mánudagur, mars 24, 2008

Í minningu Rachel Corrie

Mér láðist að geta þess um daginn að sama dag og fólk hvarvetna í heiminum mótmælti stríðsrekstri í Írak, Afghanistan og víðar voru liðin 5 ár frá dauða Rachel Corrie en hún dó 23ggja ára gömul eftir að brynvarin ísraelsk jarðýta ók á hana. Jarðýtan var þarna í því skyni að leggja palestínskt hús í rúst en Rachel og félagar hennar í International Solidarity Movement (ISM) vildu aftra því.

Enn hefur renginn verið dreginn til ábyrgðar fyrir dauða hennar. Tom Wright og Therese Saliba skrifa grein um Rachel Corrie á Electronic Intifada; og um boðskap hennar, sem má ekki gleymast; Rachel Corrie's Case for Justice.

Eftir dauða Rachel leyfði fjölskylda hennar birtingu bréfa sem Rachel sendi þeim í tölvupósti.
Hér má lesa úrdrætti úr tölvupósti hennar til fjölskyldunnar sinnar sem hún sendi 7. febrúar 2007: http://electronicIntifada.net/v2/article1254.shtml". Fleiri tölvupóstar til fjölskyldu og vina eru svo hér, þar sem hún skýrir nánar frá ástandinu, stafi sínu í Palestínu og hvers vegna hún var að leggja sig í hættu: http://www.guardian.co.uk/world/2003/mar/18/usa.israel.

Árið 2005 setti Alan Rickman upp leikritið My Name is Rachel Corrie, sem byggði á dagbókarfærslum Corrie og tölvupósti, í Royal Court Theatre.Það fékk áhorfendaverðlaun (Theatre's choice Awards) sem besta leikritið, Alan Rickman var jafnframt valinn besti leikstjórinn og Megan Dodds, sem lék Rachel Corrie, var valinn besti einleikarinn. Flytja átti sýninguna til New York Theatre Workshop en því var "frestað til óákveðins tíma" því forstöðumenn leikritsins óttuðust viðbrögð bandarískra gyðinga. Leikritið var sýnt í West End's Playhouse Theatre í London frá mars til maí 2006, sama ár var það jafnfram sýnt á Galway Arts Festival Edinburgh Fringe og var sýnt í Minetta Lane Theatre í New York.
Seattle Repertory Theatre sýndi leikritið frá mars til maí árið 2007 og The Kitchen & Roundhouse Theatre í Sliver Spring í Maryland var so með eina sýningu á því í júlí 2007.
The New Repertory Theatre sýnir nú leikritið í Watertown í Massachusets til og með 30. mars, 1. mars var það lesið í Project Arts Centre í Dublin og 28. mars er fyrirhuguð sýning hjá Theatre Yes í Edmonton í Alberta sem verður fram í apríl

Þetta er leikrit sem mig langar að sjá og þætti vel ef eitthvað hugað leikfélag tæki sig til og setti það up hér á landi.

Ef þið viljið fræðast nánar um Rachel Corrie þá er hér síða með mörgum hlekkjum tileinkuðum henni:http://electronicintifada.net/bytopic/people/8.shtml

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.