Fari það í hoppandi heitasta horngrýtis helvíti
Síminn minn er týndur. Já, ég veit. Aftur. Hann er einhvers staðar hér í húsinu, en mér er gjörsamlega fyrirmunað að finna hann. Hann er auk þess batterýslaus núna og þegar ég hef reynt að hringja í hann hefur engin hringing heyrst heldur hef ég strax fengið bansettans talhólfið.
Svo ef einver þarf að ná í mig í millitíðinni, þá er það bara heimasíminn eða tölvupóstur.
Uppfært þriðjudaginn 1. apríl kl.12:58.
Síminn er fundinn. Nei, þetta er ekki aprílgabb. Takk, mamma.
Merkilegar eru þessar mömmur. Ég tel mig vera búinn að leita af mér mestan grun hátt og lágt um allt hús, tékka aðra staði sem mögleiki væri á að ég hefði tapað honum, þó sannfærður um að hann hljóti að vera í húsinu og er að verða gjörsamlega gráhærður. Mamma rétt hugsar sig um og finnur hann undir púða í sófanum.
Jáen jáen,...ég ... ég var búinn að leita þar... Hélt ég allav. Greinilega ekki nógu vel. Grmbl.
Mamma hefur sérstaka náðargáfu þegar kemur að því að finna. Ég hef sérstaka náðargáfu þegar kemur að því að týna. Ætli megi því ekki segja að við mæðginin eigum ágætlega saman.
Þessu ber að fagna. Ágætis leið til þess er að blasta lögum á borð við Brighton Rock með Queen af plötunni Sheer Heart Attack, Thunderstruck með AC/DC og
T.N.T. með AC/DC
Engin ummæli:
Skrifa ummæli