the number is always exaggerated , and victory will be clamed on the supposition that the more men killed, the greater the credit. Think of God looking down and listening to them!” exclaimed Price Andrei, in his sharp, piping voice. Ah, my dear fellow, of late life has been a heavy burden. I see I have obtanied too deep an insight into things. It is not for man to taste the knowledge of good and evil, well, it is not for long now, he added. However, it is your bedtime; and it is time for me to turn too. Go back to Gorki!' suddenly exclaimed Prince Andrei...“
-- úr Stríði og frið eftir Leo Tolstoy, í enskri þýðingu Alexöndru Kroptokin prinsessu.
„He knows nothing and thinks he knows everything. That points clearly to a political career.“
--George Bernard Shaw
„Fools rush in where angels fear to tread.“
-- Alexander Pope
„History teaches us that men behave wisely once they've exhausted all other alternatives“
--Hughie (Billy Connolly) í kvikmyndinni Still Crazy
„,Taktu aldrei mark á ófullum Íslendingi' sagði hann. ,Íslendíngum var af miskunnsömum guði sendur aðeins einn sannleiki og hann heitir: brennivín.' Þeir sungu Ójón ójón og aðrir gestir horfðu á þá með hrolli og viðbjóði."
--Jón Marteinsson við Jón Hreggviðsson, þar sem þeir sitja að sumbli í Kristínar doktors kjallara í Kaupinhafn í Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness
"It's difficult to get a man to understand something if his salary depends upon him not understanding it"
--Upton Sinclair
„Hvað er ég? Aðeins örsnauður einstæðingur, skinhoraður og skítugur kokkræfill, áreiðanlega snauðastur allra hinna snauðu, lingerður og ónýtur til allra líkamlegra stritverka, hjartabilaður síðan ég var á öðru ári æfinnar. Eini auður minn er spekin. Eina stolt mitt er viskan.“
-- úr Ofvitanum eftir Þórberg Þórðarson
„We declare our right on this earth to be a human being, to be respected as a human being, to be given the rights of a human being in this society, on this earth, in this day, which we intend to bring into existence by any means necessary.“
-- Malcolm X
„We are not wholly bad or good Who live our lives under Milk Wood, And Thou, I know, wilt be the first To see our best side, not our worst.“
-- Reverend Eli Jenkins í leikritinu Under Milk Wood eftir Dylan Thomas
„Don't try to be a great man, just be a man and let history make its own judgments.“
-- Zefram Cochrane í Star Trek: First Contact
„The artist, like the God of creation, remains within or behind or beyond or above his handiwork, invisible, refined out of existence, indifferent, paring his fingernails“
-- James Joyce
„The degree of civilization in a society can be judged by entering its prisons.“
--Fjodor Dostojveskí
„Það tekur tuttugu ár fyrir mann að rísa upp úr grænmetisástandinu sem hann er í í legi móður sinnar og upp úr hinu hreina ástandi dýrsins sem er hlutskipti frumbernsku hans, yfir að ástandinu þegar þroski skynseminnar tekur að birtast. Það hefur þurft þrjátíu aldir til að fræðast um uppbyggingu hans. Það þyrfti heila eilífð til að kynnast nokkru um sál hans. Það þarf ekki nema örskotsstund til að drepa hann.“
-- Voltaire
„Rise like lions after slumber
In unvanquishable number.
Shake your chains to earth like dew.
Which in sleep has fallen on you.
Ye are many - they are few“
-- úr ljóðinu The Mask of Anarchy eftir Percy Bysshe Shelley
„Life is no way to treat an animal“
-- Kurt Vonnegut
"We are here on earth to fart around. Don't let anybody tell you any different"
-- Kurt Vonnegut
"There is no reason why good can't triumph over evil, if only angels would get organized among the lines of the mafia."
-- Kurt Vonnegut
"Personally, I have no bone to pick with graveyards"
-- Samuel Beckett
"Duty is what one expects from others, it is not something one does oneself"
-- Oscar Wilde
"Dancing is a perpendicular expression of a horizontal desire"
-- George Bernard Shaw
"Satire is a sort of glass wherein the beholders do generally discover everybody's face but their own"
-- Jonathan Swift
"I will not serve that in which I no longer believe, whether it call itself my home, my fatherland or my church: and I will try to express myself in some mode of life or art as freely as I can and as wholly as I can, using for my defence the only arms I allow myself to use - silence, exile and cunning"
-- James Joyce
„While there is a lower class I am in it, while there is a criminal element I am of it, and while there is a soul in prison, I am not free“
-- Eugene Victor Debs
„You can fool some people some time, but you can't fool all the people all the time.“
-- úr laginu Stand up for Your Right með Bob Marley and the Wailers
"Þrælarnir munu selja herra sína og þeim* mun vaxa vængir"
*þrælunum
-- úr kvikmyndinni Cobra Verde eftir Werner Herzog
„Hold fast to dreams
For if dreams die
Life is a broken-winged bird
That cannot fly
Hold fast to dreams
For when dreams go
Life is a barren field
Frozen with snow.“
-- Langston Hughes, „Dreams“.
„Perhaps, when we remember wars, we should take off our clothes and paint ourselves blue and go on all fours all day long and grunt like pigs. That would shurely be more appropriate than noble oratoryand shows of flags and well-oiled guns.“
-- úr ræðu Horlick Minton, sendi herra Bandaríkjanna í San Lorenzo í minningarathöfn í San Lorenzo um "hina 100 píslarvotta lýðræðisins" í skáldsögunni Cat's Cradle eftir Kurt Vonnegut.
„Tónlist veitir heiminum sál, huganum vængi og lífinu allt “
--Platón
„Take care of the people, and god almighty will take care of himself“
--Kurt Vonnegut
„All our songs are anti-war„“
--John Lennon, þegar hann var spurður hvers vegna Bítlarnir hefðu ekki samið nein and-stríðslög.
"One of the most horrible features of war is that all the war-propaganda, all the sreaming and lies and hatred, comes invariably from people who are not fighting"
-- George Orwell, Homage to Catalonia.
Beano (Timothy Spall): "It was that quite old-fashioned Scottish phrase again: "If at first you don't succeed..."
Hughie (Billie Connolly): „Pull your foreskin over your head“*
*borið fram "heed"
-- úr kvikmyndinni Still Crazy
"Niðurlægðu aldrei lítinn unga. Hann getur síðar meir orðið að reiðum tígri"
-- Mongólskt spakmæli
"I don't know if god exists, but it would be better for his reputation if he didn't."
-- Jules Renard
"One of its charming miracles is that through its form, poetry can resist the content of authoritarian discourse. By resorting to understatement, concrete and physical language, a poet contends against abstraction, generalization, hyperbole and the heroic language of hot-headed generals and bogus lovers alike... Poetry remains one of the astonishing forms in our hands to resist obscurantism and silence. And since we cannot wash the polluted words of hatred the same way we wash greasy dishes with soap and hot water, we the poets of the world, continue to write our poems to restore the respect of meaning and to give meaning to our existence."
-- Mourid Barghouti, palestínskur rithöfundur og ljóðskáld.
"If someone thinks that love and peace is a cliché that must have been left behind in the sixties, that's his problem. Love and peace are eternal."
-- John Lennon
„Life is what happens to you when you're busy making other plans“
-- John Lennon
Trillian: „Can we drop your ego for a moment? This is important“
Zaphod: „If there's anything more important than my ego around, I want it caught and shot now“
-- The Hitchhiker's Guide to the Galaxy eftir Douglas Adams
"Að elska er að yrkja fegursta ljóð í víðri veröld"
-- Þórbergur Þórðarson
"Það er rokk alls staðar, ef maður bara vill hafa það"
-- Óttarr Proppé
"Ég er ekki einn þeirra sem segja að vegna þess að allir okkar draumar á sjöunda áratugnum rættust ekki, hafi allt sem við sögðum eða gerðum verið marklaust. Nei, það ríkir ekki friður í heiminum þrátt fyrir allt okkar erfiði, en ég trúi því samt að barátta hippanna fyrir friði og kærleika hafi verið ómaksins verð. Ef einhver stendur upp og brosir, og er svo kýldur í andlitið, þá ógildir það ekki brosið. Það var."
-- John Lennon
"I'd rather have a bottle in front of me than a frontal lobotomy"
-- Tom Waits
"When I was 5 years old, my mother always told me that happiness was the key to life. When I went to school, they asked me what I wanted to be when I grew up. I wrote down "happy". They told me I didn't understand understand the assignment and I told them they didn't understand life".
-- John Lennon
"We all know sucess when we we all find our own dreams
And our love is enough to knock down any wall
And the future's been seen as men try to realize
The simple secret of the note in us all... in us all"
-- úr laginu Pure and Easy með The Who.
„And in the end, the love you take is equal to the love you make.